Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1948, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1948, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS v~r 31 ritari í fjelagsstjórninni man jeg. — Fjelagið fjekk einkaleyfi til bæjar- símareksturs til ársloka 1912. — Þá tók Landssíminn við öllu saman. Ekki man jeg hvað hlutaf jeð var mik- ið. En hvert hlutabrjef hljóðaði upp á kr. 100. — Ýmsir verslunareigendur voru meðal hluthafanna man jeg, og Halldór Daníelsson bæjarfógeti og Andrjes hjá Duus. Eitt sinn var hluta fjeð aukið, og þá fengu þeir forrjett- indi til hinna nýju brjefa, sem áður voru í fjelaginu. En fjelagið gaf góðan arð meðan það var við lýði. Bætt var við öðru skiptiboröi eins fljótt og unnt var með 100 línum. En við það sat til ársins 1908. Þá var miðstöðin ílutt í Landssímastöðina, sem lengi var, en nú er lögreglustöð og var barnaskóli í ungdæmi mínu. En þá var miðstöðin enn stækkuð svo hægt var að koma fyrir 300 núm- erum. Þá voru lagðar LVÖfaldar línur í öll húsin, svo segja mátti að bæjarsíma- kerfið væri þá allt gert upp. Unnum við tíu menr að þeirri breytingu og þótti mikið verk. Þá var reistur hinn mikli turn á símastöðinni úr járngrind ym, sem tók við öllum þráðunum. — Hann v'ar í notkun alla tíð uns jarð- strengir voru lagðir um bæinn. Spilað á fiðlu í fyrsta símann Eitt með fyrstu húsunum, sem f jekk símasamband við miðstöðina, var hús Gísla Finnssonar við Vesturgötu. Þar býr nú Páll Einarsson, hæstarjettar- dómari. Þá spilaði Gísli á fiðluna sína heima hjá sjer, en við símamennirnir sátum niðri á stöð og hlustuðum á. Það bar vel við að spila í símann, því þetta var veggsími með taltrektinni framan á, sem tók á móti músíkinni. Þetta þótti merkilegt. Fyrsta einskon- ar útvárp á Islandi, í takmörkuðum stíl snemma á árinu 1905. Svo var líka Hafnarfjarðarsíminn. En hann var mjkið eldri. Hann var víst lagður árið 1889. Þá var jeg 10 ára, man eftir því þegar verið var að reisa staurana hjerna upp með Lauga- veginum. Norðmenn lögðu þá línu. Langt á milli stauranna. Þegar Talsímafjelag Reykjavíkur kom til sögunnar, gerðu þeir með c jer samning Knud Zimsen og Jón Þórar- inssón, skólastjóri um samvinnu milli Iiafnarfjarðarsímans og Talsimafje- lagsins. Svo Hafnarf jarðarsiminn kom með í kompaníið. í Bío á kvöhlin — Hvaða kaup hafðir þú á þessum árum? — Jeg hafði 100 krónur á mánuði, og átti ekki gott mfeð að Komast af með það. Svo jeg rjeði mig til vinnu í Gamla Bíó. Það var tilviljun að jeg komst þangað. Danski maðurinn, jeg man ekki hvað hann hjet, sem kom hingað fil að setja af Stað bíó-reksturinn, hafði beðið Krag um að útvega sjer mann til að leggja rafleiðslur í bíóið. Og fjekk Krag mig til þess. Svo tók jeg að mjer dyravörsluna þar. Og seinna að sjá um mótorinn. Hafði hvort- tveggja. Vinnudagurinn var, þetta, frá kl. 6 á morgnana til kl. 11 á kvöldin. Og ekki frí í bíóinu, nema á stórhá- tíðum. Eina bótin að jeg hefi allt af verið heilsuhraustur. Aldrei veikur, nema í spönsku veikinni. Þá var jeg að leggja síma inn í svefnherbergið til ýmsra manna, sem þurftu að geta svar- að í síma, þó þeir væru lagstir í rúmið. — Og þá voru sýningar hættar í bíóinu. Þá finn jeg að jeg er að veikjast. Og er svo máttlaus morg- uninn eftir, að jeg á erfitt með að komast á fætur. Var þá líka með 41 stiga hita. Könan veiktist og krakk- arnir líka. Og húsið var lokað í V/, sólarhring. Við höfðum fengið okkur olíuofn í svefnherbergið, sem átti að vera eitt- « ► Loftskeytastöðin við Rauðará 1905.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.