Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1948, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1948, Qupperneq 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 37 í SLENDIN GUR Á KÍN VERSKU VARÐSKIPI UNGUR REYKVÍKINGUR stundar um þessar mundir tollgæslu á kín- versku varðskipi við strendur Kína. Hann heitir Guðmundur Sívertsen, sonur frú Hildar og Jóns heit. Sivert- sen. Hann er 2. stýrimaður á skipinu og er starf hans, ásamt skipherra, sem er Breti og 1. stýrimanns, sem er Ungverji, að æfa kínversk sjóliðsfor- ingjaefni í því að taka síðar að sjer stjórn skipsins. Guðmundur Sívertsen er 28 ára. — Hann lauk prófi í farmannafræði við Sjómannaskólann hjer 1943, en fór ár- ið eftir í siglingar og hefur síðan farið víða um heim, lengstum sem stýrim. á norskum og amerískum skipum og lokið prófi í loftsiglingafræði við skóla í Hollywood í Kaliforníu. Guð- mundur fjekk snemma óhuga fyrir sjómennsku og var lengi á varðskipunum íslensku, áður en hann fóf í Stýrimannaskólann. Guð- mundur hefur með dugnaði og ástund un brotið sjer braut meðal framandi þjóða og starfar nú á slóðum þar sen' fáir íslendingar hafa áður stundað sjómennsku. Hefur Guðmundur að vonum frá mörgu að segja af ferðum sínum í framandi löndum. Á fyrsta skipi, sem komi til \ Stavanger eftir stríð Guðmundur rjeðist hjer í Reykja- vík háseti á „Nova“, sem lengi sigldi hingað til lands og fór með henni til Leiyi í Skotlandi 1944. — Þar lá skipið í mánaðartíma og hjelt síðan til Aberdeen. Þar afskráðist hann og hjelt til Glasgow og fjekk rúm á norska olíuflutningaskipinu „Presi- dent de Vogue“. Það sigldi milli Bret- lands og New York, þar til í styrjald- arlok, að það fór til Noregs. Var það fyrsta skipið, sem kom til Stavanger eftir að friður komst á og urðu heldur en ekki fagnaðarfundir milli norsku skipshafnarinnar og Norðmanna Guömundur Sívertsen heima. Norðmenn voru þá illa staddir með matvæli og fatnað og komu þeir í stórhópum um borð. Var talið að 3—4 þúsund manns hafi komið um borð meðan skipið lá í höfn. En skip- verjar ljetu allt af hendi við lands- menn, sem þeir gátu við sig losað. Frá Noregi hjelt „President de Vogue“ til Puerto de Cruz, sem er smábær í Suður-Ameríkuríkinu Vene- zuela. Þar fór Guðmundur af skipinu, ásamt fimm skipsfjelögum sínum. Eftir nokkur ævintýri og erfiðleika í þessu framandi landi, tókst þeim f jelögum að komast á breskt skip, sem fór til hollensku nýlendunnar Curacao. Eftir nokkurn tíma rjeðist Guðmund- ur þar á eitt af stærstu olíufutninga- skipum Norðmanna, mótorskipið „Ho- eg Hood“, sem er 15,000 smálestir að stærð. Var hann þar þriðji stýrimað- ur. Hiti er mikill á þessum slóðum og erfiður EVrópumönnum. Moskito- fluga ásælin og ýmislegt andstj'eymi fyrir hvita menn, sem ekki eru vanir veðurfari* hitabeltislandanna. Neyslu- vatn er ekki til á eyjum þessum og verður að flytja það inn frá Banda- ríkjunum. «* ' * - o Kenslustund í Ioftsiglmgaskólanum I v

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.