Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1948, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1948, Side 4
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Snœþakin fjöll Korsíku. ur og brúkleg föt fyrir 10000 lírur. Hann telur afkomuskilyrði örðug í Ítalíu, og því hafa ákveðið að komast burt, en faðir hans gaf honum fyrir fari. Hann á ítalskan kunningja í Caracas, sem veitir þar forstöðu byggingafyrirtæki. Frá honum hefur Galvani þær frjettir, að nóg atvinna sje í Caracas og kaup gott. Galvani segist hafa verið fallbyssu- skytta í her Grazianis í Lybíu, en verið tekinn þar til fanga af Banda- mönnum 3. jan. 1941. Eftir það var hann lengi stríðsfangi, síðast í Skot- landi, þar sem hann var í hálft tjórða ár. Þar vann hann að landbúnaðar- störfum, Iærði ensku og bar Skotum góða sögu. Nú þótt minn vinur Gal- vani væri enskumaður allgóður, þá skorti mjög á, að við gætum skifst á skoðunum um tilverunnar dýpri rök og ráðgátur ýmsar, svo sem pólitík, en þó varð ljóst, að Galvani sagðist aldrei hafa verið fasisti og þaðan af síður kommúnisti, enda slíkt ekki háttur ítalskra sveitamanna, að hans sögn. Annars atvikaðist það svo, að fyrir tilviljun eina opinberaðist mjer á leiðinni hið auðvaldssinnaða inn- ræti vinar míns. Meðal dönsku blað- anna í hillunni framan sætis hans var eintak af Informationen. Var þar birt mynd af áróðursplaggi, sem óvinir bolsjevikka höfðu dreift á Ítalíu 1. apríl, en það virðist platdagur suður þar, svo sem tíðkast hjer. Útleggur Informationen texta plaggs þessa svo: Kjósið lýðræðissinnuðu alþýðufylking una (kommúnistana) og þjer munuð fá eilífan frið, eins og Petkov, sem hengdur var og Masaryk, sem varp- aði sjer út um gluggann". Rakst Gal vani á blað þetta, henti mjög gaman að illkvitni plaggsins í garð bolsje vikka og sannaði þar með það, sen áður hafði greint verið, að sveita menn ítalskir væru íhaldsdólgar ófor betranlegir.... .... Klukkan rúmlega 4 erum við komin til Parísar og lendum aftur á Orly vellinum kl. 4,17. Þar er nálfgert dimmviðri. Hjer er ákveðið að hafa mjög skamma viðdvöl, taka bensín og fljúga svo í einum áfanga norður til Reykjavíkur.... Klukkan er 6,35. Við erum komin á loft og stefnum nú norður, síðasta áfangann heim á leið. Ýmsar tafir ollu því í flugstöðinni, að okkur dvaldist þar lengur en gert var ráð fyrir. Við borðuðum . og slæptumst. Hjer fjekst ekkert nema rándýrt ilmvatn. Sú fábreytni minnir á gæru- skinnin okkar í Keflavík.... .... Klukkan er 8. Við erum nú yfir London. Það er eins og í ævin- týri úr Þúsund og einni nótt, að horfa niður yfir alt þetta ljósahaf. Gaman væri að mega renna sjer hjer niður, skjótast inn á „pubbu“ og fá sjer einn bjór, en Hekla er nú aldeilis ekki á þeim buxunum. Hún æðir gegn um loftið, óstöðvandi, lengra norður í nóttina og kuldann og eftir nokkrar mínútur er London horfin okkur og þá nenni jeg ekki lengur að horfa út um gluggann.... „Að eignast jörð“ Lengi var jeg með hjálp Galvanis búinn að leita að einhverjum Itala, sem frætt gæti mig meir um ástæð- urnar til þessara fólksflutninga, sem þegar eru orðinn snar þáttur í milli- landaflugi okkar Islendinga. Við fund um engan, mælandi á enska tungu. Læknirinn, sem jeg setti á mikið traust, kann ekki ensku, en hann býð- ur upp á frönsku og spönsku, sem Yotote Front* Democrottcc Pipolnri pace «ferna come Timptccðto Psfkov • il defenestraro Maseryk " „Kjósiö kommúnista og þjer munuð fá eilífan friö eins og Petkov, sem var kengdur, og Mazaryk . . verður til þess eins að staðreyna fá- kunnáttu mína. Við Galvani gefumst þá upp. . . . Um 8 leytið víkur sjer að mjer ungur maður og spyr mig á fyr- irtaks ensku hvar hann geti fengið vatn að drekka. Kemur rú í ljós, að hann hefur sofið svefni rjettlátra með an við Galvani leituðum hans og tak- ast nú þegar með okkur orðræður, tyllir hann’sjer á stól í eldhúsinu, en jeg á ferðatösku, hafandi uppi mína minnisbók. Þessi nýi kunningi minn heitir Luigi Vallarello og er 21 árs að aldri. Hann er fæddur í Bari í Suður-Ítalíu, en alinn upp á sveitabæ í námunda við Bari. Faðir hans vinn- ur við skrifstofustörf í borginni, en rekur búskap á eigin jórð, eigi all- langt frá Bari, og þar á fjölskvldan heima. Móðir Vallarellis er kenslu- kona. Börnin eru 4, Vallarelli og bróð- ir hans, sem einnig er hjer í vjelinni á vesturleið og dætur tvær heima. önnur komin að giftingu, en hin pipr- uð, að sögn bróður hennar. Nokkru eftir innrás Breta á ítalíu gerðist Vallarelli túlkur þeirra og síðar Bandaríkjamanna. Honum líkaði starf ið vel, kaupið var sæmilegt og aðbúð góð. Eftir að Bandaríkjamenn fóru vann Vallarelli um tíma við skrif- stofustörf í stórri ísgerð, en fyrirtæk- ið var ekki burðugra en svo, að það gat aldrei greitt honum kaup. Síðustu vikurnar var hann alveg atvinnulaus. Hann er stúdent, en hefur ekki ráð á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.