Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1948, Síða 8
228
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Arni Óla:
8 S
í SMJÓFLÚÐI
/
10 KLUKKUSTUNDIR
MAGNÚS PJETURSSON er maður
neíndur. Hann var áður bóndi í ýms-
um stöðum vestra, en er nú verka-
maður hjer í bænum. — Hann hefur
komist í það ævintýr, sem líkleea er
eindæmi, að lenda í snjóflóði og geta
af sjálfdáðum grafið sig úr fönninni
eftir tíu klukkustundir. Hefur hann
sagt mjer söguna af því, og er hún á
þessa leið:
ÞETTA skeði á útmánuðum árið
1919. Þau Magnús og Björg kona hans
bjuggu þá að Selskerjum við Skálmar-
fjörð í Barðastrandarsýslu, en ælluðu
að flytjast búferlum um vorið að
Naustabrekku á Rauðasandi. — Fór
Magnús því að kveðja móður *ína,
systkini og tengdafólk, sem átti
heima í Reykhólasveit, því að óvist
var hvenær íundum bæri saman eftir
að þau væri flutti út á Rauðasand.
í Berufirði í Reykhólasveit bjuggu
þá tengdaforeldrar Magnúsar, Guðrún
Ólafsdóttir og Guðmundur Jónsson.
Gisti hann hjá þeim í góðu yfirlæti
á heimleiðinni, en lagði svo af stað
þaðan snemma morguns.
Hann var þannig búinn, að hann
var í þunnum stormjakka, ystum
íata, cif ekki öðrum hlífðarfötum. Á
íótum hafði hann tvenna ullarsokka
og íslenska leðurskó, húfu á höfði og
eina vetlinga. — Hafði hann hugsað
| meira um það að vera sem ljettastur
til gangs á langri og eríiðri leið, h«- ld-
ur en að vera viðbúinn að mæta ó-
væntum hrakningum.
Veður var þá kyrt, en mikið muggu-
kafald og skygni mjög lítið. Mikill ný-
t. fallinn snjór lá yíir alt og þæfings
ófærð. Magn ';s helt frá Berufirði beint
vestur að Þorskafirði, og gevk yfir
hann á ísi. Þar var vond færð, mikill
snjór og krap undir, en ísinn meir og
viðsjáll. Þegar vestur dró á fjörðinn
minkaði kafaldið og grilti nokkuð frá
sjer. Stefndi Magnús að landi r.iett
utan við Þórisstaði. Sá hann þá mann
koma hlaupandi niður að firði, benda
og kalla, en ekki heyrði Megnús hvað
hann sagði. Tók hann því stefnuna
beint á manninn. En er að landi kom,
sá.hann hvað um var að vera, að nú
var háflæði og því auður sjór við land-
ið. Ilafði maðurinn ætlað að vara
hann við, en það var Andrjes Sigurðs-
son, sem þá bjó á Þórisstöðum. Náðu
[>cir nú að tala saman og taldi Andrjes
þar ófært að landi, en Magnús valdi
sjer lausan jaka og ícrjaði sig á hon-
um yfir álinn.
Þegar hann var kominn á land, heill
á húfi, sagði Andrjes að nú yrði hann
að koma heim með sjer og drekka
kaffi, úr því að hann hefði hætt við
það að drekka sjóinn. Magnús kvaðst
ekki þora að tefja í svo tvísýnu veðri,
en Andrjes sagði að kaffiketillinn
heíði verið settur upp þegar sást til
hans, svo að þetta yrði ongin töf. —
Varð það þá úr að þeir gengu til hæj-
ar og fylgdi bóndi Magnúsi inn í litið
stoíuhús, sem var undir baðstofulofti.
Mátti heita að húsfreyja kæmi með
kaffið jafn snemma og Magnús sett-
ist niður. Varð þvi viðd.'ölin ekki
löng.
ÞAÐAN lagði Magnús svo á Hialla-
háls og hugsaði sjer að fara á snið
íram á veginn, sem var vel varðaður.
_ _ >v--------
Magnús Pjetursson.
Þegar hann kom upp á‘hálsbrúnina
var farið að hvessa mjög á norðan
eða norðaustan og óSar kominn skaf-
bylur. Helt Magnús samt öruggur á-
fram eftir vindstöðunni og fann
vörðurnar.
Segir svo ekki af ferðun. hans íyr
en hann kemur í Gufudal. — Þá var
versta veður og vandaðist nú málið.
Átti hann að leggja á Gufudalsháls?
Ilálsinn var mjög brattur ■'•g Magnús
vissi það að hann var illfær vegna
harðfennis og klaka áður en nýi snjór-
inn kom. Vestan í hálsinum er líka
vont gil, sem mun heita Galtardalur.
Liggur vegurinn sums staðar svo
tæpt á gilbrúninni, að engu má muna
að menn hrapi þar fram af þegar
harðfenni er. Kveið Magnús mest
fyrir þessu gili, en út fyrir Skálanes
vildi hann ekki fara, ef annars væri
kostur, því að það er löng leið.
Þá bjó í Fremri-Gufudal maður,
sem Björn hjet, ágætur bóndi og á-
reiðanlegur. Rjeð Magnús nú af að
finna hann og spyrja hvernig snjólag
mundi vera vestan í hálsinum og
hvernig haim gæti öruggast komist
fram hjá gilinu. Var hann og einráð-
inn í að gista þar og bíða bjartara
veðurs, ef Björn teldi óráðlegt að
leggja á hálsinn. — Gekk hann svo
heim að bænum og kvaddi dyra.