Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1948, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1948, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 57 UR 8TRIÐSDAGBOK Landinu alt í ÞJÁNINGUNNI skal þekkja þetta fólk! Heimili mínu hefur verið breytt í hersjúkrahús. Góðvinir í Svíþjóð hafa tekið börnin mín að sier. Maðurinn minn er genginn í herinn sem sjálf- boðaliði. Jeg er einsömul í stóra bæn- um. Hvað er þá eðlilegra en jeg opni dyrnar fyrir gömlum vinum mínum — særðum mönnum úr stríðinu, og bjóði þá velkomna. Kalnir menn hafa komið á sjúkra- húsið upp á síðkastið. Illa kalnir. — Hendur og handleggir, fætur og fót- leggir líka, — svartir. Limirnir c-u venjulega teknir af með nokkru milli- bili — í lengstu lög er reynt að þyrma þeim. — Sem örkumla menn hverfa þeir hjeðan. Suviranta heitir maður í sjúkrastofu 7, Suviranta. Það lítur illa út með báða fæturna. Kolbrandur hefur breiðst út um líkamann, frá dökkum útlimunum. Kvalir hans eru óþolandi. Hann er mjög máttfarinn eftir uppskurðinn, sem gerður hefur verið á honum — síðasta tilraunin að bjarga lífi hans, — og við höfum»ekki ennþá þorað að segja honum frá því, að hann hefur misst báða fæturna. Jeg hef vakað í nótt, og jeg geng oft að rúminu hans, til að líta eftir því, hvort hann hefur vaknað eftir svæfinguna. En ennþá steinsefur hann. Þungur og hryglu- kenndur andardráttur hans berst út um stofuna. Fyrir utan er nóttin merl- uð mánaskini. Jeg þarf ekki náttlampa við, en dreg myrkvunargluggatjöldin til hliðar. Jeg halla enninu að rúðunni og horfi lengi á dauða náttúruna fyrir utan. Dauð, helfrosin. Hinn harði vetur hefur læst greipum um allt það feg- ursta í trjágarðinum mínum: rósirn- ar, tigulegu eikurnar, ungu, veik- (Cftir 'L&acjmar j^uin /w: , ' i'i. : amóati d FYRIR rúmu ári kom út í Uvpsölum merkileg bók, er heitir: H ör ö u árin íFinnlandi 1 9 3 9—1 9 4 . í hana rita 25 liöfundar af ýmsum stjettum í Finnlandi, f>ar sem þeir lýsa á eftirminnilegan hátt hinum mikhi raunum, er fijóö þeirra raiaði í. I bókinni er skrúð mörg hetiusaga, er seint mun gleymast. Og þó að víða sjáist þar dökkir drœttir, þá ber þó meira á fööurlandsást, fórnfýsi og fncnnkcerlc'.ka, scm vart á sinn líka. * , Eftirfarandi frásögn, sem tekin cr úr bókhini cr eftir Dagmgr Ruin Ramsay, yfirhjúkrunarkonu í Mdntsálá í Finnlandi. r T. f .st r. / byggðu ávaxtatrjen. Eins og dauðinn sjálfur hefur. harði stríðsveturinn haldið yfir land vort. Við vorum ham- ingjusöm þjóð. Við ræktuðum jörðina í friði, við plægðum akra okkar. Börn- in okkar uxu upp, glöð og hraust, eins og skógarfurur í frjálsu landi. Ó, hversu dýrlegt var sumarið í sumar! Fullt af blómum og fuglasöng, eins og það vildi láta sjerhvern taka með sjer óvitandi mikinn fjársjóð af unaðslegum minningum inn ‘í dimmu dagana, sem voru fyrir höndum. Því stríðið kom. Óvænt, skyndilega. Þetta er allt eins og martröð. Mjer finnst, þegar jeg loka augunum, og opna þau síðan aftur, hljóti allt, sem er í kring um mig að hafa horfið: sjúkrarúm, særðir hermenn, hryglu- kendur, dvínandi andardráttur, dauð trje, dánu rósirnar fyrir utan. Og heimili mitt er hamingjusamt eins og áður. Jeg heyri börnin hlæja sem forð- um, heyri fótatak lítilla, fimra fóta fyrir aftan mig. Einhver, sem mjer þykir innilega vænt um, er hjer ná- lægt mjer, ekki í hættu einhversstað- ar langt í burtu. Óg jeg, jeg er ekki lengur gráklædd systir, ein meðal margra í hópnum, held'or bara mann- eskja, hamingjusöm manneskja í para dís friðarins. Og þó er einmitt það, sem nú lifir og berst og líður og sigrar í kring um mig — það er einmitt1 allt í þessu mikla myrkri fyrir mig. Þegar allt annað hefur verið tekið frá mjer, fyll- ir hin takmarkalausa þolinmæði þeirra og vonstyrka traust líf mitt nýum auði, nýum kröftum og nýum blómum. í stofu 7 er einhver hreyfing. Jeg geng hljóðlega til hans. Suviranta er vaknaður. Jeg þreifa á púlsinum. — Hann er daufur, en jafn. Jeg spyr hann, hvort hann kenni mikið til. — Nei, en hann langar að vita, hvort hann haldi fótunum. Hann er eitthvað svo undarlegur í tánum. Þessi spurning vaknar oft hjá þeim, sem limir hafa verið teknir af. Þeir finna greiniiega til táar jog hæls, þó svo að fóturinn hafi verið tekinn af fyrir ofan hnje. Hann horfir lengi á mig, spyrjandi. Það er eitthvað, sem hann vill spyrja mig um. — Gekk uppskurðurinn Vel... Sagði læknirinn nokkuð? hvíslar hann lágt. — Nei, ekkert sjerstakt, Suviranta. Aðeins að það batnaði bráðum. Þjer þurfið ekki að vera órólegur. — Jeg er ekki órólegur, systir. Og auk þess — og auk þess — þjer þurfið \ "-s/ I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.