Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1948, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1948, Qupperneq 14
250 LESBOK MORGUNBLAÐSÍNS AMERISKAR XXI I;'YRIR nokkrum árum fekk eitt af Suðurríkjunum sjer rafmagnsstól, til þess að taka af dauðadæmtia menn. En jafníramt var blöðunum harðlega bannað að scgja frá því með.hvcrjum hætti siik aftaka færi fram. Var bað gert til þess, að gera menn hrædda að viðhafa slika launung. Það vildi nú s\ o til, að fyrsti mað- urinn, sem átti að fara í raímagns- stólinn var kolsvartur Negri. Eftir að mál hans hafði verið rannsakað og hann hafði verið dæmdur til dauóa, sagði dómforseti við hann: ,,Það er skylda dómstólsins að krefjast þess aí fangavcrðinum að hann gæti þín vcl fram til 21. ágúst næstkomandi. En þann dag, milii sól- aruppkomu og sólarlags, skaltu settur í rafmagnsstólinn og tekinn af lífi. Guð sje sál sinni náðugur. Fangavörð- ur, farið burt með fangann“. Fanginn var fluttur i svaríholið. Kvöldið áður en aftakan átti að fara fram, vildi hann endilega fá að tala Við lögfræðinginn, sem skipaður haíði vcrið verjandi hans. Lögfræðingurinn kom til fangelsisins. Þar sat Surtur á bekk í klefa sínum, reri fram og aftur og hágrjet. „Jeg þarf að biðja yður einnar bón- ar áður en jeg dey“, sagði liann. „Jeg skal gera hana ef jeg get“, sagði iögfræðingurinn. ,En ef það er að sækja um nóðun, eða taka málið upp að nýu, þá er [>að ekki hægt. Þú drapst mann með köldu blóði, mál þilt lieíur verið fyllilcga rannsakað og þú verður að deya þann dag, sem dómarinn hefur tiltekið“. „Það er ekki þclta“, veinaði Surtur. ,,Jeg hefi ekkcrt við daginn að at- huga. Mjer er innan handar að ganga frá öllu áður, og jeg vona að jeg geti líka sæst við guð fyrir þann tíma. En jeg þoli ekki að hugsa til þess“ — og nú var rödd hans há og skræk — „jeg KÍMNISÖGUR þoii ekki að hugsa til þess að verða að sitja í þessum stól frá sólarupp- komu til sólarlags“. XXII Þ.\Ð hefur liklega verið fyrir áhrif frá Fussyfoot Johnson að skoskur klerkur nokkur tók sjer fyrir hcndur að prjedika bindindi f>æir söfnuði sín- um. iiann auglýsti, að næstkomandi sunnudag mundi hapn taia í prjedik- unarstólnum um skeðscmi áfengis og drykkjuskapar og sýna söfnuðinum hvað áfengið væri óholt. Þennan dag var kirkjan full af íólki. Og prestur beið ckki boðanna að sýna mönnum hvcrnig áfengið væri. Hann setti tvö glös á prjedik- unarstólinn iijá sjer. Annað var fullt af vatni, en hitt aFwhiský. — Menn störðu þegjandi á og fullir eftirvænt- ingai. Þá dró prestur dós upp úr vasa sínum, opnaði hana og tók upp úr henni langan, spriklandi orm. Fyrst setti hann orminn í vatnið. Þar bylti hann sjer og spriklaði, eins og honum liði sjerstaklega vel. S\o veiddi prestur hann upp úr vatnirtu og stakk honum ofan í whiskýið. — Ormurinn kreptist saman, og eftir nokkrar teygjur \ar hann steindauð- ur. Prestui dró nú dauðan orminn uj\p úr glasinu, helt honum hátt á loft svo allir mætti sjá og sagði: „Vinir mínii, hjer sjáið þjer hvaða áhrií áfengið licfur á lifandi veru. í vatninu Ieið orminum vcl, en um leið og hann kom í áfengið |>á stcindrapst hann. I>arf jeg að scgja vður nokkuð meira um sl.aðsemi áíengis?“ Fram í kirkjunni stóð kjálkabrciður maöur á fætur og sagði: „Má jeg spyrja — hvar fcnguð þjer þetta wh.isky?" „Mj«r þykir vænt um að þjer spurð- uð um þetta", sagði prcstur. ,,.Iá, jeg skal scgja yður það. Jeg fekk það í knæpunoi hjerna á horninu, eklú hundrað skref frá þessu guðshúsi". „Þakka yður fyrir“, sagði maður- inn. „Jeg ætla að fara þangað á morg- un — það eru sem sje ormar í mjer“. XXIII S\rERTINGI nokkur í Noröur-Caro- lina. sem staríaði við járnbrautina, gifti sig, en það fór illa. Hálfum mán- uði eftir brúókaupið varö hann fyrir járnbrautarlest og tættist allur í sund- ur, og var auðvitað gjörsamlega stcin- dauður. En í dauðanum eignaöist iiann pen- inga, sem hann hafði aldrci getað eignast í lifanda lífi. Fulltrúi járn- Brautarfjelagsins brá snarlega við og náði í ekkjuna áður en nokkur lög- fræðingur gæti tekið mál hennar í sínar hendur. Ilann fór með ekkjuna til skrifstofu sinnar og sýndi henni þar 500 glænýa dollarascðla, og spurði hvort hún vildi ekki eiga þá. Ekkiima haíði síst grunað það að svona miklir peningar væri til í veröldinni, og hún ætlaði þegar að hrifsa þá til sín. — Ónei, hún varð að skrifa undir yfir- lýsingu um það, að hún ætti engar frckari kröfui- á járnbrautarfjelagið. Með annari hendi lielt hún um scðl- aóa, því að hún var dauðhrædd um að þqsi-um stórgjöfula manni mundi snúast hugur, cn mcð hinni setti hún mcrki sitt undir yfirlýsinguna. Önnur Svertingjakona hafði komið með henni, stóð nú aftan við hana og augun ætluðu út úr höfðinu af undr- un og aðdáun. „Ciarissa, hvað ætlarðu nú aö gera þegar þú hcfur cignast jtcssi auð- æfi?“ spurði hún. EKkján svaraði ekki þegar. Ilún lók einn seðilinn, vcifaði honum og [icfaði að honum. Svo sagði liún: „Jeg held jeg geri ekkert fyrst um sinn á meðan jcg er í sorg og er að eyða þessum peningum. En auðvitaó giftist jeg aftur, og þá getur máske hcnt mig sama happið aftur — hver veit. En það segi jeg þjer, að þegar jeg giftist aftur þá verður maðurinn minn að vera járnbrautarþjónn“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.