Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1948, Qupperneq 12
232
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
FRÁ MARTEINI JÓNSSYNI
Cftir Jón Wartei
aióóon
í LESEÖK Morgunblaðsins er birt 16.
nóv. f. á. samtal við Magn :s Ólafsson
tónda á Eyum i Kjós, og sagt frá
hlutdeild hans og fleiri manna í laxa-
kistubrotunum í Elliöaánum. En
vegna þess að mjer fi.nst þar farið
niðrandi orðum um föður minn, Mar-
tein Jónsson, tel jeg rjett að fram
komi gleggri og sannari mynd af
manninum, og leiðrjetting við ranga
írásögn um seinustu. æ\ iár hans, en
sú frásögn mun stafa af miður áreið-
anlegum lausafregnum. Er rjett í
hverju máli að hafa það, er sannara
reynist.
Lesendur Lesbókar hafa nú þegar
fengið góðar lýsingar á þeim Magn-
úsi og Bergsteini. Má þ.ar sjá, að
Magnús gamli hefur ekki látið sjer
alt fyrir brjósti brenna á yngri ár-
um. Þeir hafa því ekkj verið neinir
veifiskatar þessir þrímenningar, er
stóðu að seinasta kistubrotinu.
Jeg þekti ekki föður minn af eigin
sjón, því að jeg var barn á fyrsta
ári er hann fór alfarinn úr Hrúta-
í.rði. En jeg þykist hafa allgóða lýs-
ir.gu á honum frá mönnum, sem voru
honum nákunnugi*-. Bar þeim öllum
saman um að hann hefði verið gædd-
ur kar’imensku og snarræði, og vík-
ingur til allra verka. Creindur var
hann í meðallagi, en þar mun Berg-
steinn hafa staðið honum framar, eít-
ir lýsingy Ingibjargar systur hans.
Að ytra útliti var Marteinn vel á sig
kominn og hinn karlmannfegasti.
Ýinsar sögur heyrði jeg um hann
og voru þær misjaínar, cins og geng-
ur, því að maðurinn var fremur öl-
kær, eins og margir aðrir hjer í íirð-
inum á þeim árum. En sjerstaklega
var jeg í æsku hrifinn af hreystisög-
unum, sem af honum voru sagðar,
Marteinn Jónsson.
og í þvi efni langaði mig til að líkjast
honum.
Jeg hirði ekki að rekja þær sögur
hjer, en eina get jeg sagt til að sanná
það, sem hjer hefur verið sagt.
Það var eitthvert haust að haldinn
var hrossamarkaður að Þóroddsstöð-
um í Hrútafirði. VTar þangað kominn
Jón Vídalín, er síðar varð konsúll
Breta. Hann^nun hafa haldið mark-
aðinn. Mjer er sagt að hann hafi ver-
ið stór maður og karlmenni að burð-
um, en ærið fyrirferðarmikill þegar
liann var ölvaður. Þarna voru margir
menn saman komnir og allir meira
og minna ölvaðir. V’arð þar ærið
róstusamt, og hendur látnar skifta
allharkalega. Ljetu menn sig það
engu skifta þótt orustuvöllurinn væri
ekki sem þrifiegastur, en það var
hlaðið á Þóroddsstöðum og var það
ein forarleðja eftir langvarandi rign-
ingar. Vídalín ruddist um fas og
ljek kotbændur illa. Sjerstaklega /arð
Pjetur fóstri minn á Reykjum fyrir
barðinu á honum. En það þoldi Mar-
teinn ekki.* Skoraði hann á Vídalín
að sleppa Pjetri og fást heldur við sig.
Ljet Vídalín þá eklti standa á sjer og
fóru þeir saman. Urðu þar harðar
sviftingar, en ekki langar, því að
Vídalín lá fljótt fallinn endilangur
þar sem forin var mest, og þjarmaði
Marteinn þar harkalega að honum,
því að maðurinn var skapbráður. Var
mjer sagt að Vídalín heíði verið mjög
dasaður eftir viðureign þeirra, og ekki
fóru þeir saman aftur. —
Ekki veit jeg hvað hæft er í því, að
Bergsteinn hafi verið að draga sig
eítir ólafíu Jóhannsdóttur. Hún var
ekki sjerstaklega glæsileg í útliti. Jeg
sá hana 16 eða 17 árum eftir þetta,
er hún var á íyrirlestraferð fyrir Góð-
templararegluna hjer nyrðra. Hún
hreif fólk meira á annan hátt en með
friðleik sínum. Helga systir hennar
hafði verið glæsilegri síúlka í sjón, og
það er rjett, að þau Helga og Mar-
teinn giftust og fóru til Ameríku. Þar
bjuggu þau saman nokkur ár og eign-
uðust tvo eða þrjá syni, mestu efnis-
menn.
Um ævi Marteins föður míns, eftir
að þau hjónin skildu, er þetta að
segja:
Hann mun hafa verið áræðinn og
gjarn til ævintýra. Stóð þá sem hæst
gullæðið og straumurinn til Klondyke
og rjeðist I'Iarteinn í leiðangur þang-
að. Lenti hann þá í allmiklum svaðil-
förum, eins og títt var í þeim ferð-
um. Og í þeirri ferð mun hann hafa
mist höndina, en ekki veit jeg hvernig
hefur atvikast. Þó hef jeg engan
hcyrt segja það, nema Magnús, að
hann hafi sjálfur skotið af sjer hönd-
ina; máske hann hafi þar rjett fyrir
sjer.
Eftir að Marteinn kom úr gull-leið-
angrinum settist hann að á Framnesi
við Winnipegvatn, tók þar land og
reisti bú, og lifði á kvikfjárrækt. Þá
hafði hann ráðskonu. Þetta er mjer
* Hann var þá vinnumaður hjá Pjctri.