Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1948, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1948, Side 14
58 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS ekki að segja mjer neitt. Jeg veit það samt — báðir fæturnir. Jeg þrýsti hönd hans. — En það var þó betra að missa fæturna, sem hefðu aldrei orðið heilir hvort eð var. Betra en að missa lífið. Aftur horfir hann á mig sljóum augum. — Systir, þjer skuluð ekki halda að jeg harmi fæturna. Og eftir stutta stund heldur hann áfram með erfiðsmunum: — Hvað er mín eigin þjáning sam- anborið við þá miklu þjáningu, sem nú ríkir í landinu mínu. Hann bendir með smáhreyfingu á hin sjúkrarúmin í stofunni. Já, þessir menn, þessir miklu menn, í þjáningu og neyð skal þekkja þá. — Reynið að sofa, Suviranta, reynið að sofa. Læknirinn segir, að það sje nauðsynlegt fyrir yður að hvíla yður. Við svefninn íáið þjer nýa krafta, vinur minn. Aftur er þögn í sjúkrastofunni. Þung ur andardráttur helsærðra manna berst um herbergið. Aftur stend jeg við gluggann minn, og fyrir utan hvil- ir dauður trjágarðurinn. Blómgast hann nokkurntíma framar? Sú spurn- ing veldur mjer sársauka. Mínúturnar liða hægt. Dautt og kalt tunglskinið flæðir utan frá alla leið inn í stóru stofuna með hinum mörgu, særðu mönnum. Þá ávarpar mig einhver, þar sem jeg stend og halla höfðinu að glugganum. Dauf rödd: — Systir, hvað sjáið þjer fyrir utan? • — Jeg sje að trjágarðurinn minn er dauður, svara jeg hægt. alveg eins og jeg heldi áfram samtali og segði hugsun mína upphátt. — Já, jeg veit, að þetta er heimili yðar. Að það eruð þjer sem búið hjerna. Það er bara striðið, sem hefur ruðst hjer inn .... Og því næst: Eigið þjer börn? — Já, tvö. — Og þier? Eigið þjer líka börn? — Stúlku Trvohki, fjngrra áræ í Svíþjóð. Góðir menn fóru með hana þangað, undan óvinunum. Nú eigum við ekkert heimili. Flóttafólk sjáið þjer til . . . . — Suviranta, þjer getið verið róleg- ur, henni líður áreiðanlega vel. Hann kinkar kolli. Huggun — mikil huggun að vita það, — þegar maður er svona hjálparvana. Þögn stundarkorn. Þá talar hann aftur, hægt, eins og utan við sig: . — Jeg sje þetta heimili svo grcini- lega fyrir mjer, hamingjusamt hcim- ilit Litlu börnin, sem Ieika sjer hjerna. Piltur og stúlka. Var það ekki? Jeg kinka kolli. — Þau hlaupa um herbergið og leika sjer að boltunum sínum. Og þarna úti á svölunum — í sólskininu, þegar rós- irnar blómstra. Jeg sje það allt — svo greinilega. Mjer finnst það vekja líf í kring um mig. — Sól og hlýju — og frið. Það veitir þeim kraft, sem á hvergr heima .... kraft. ITvc oft hefi jeg fundið j>að þessa dagana, að minningarnar eru hjer alls staðar á sveimi. Sterkar, lífseigar. Þær geta aldrei dáið. Jafnvel deyjandi hermaður finnur það. — Eða eiga þær að deyja á þessum harða, fimbul- kalda vetri? Deyja eins og stokk- frosni trjágarðurinn minn hjerna fyr- ir utan — með rósunum, sem aldrei skulu bera blóm framar, með ungu eikartrjánum, sem aldrei skulu laufg- ast framar, með veikbyggðu ávaxta- trjánum, sem aldrei bera ávöxt fram- ar? Skyldu minningarnar aldrei blómg ast framar — minningarnar lífsheitu, virkilegu? Þessi hugsun hefur ásótt mig dag og nótt við starf mitt í þeim stofum,’ sem einu sinni voru heimili mitt. Minningarnar, söknuðurinn, er að yfirbuga mig. Jeg rjetti úr mjer og geng til hins særða manns. Ekki að hugsa! Hljóður og kjökrandi hvilir hann í rúmi sínu. Tunglsgeislinn fellur beint, yfir rúm ið, — Fæturnir, systir — æ, farturnir Takmarkalaus meðaumkun fyllir hug minn. Gátuð þjer ekki varið fæt- urna í kuldanum, Suviranta, varið þá með einhverju móti? spyr jeg hægt. Stappað og stappað, eða beðið um að fá að fara inn*í korsúinn og hita your? f Dauft bros færist yfir andlit'ííuvir- anta. Ilann veit, að jeg spyr heimsku- lega. — Við vorum á verði. Hersveitin var þunnskipuð í kuldanum og snjónum. Við höfðum verið þarna í þrjá sólar- hringa. Það var ekki nægt að leysa okkur af. Um það var ekki að tala. Við vorum of fáir. Jeg hafði særst af handsprengjubroti. Lítið sár — en blæddi mikið. Jeg var að hugsa um að bera mig upp, en hætti við það. Við vorum orðnir svo fáir. Aðrir, sem sárir voru, heldu út. Aðra nóttina, sem við vorum þarna fundum við glöggt, hvernig kuldinn þjarmaði að okkur. Við reyndum að halda á okkur hitanum — en það tókst ekki lengi. Við vorum of þreyttir — og of svang- ir. Marga kól á höndum og fótum. — Þjer hefðuð átt að gefa yður fram, þjer voruð særður! En nú skuluð þjer ekki tala meira, bætti jeg við, og stend á fætur til þess að gefa honum hina íyrirskipuðu innspýtingu. — Nei, lof mjer að tala, systir — Það er þó allt af bót í því. Að vísu ætlaði jeg að gera það um leið og sveitarforinginn okkar færi fram hjá — í liðskönnun. Hann var ungur mað- ur og hugrakkur, sem okkur þótti öll- i um vænt um. Einhver hvíslaði þá: ,,Sveitarforinginn liggur særður inni í korsúnum og blæðir út". En í sama bili sáum við hann koma. Hann studdist við tvær greinar, sem hann hafði brotið af trjc í skóginum. Hann mjakaðist áfram með erfiðis- munum, og við sáum allir að hann var mikið særður, særður til ólífis, og að fætur hans voru kaldir . . . Og því bárum við okkur ekki upp — hvernig

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.