Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1948, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1948, Blaðsíða 8
LESBOK MORGUNBLAÐSINS SKÁLDIÐ JOHAN BOJER talar um kristindóm, stjórn- mál og skáldskap Eftir frjcltaritara Morgunblaösins Bjarnc Egcland, blaöamann. í ÆSKU varð Johan Eojer skáld að vinna baki brotnu íyrir dagiegu brauði. En á kvöldin og nóttunni las hann og orkti. Hann var eirðarlaus. Og þótt árin hafi nú íærst yfir har.n, og hann sje orðinn gamall maður, er eirðarleysið hið sama. Þegar hann sit- ur ekki við skrifborð sitt, er hann annað hvort úti í guðs grænni náttur- unni, eða hann er á ferðalögum. Á- huginn og eirðarleysið einkcnnir allt tal hans pg fas. Og mcðan jeg á tal við hann, gerir hann ýmist að halla sjer aftUiT'áiJbak i hægindastólinn, eða stökkva .á íætur og ganga um gólf, og augu. hansloga af áhuga. * — Hugur minn er í dag, eins og svo oft áðurr bundinn við trúarlífið, segir hann. Jeg rcyni .að brjóta það tu mergjar, og jeg verð að segja að mjer fellur einna best við sumar stefnur í sænsku trúarlífi. Jeg er kristinn, og það er sjálfsagt vegna þess, að jeg tel nauðsyruegt að kcnningum kirkjur.nar sje breytt til samræmis við þekkingu nútimans. Jeg tel það rangt, að prest- arnir skuli enn vcra að troða upp á skynsama menn kenningunni um upp- risuna. Eða þá kenningunni um fyrir- gefningu syndanna. Nú hefur helming urinn aí sænskum prestum stofnað sjerstakt prestafjelg í þeim tilgangi að samræma kenningar kirkjunnar þekkingunni. — En er þá ekki kollvarpað þeim grunni, sem kristindómurinn byggist á? spyr jeg. Mun ekki slík breyting koma í bág við biblíuna? — Hvenær sagði Jesús að ha.:n væri kominn til að frelsa heiminn? Aldrei. Prestarnir hafa alltaf verið að breyta Jesú eftir sínu höfði. — Menn hafa um aldir verið að tileinka honum allt, sem þeim fannst á skorta í fari sínu, og þannig hafa þeir breytt Jesú og gert hann annan en hann var. Hve feginn sem jeg vildi get jeg ekki skilið kenninguna um það að guð hafi sent sinn eingetinn son til að frelsa oss frá syndum. Slík kenning hlýtur að lækka guð í voru áliti, gera hann strangan, grimman og fjarlægan. Söderblom crkibiskup sagði jafn- vcl einu sinni, að sagan um upprisuna væri ekki annað en þjóðsaga. — Og Tegner biskup í Veksjö sagði einu sinni í stólræðu: „Hvers vegna trúi jeg á guð? Hvers vegna cr jeg krist- inn? Það er vegna þess að jeg trúi á hið fagra, sanna og góða — og það ér guð". Þetta var viturlega mælt og lýsir skynsamlega þeirri hugsjón, sem er grundvöllur kristindómsins. — Bojer hefur talað í sig hita og þerr- ar svitann aí enni sjer. Svo litur hann á mig og segir: — Þjer skrifið það, scm jcg scgi. Já, skrifið það, fólk hefur gott af því að fá umhugsunarefni, svo að það geti sjálft brotið vandamálin til mergjar. Þctta er ekki útrætt mál. Jeg er viss um að eftir fá ár verður mikið rætt um kenningar kirkjunnar, og nýtt 'íf færist í trúarbrögðin. Þið ungu menn- irnir elgið gott að lifa það. Jeg trúi á nýa rómantík og nýar skoðanir í trú- málum, komnar frá lifandi upp- sprettu — guði sjálfum. Og þessi nýa trúarvakning, sem jeg er viss um að verður, mun hafa stórkostleg áhrif á allar bókmenntir, því að hún stríðir ekki gegn heilbrigðri skynsemi. Jeg trúi því, að sá dagur muni koma, beg- ar trú, vísindi og listir taka höndum saman. Það er glæsileg þrenning. Og er ekki markmið þeirra eit't og hið sama: aö birta mannkyninu fegurð og opna augu mannkynsins fyrir fegurð? Síðan berst talið að Arne Garborg. Þeir Bojer voru nágrannar á Hval stað (milli Osló og Drammen) í mörg ár. Þá var mikið um listamenn bar. Skáld, myndhöggvarar, málarar og söngvarar, flyktust þangað og voru oft gestir hjá Huldu og Arne Gar- borg. — Garborg var ætíð þögull, sagði Bojcr. Þegar við sátum saman, spjöll- uðum, hlógum og gerðum að gamni okkar — og Hulda var ekki síður k«lt cn aðrir — sat Garborg þögull og hugsaði, og sagði ekkert nema mcnn beindu orðum sínum beint til hans. Garborg sást sjaldan á almanna færi. Oftast sat hann inni yfir bókum og reykti pípu sína. Honum var mcin- illa við það að fara út á götu meðan bjart var. En ef hann neyddist til þess, þá gerði hann sig torkennilegan með því að setja upp blá gleraugu. Hann forðaðist að hitta kunningja sína á götu. Nú eru horfnir þeir, sem settu svip á Hvalstad forðum. En ævistarf þeirra er eins og bautasteinar á gröfum þeirra. Þetta er það skemmtilegasta við bækurnar, þær berast frá kynslóð til kynslóðar — þrátt fyrir gagnrýni, segir Bojer og brosir gletnisjega. Bojer er fljóthuga. Hann hleypur úr einu í annað. Upp úr þessu fcr hann að segja mjer frá Nils Kjær, besta vini sínum. Og áður en jeg veit *í er hann farinn að tala um lista- mannalíf í París á „hinum góðu, gömlu dögum" og þá hafi hljómsveitin í veitingahúsi nokkru leikið „Dauða Ásu", af því að hún helt að það veri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.