Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1948, Side 2
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
Á Orley flugvelli í Paris.
takmörkuð. Víða sáust stór auglýs-
ingaspjöld og áletranir, auðsjáanlega
stjórnmálalegs eðlis í tilefni væntan-
legra kosninga, hópfundir um stjórn-
mál á tveim torgum. ítalimir tveir,
sem við spurðum um stjórnmálahorf-
ur voru hægrimenn og bjartsýnir á
úrslitin. Þórður Albertsson spáði því
að kommúnistar myndu tapa verulega
og sagði hann þó, að óvíða væri jafn
góður jarðvegur fyrir kommúnisma
og á Italíu vegna mikils stjettamunar
og bágra kjara almennings en hægri
öflin í landinu hins vegar mjög sterk,
studd hjálp Vesturvelda.
Við Alfreð vorum alllengi i skrif-
stofum Lucccsis á Via del Tritone og
ræddum við hann. Um stund sátum
við og töldum fjeð, sem fargjald
ítölsku útfiytjendanna var greitt mcð.
Gaman var að íá dalina, en einhvern
vcginn íannst mjer óbragð að því að
sitja og telja dollara verulegan hluta
þgss tíma, sem jeg hafði yfir að ráða
i Rómaborg.
Þórður Albertsson var eini íslend-
irigurinn, sem við hittum. Hann kom
út á flugstöð, fjekk hjá okkur islensk
blöð, rabbaði við okkur pg þótti leitt,
að við gátum ekki tímans vegna setið
i boði Iians inni í borg.
Svo brunuðum við af stað. Dökk-
hærða skrifstofustúlkan hans Luccesis
sem stoðvaói farþegabílimi, svo við
gætum tekið mynd, veifaði okkur. Það
var falleg stúlka. Við sáum ekki skirn-
arvottorðið, en hún hlýtur að hafa
heitið Tína Rondóní....
Instituto de Immigracion
.... Jæja. Við erum þá alt i einu
komin yfir Isola di Montecristo. —
Rómaborg er að baki, en framundan
er Korsíka. Við siglum nú 1 10500
feta hæð. Það er enn glaða solskin.
Neðan okkar er Miðjarðerhafið, blátt
og spegilfagurt. Ekkert ský er á himn
inum, en mistur úti við sjóndeildar-
hringinn.
Jeg hef staðið um stund fremst í
farþegasalnum og horft yfir hópinn.
Þar sitja 42 ítalir, þar af ein kona.
Þetta fólk er allflest með einkennum
þess rómverska kynþáttar, sem bygg-
ir landið að baki okkar, dökkhært,
dökkeygt, frekar lágvaxið, klæðaburð-
ur þess íburðarlaus, sumra fremur
fátæklegur. I svip þess og fasi er lítið
af þeim heimsborgarabrag, sem ein-
kendi ítalina, sem við skiptum við á
flugstöðinni og uppi í borginni. Hjer
eru margir mcð þreklegar vinnuhend-
ur, mjög sólbrendir, alþýðlegir, en þó
í fari þeirra feinhver virðuleiki, sem
jaínan einkennir íyrirfolk. Farþeg-
arnir komu upp i stóran vagn inni í
Ilómaborg og urðu okkur samferöa á
ílugstöðina. Örfáir, sem virtust vera
nánir ættingjar, fylgdu þeim út að
flugvjelinhi, en flestir íóru án þess að
kveðja nokkurn á flugstóðinni sjálfri.
Sumir voru með sæmilegar ícrðatösk-
ur, nokkrir með skjatta, einn hjelt á
Vermoufhflösku þegar hann gekk upp
í flugvjelina. Þegar við iorum á loft
leit enginn til baka, en allir horfðu
þungbúnir fram á við. Jeg sje að
ákvörðunarstaður allra cr innflytj-
endaskrifstofa ein, Instituto de Immi-
gracion, Cai-acas, Venczuela. Ilvað
veldur því, að alt þetta fólk er að
flytja burt úr landinu fagra, þar sem
jeg vildi gefa mikið til að mega dvelj-
ast lengur? Jeg verð að fá að vita
eittlivað tim þessa samferðamenn. —
Colosseum.
Hver veit, nema einhverjir tali ensku?
Jeg ætla að bíða og sjá hvað setur... .•
Vendettan
.... Klukkan er 12,48. Við erum
nú yfir háfjöllum Korsíku, austan-
verðrar. Jeg ætlaði ekki að trúa að
þetta væri Korsíka. Einhvern veginn
hafði jeg skapað mjer alt aðrar og
ómerkilegri hugmyndir um Korsíku
en raun ber nú vitni um. Gat það
verið, að þessi geysiháu, snævi þöktu
fjöll væru þar? Jú. Á kortinu sjest,
að þar eru fjöll, sem eru hærri en
Öræfajökull. Niðri á láglendinu eru
býli, þar sem bændurnir rækta vafa-
laust ailskonar suðræna ávexti. —
Hlykkjóttir vegir teygjast upp hlíðarn
ar, sem neðst virðast vaxnar skógi.
Hátt uppi í fjöllunum sjást þorp. Of-
an þeirra eru fjöllin gróðurlítil, snæ-
krýnd efst. Þarna hlýtur að vera mjög
fallegt. Og þarna í þessum djúpu fjall-
dölum á vandettan — blóðhefndin —
óðul sín.
Vestan háu fjallanna, bakborðs-
megin, veit jeg að er litill bær. Þar
fæddist cndur fyrir löngu drengur,
sem ól þá æskuvon í brjósti, að frelsa
þessa fjallaeyju úr fjötrum stórveld-
isins norðan sundsins. Hann sigraði,
lagði æskuóvininn að fótum sjer, en
tapaði þó, gleymdi æskudraumnum.
Frá eyjunni, sem hvílir við bláleita
móðuna hjerna stjórnborðsmegin fór