Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1948, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1948, Side 4
210 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Allir lýðræðisunnandi íslendinoar bera sjerstakan hlýhug til þessa frí- dags verkámanna og honum fvlgja frá þeirra hendi einlægar óskir um það að hann megi verða v'erkamönn- um til scm allra mestra heilla og sóma. En til þess að slíkt gcti orðið, þuría verkamenn að svipta þá póli- tísku ævintýramenri, scm nú fara með stjóm vei kalýðsmálanna, allri stjórn og yfirráðum. Engum lýðræðisunnandi íslending blandast hugur um það að verkalýós- samtök stofnuð á heiibrigðum grund- velli, sem hrein, fagleg stjettarsam- tök og rekin í fullu samræmi við þarf- ir og heill þjóðfjelags heildarinnar, eru nauðsynleg og sjálfsögð í hverju þjóðfjelagi, því verður er verkamað- urinn launanna, og betur er sú þjóð á vegi stödd, sem hefur innan sinna vjebanda frjáls, víðsýn og heilsteypt verkalýðssamtök, heldur en sú, sem leggur þau í læðing kúgunar og ein- ræðis. Undanfarin ár haía hátíðahöld 1. maí borið á sjer hin sterku einkenni allra vinnubragða kommúnista, sem að líkum lætur, þar sem þeir hafa að langmestu leyti verið einráðir með til- högun og fyrirkomulag hátíðahald- anna, og hefur dagurinn meira útlit haft fyrir það að vera í smækkaðri mynd rússneskur hersýningardagur Rauða hersins, heldur en frídagur verkamanna á íslandi. Dagurinn hef- ur verið að mestu leyti gjörsneiddur því að bera það íslenska, þjóðlega yfir bragð, sem honum eðli sínu samkv. ber að gjöra. En um áraraðir hefur það verið ákveðin krafa megin- þorra verkamanna, að dagurinn yrði haldinn hátíðlegur sem stjettardagur, algjörlega laus við allan pólitískan svip og yfirbragð. Hvernig slíkir dagar lita út mætti þar til nefna sem dæmi og þá jafn- framt taka til fyrirmyndar Sjómanna daginn, sem haldinn hefur verið há- tíðlegur um nokkurra ára skeið um land allt og hafa þau hátíðahöld farið ■V, fram með sjerstaklega virðulegum og þjáðlegur hætti og hinum mesta glæsi brag, algjörlega laus við allan póli- tískan áróður, Slíkir dagar eru sam- tökum verkalýðsins, sem og alþjóð til hins mesta gagns og sóma. Sjálfstæðisfjelögin í Reykjavík hjeldu á árunum 1939 til 1942 1. mai hátíðlegan með þeim hætti að haldinn var útifundur á torginu við Varðar- húsið, sem þá var samkomustaður sjálfstæðisfjelaganna í Reykjavík. í>á gengust þau einnig fyrir fjölmennum samkomum í báðum kvikmyndahúsum borgarinnar með vönduðum dag- skrám, bæði fyrir börn og fullorðna. Því næst voru um kvöldið haldnir dansleikar að Hótel Borg og Odd- fellow. Ennfremur voru merki Óðins seld á götum borgarinnar og einnig gefið út ritið Stjett með stjett, í til- efni dagsins. öll þessi hátíðahöld undir forustu Sjálfstæðisfjelaganna tókust með afbrigðum vel og fóru fram með hinum mesta glæsibrag, auk þess sem þau settu menningar- og þjóðlegan svip á daginn. Enda sýndi það sig þá, að bæði á útifundunum, sem og •innisamkomum, íjölmenntu bæði verkamenn og aðrir íbúar Reykjavíkur geisilega mikið og Ijetu þar með ánægju sína í ljós með þessa ráðstöfun Sjálfstæðisfjelaganna i Reykjavík. En aftur á móti var þannig ástatt hjá rauðu flokkunum, sem einnig hjeldu daginn hátíðlegan, að hjá þeim var það fámennt, að þeir hurfu svo gjörsamlega í skuggann af Sjálfstæð- ismönnum. Árið 1942 höfðu kommúnistar og Alþýðuflokkurinn tekið höndum sam- an um stjórn Dagsbrúnar undir því yfirskyni að með því væri komin full- komin eining á um stjóm verkalýðs- málanna. Sjálfstæðismönnum þótti rjett að gefa þeim tækifæri á þvi. að sýna þá einingu í verki og höfðust því ekkert að. En það kom brátt í ljós hjá kommúnistum, eins og vænta mátti, að slíkt var aldrei áform þeirra að gjöra daginn ópólitískan, heldur það eitt að nota hann sem mest í þágu og þjónustu kommúnistaflokksins, og hafa þeir verið einráðir um þessi 1. maí hátíðahöld þar til nú, að Sjálí- stæðismenn geta sóma síns vegna ekki setið hjá og horft á það að dagurirn sjc þannig misnotaður lengur. Sjálf- stæðismenn munu nú hefja baráttu íyrir því að nýu, að þessi hátíðisdag- ur verkamanna verði ekki notaður sem pólitískur áróðursdagur til )>css eins að þröngva inn á íslenska verka- menn þeim ógeðslegasta áróðri sem eingöngu er ætlaður til þess eins að efla og viðhalda hinni rússnesku of- beldisstefnu, sem forsprökkum komm- únista á íslandi er falið af húsbænd- um sínum í Moskva, að koma hjer á. Baráttu sjálfstæðisverkamanna fyr- ir því að þessi . tilraun kommúnista mistakist svo gjörsamlega hjer mun verða haldið áfram af fullri djörfung og festu þar til yfir lýkur með algjör- um sigri þeirra. Axel GuOmundsson. V V V V ^JJuar er AMERÍSKT blað lagði fyrir 50 les- endur sina, valda af handahófi, þessa spurningu: „Hvar hefur S.þ. aðsetur sitt?“ Síðan birti það nokkur svörin og voru þau á þessa leið: 1. Þar sem heimssýningin var haldin. 2. í París. 3. I Dumbarton Oaks. 4. Einhvers staðar á vatni — jeg hefi heyrt nafnið, en man það ekki. 5. í St. Francis hótelinu í San Franc isco. 6. í Moskva — tvisvar á ári. 7. I Casablanca. 8. Eigið þjer við það ameríska eða það rússneska? 9. Hingað og þangað auðvitað. 10. í Westbury. 11. Hvem varðar um það?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.