Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1948, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1948, Page 1
15. tbl. Sunnudagur 25. apríl 1948. XXIII. árgangur Sigurður Magnússon: SKYNDIFÖR TIL RÓMABORGAR Hjer kemur niöurlag hinnar fjörlega rituöu feröasögu Siguröar Magnús- sunar kennara. Flugvjelin „Hekla“ fór sem kunnugt er þessa för til þess aö sœkja ítálska útflytjendur og fara meö þá til Venezuela í Suöur- Aineríku. Á leiöinni til Reykjavíkur átti Siguröur tal viö farþegana og gáfu þeir honum ýmsar upplýsingar um ástandiö í Italiu. Segir frá þvi í þessari grein. Örstund og eilífð .... Klukkan er 11,40. Við brun- um af vellinum, þjótum yfir borgina. Hversvegna svona hratt? Hvað liggur á? Hve oft hefur stundín ekki virst heil eilífð, tíminn eins og legsteinn á gröf, en nú eru þessi augnablik horf- in — Róm að baki. En hvað tíminn er dutlungafullur. Hjer í þessari borg, sem tekist hefur að hör.dla og varð- veita í yfirbragöi sínu sögu aldanna — tímann — hjer átti jeg bara ör- stund — eitt andartak — en á þessu augnabliki varð þó eitt ijóst: Hingað verð jeg að koma aftvr — og nú á meðan við fljúgum yfir borginni heiti jeg því, að gera alt, sem í mínu valdi stendur til að reyna að sækja þig heim í annað sinn, borgin eilífa á liæðunum sjö, og gista þig þá lengi og vel. Einhverntíma aftur skal jeg standa á bökkum þessa sögufræga fljóts, sem liðast þarna fram hjá æfa- fornum stórbyggingum, sem geyma sögu Rómaveldisins mikla, kristninn- ar, jafnvel íslenskra feðra minna, einhverntíma skal jeg baða mig í sól- skini þínu, drekka vín þitt, reika um garða þína, njóta þín.... Strax og við komum á flugstöðina hringdi Alfreð til umboðsmannsins. Jú, farþegarnir voru alveg tilbúnir, Á flugvelli t Róm. en æskilegt væri að koma til viðtals við umboðsmanninn upp í borg. Það varð úr að við Alfreð fórum tveir einir í bifreið frá flugstöðinni og inn í miðhluta Rómaborgar. Við ókum eftir Via Appia Nuova. Minjar for- tíðarinnar blöstu strax við okkur, því leifar vatnsleiðslunnar gómlu, Acque- dotto Claudio, sáust greinilega. Þegar við ókum fram hjá sögufrægum stöð- um, námum við staðar, hlupum út, ljósmynduðum og hjeldum svo áfram. Jeg flýtti mjer svo í námunda við Colosseum, að jeg álpaðist út á ak- braut og á ítölskum vöruoílstjóra það að þakka, að jeg hvíli nú ekki í kirkju- garði suður þar. Við sáum margar stórbyggingar, sem geyma sögu lið- inna alda. Við sáum líka auðar sval- irnar á Palazzo Venezia, þar sem Mussolini hafði staðið og þrumað, að því er maimi virtist hjer, fyrir arugna- bliki síðan. Fólkið, sem við sáumf á götunum, virtist vera sæmilega til fara. Mikið bar á kirkjunnar þjón- um og voru margir hínir fyTirmann- legustu í látlausum en stílfögrum ein- kennisbúnaði. Á markaðstorgum var mikið af ávöxtum, alls konar varning- ur til sýnis í búðargluggum og var okkur sagt, að alt væri til á ítalíu, sem hugurinn gimtist, skömtun engin í reyndinni, en kaupgeta almennings l+ " - -■__ j jui w..

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.