Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1948, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1948, Blaðsíða 6
\m: f 1 H LESBÓK MORGUNBLAÐSINS &.aíjBta*JÉír"ií%«(*i-c»- ¦ *a£b...4gts/i*:m**s»3 AMERÍSKAR KÍMNISÖGUR - * IX. Það varsvo sem auðsjeð, að maðurinn, sem ruddisc inn í almenningsvagninn, var augafullur. Hann slagaði sitt á hvað og hann var nær dottinn um sjálfan sig og um leið steig hann hastarlega ofan á tærnar á heiðurs- manni nokkrum en hlammaðist svo í sætið hjá honum. Þessum heiðurs- manni brá mjög ónotalega við þetta; vera má að honum sje illa við fulla menn. Hann hvesti augun á hinn ölv- aða mann og spurði með þjósti hvers vegna hann hagaði sjer þannig. Sá fulli glenti upp skjáina framan í hann og spurði: „Sáuð þjer mig þegar jeg kom upp í vagninn?" „Auðvitað." „Hafið þjer nokkurn tíma sjeð mig fyr?" „Nei." „Hafið þjer nokkurn tíma heyrt mín getið?" „Nei." „Vitið þjer nokkuð hvað jeg heiti?" „Nei." „Hvernig í skrattanum vitið þjer þá að það er jeg?" Hjer fyrrum, þegar Kínahverfið í New York var á duggarabandsárum sínum — hvað svo sem það þýðir, þá voru þar þrír menn, sem allir blaða- menn þektu. Einn var Blinky Britt og annar var ráðvandi John. Hann fekk viðurnefni sitt af því, að einu sinni þegar Blinky var augafullur og hafði sofnað á gólfinu, þá datt úr honum gerfiaugað og valt út á gólf, en John Clorey tók það upp og setti það á sinn stað. Sá þriðji var Dingo Katz. Ráð- vandi John var knæpueigandi í Doy- ers-stræti. Blinky var hafður í sendi- ferðum milli Kínverjanna, en Dingo Katz var vasaþjófur, og gerði sjer það helst að atvinnu að stela af kon- um í almenningsvögnum. Þessir þrír voru aldavinir og mátti varla einn af öðrum sjá. En svo kom fyrir leiðinlegt atvik og skildi þá. Dingo var gripinn og honum varpað í fangelsi. Hann reynd- ist sannur að sök og þá var hann lok- aður inni í Sing Sing fangelsinu. Allir vissu að fjelagar hans höfðu gert alt, sem i mannlegu valdi stóð til þess að hjálpa honum, en samt sem áður taldi hann að þeir hefði brugðist sjer og var reiður við þá. Svo var það nokkrum mánuðum seinna að blaðamaður nokkur rakst á Blinky Britt í knæpu. „Jæja, Blinky, hefurðu frjett nokk- uö nýlega af honum Dingo vini þín- um?" spurði blaðamaðurinn. ,,Minstu ekki á hann", sagði Blinky. „Jeg vil ekki heyra hann nefndan." „Hvað er þetta, og þið sem voruð aldavinir?" „Já, jeg helt líka að við værum góð- ir vinir", sagði Blinky. „En nú skal jeg segja þjer hvílíkt óhræsi hann Dingo er. Eins og þú veist, þá var hann stað- inn að stuldi niðri í Conal-stræti, og lögreglan greip hann. En jeg gerði alt sem jeg gat til að bjarga honum og jeg eyddi mínum seinasta eyri til þess að fá góðan lögfræðing að verja hann. Það varð alt gagnslaust. Kviðdómur- inn dæmdi hann sekan. Og þegar veslingurinn hefur nú set ið inni í tvær eða þrjár vikur, þá segi jeg svona við sjálfan mig, að ekki sje það nú nema sjálfsagður vinargreiði að heimsækja hann. Jeg kaupi því alla vasa fulla af góðgæti handa hon- um og legg á stað einn sunnudags- morgun. Þegar jeg kem að fangels- inu hitti jeg þar lögregluþjón í fullum skrúða og jeg spyr hann: „Er ek'ri heimsóknartími í dag?" Hann segir jú, og þá segi jeg: „Farið og segið Dingo Katz að vinur hans Blinky Britt sje kominn og langi til að tala við hann." En hvaða skilaboð haldið þjer að lögregluþjónninn komi með frá hon- um: Aö hann sje ckki þarna! XI. Prestur helt ræðu um upprisu holds- ins og dómsdag. Hann lýsti því með hjartnæmum orðum hve stórkostleg- ur sá dagur væri, þegar hvert einasta mannsbarn, sem á jörðinni hefði liíað kæmi fram fyrir dómstól drottins til að meðtaka þau laun, sem unnið var til í lifanda lífi. Að guðsþjónustu lokinni heldu allir heim til sín nema íri nokkur. Hann gaf sig á tal við prestinn. „Mig langar til að spyrja yður einn- ar spurningar", sagði hann. „Jeg hlu^t aði á ræðu yðar, en skildi hana ekki almennilega." „Jeg helt þó að jeg hefði talað nógu Ijóst," sagði klerkur. „Það er sjálfsagt og ræðan var fall- eg", sagði írinn. ,,En mig langar til að fræðast um þetta: Haldið þjer að hver einasti maður, sem uppi hefur verið á jörðunni, muni koma saman í einn stað á sömu stundu þegar dóms- ins lúður gellur?" „Já, þannig skil jeg spádómana og guðspjöllin," sagði prestur. „Haldið þjer að Kain og Abel muni standa þar hlið við hlið?" „Auðvitað," sagði prestur. „Og halðið þjer að Davíð og Golíat muni vera þar líka?" „Vissulega." „Og Brian Born og Oliver Crom- well?" „Já, já." „Og Gromiko og Marshall?" „Enginn efi á því." „Þá ætla jeg bara að láta yður vita prestur minn, að það verður ekki hægt að dæma mikið þann daginn." KfVH j* XII. Goldberg var auðugur kaupmaður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.