Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1948, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1948, Blaðsíða 1
19. tölublaö Iovgaiiltffitotit0 Sunnudagur 30. maí 1948 Sjera Jakob Jónsson: f UTTORMUR SKÁLD EKKl man jeg, hvena:r íundum okkar Guttorms bar fyrsí saman. Jeg mun eftir honum í heimsókn hjá okkur í Vatnabygöum og heima hjá [icirn lijónum í Riverton, á Þjóðrækni' þingi i VVinnipeg, og mig minnir jeg lika sjá hann á kirkjubi.igi í Árborg og Ieiksýningu einhversstaöar í Nýja- íslandi. En þaö gildir einu, hvar mað- urinn sjest. Iiann hlýtur að verða minnisstæður fyrir margra hluta sak- ir. Fyrst og fremst er hann hreinn og ómengaður íslenskur sveitarmaður, og harla ólíkur því, að hann hafi nokk- urn tíma komið til Ameríku. 1 öðru lagi er hann eins og hver annar kandadiskur bóndi af norrænum stofni og harla ólikur því að vera mennta- maður eða unnandi íagurra lista. Og í þriðja lagi er ómögulegt að vera með honum í samkvæmi eða í góð- vinalióp, án þess að finna, að þarna er viðkvæm og þróttmikil skáldsál, sein getur ýmist mýkst eða harðnað eftir því, sem tileíni gefst til. Barns- leg hrifni, grimm vandlæting, biturt skop og græskulaus kímni sýnist allt eiga jafnt heima á tungu þessa manns. Frá samverustundum okkar eru mjer minnisstæð nokkur smáat- vik, sem mjer finnst Ij sa bæði mann- inum og skáldinu. Slík atvik hafa ef til Guttormur J. Guttormsson og jjölsky'da. vili mlnni þýðingu, þegar sagt er frá þeim, slitnum úr samhengi við um- hverfið, og hin lifandí persóna skálds- ins er ókunnug þeim, sem rætt er við. Jeg man best eftir Guttormi þegar hann kom vestur úr íslandsför sinni árið 1938. Hugur hans var fullur af fögnuði, svo barnslega djúpum, að eng in orð gátu iýst. Hann var hrifinn af íslandi, og ef til vili mest snortmn af því, sem ílestir aðrir telja Island skorta á við önnur lönd. Hann hafði orð á því við mig að fyrra bragði, hversu ranglátt það væri að telja land ið gróðurlítið. „Gróðurinn er ekki hár“, sagði hann. ,,En horfðu upp eftir fjallshlíðunum, og allsstaðar þar sem nokkur silla er i klettunum, þar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.