Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1948, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1948, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 279 Bústaöur Guttorms í Riverton. með sanni, að hann sje sjerstæður og fjölþættur. Hann hefur skýr, persónu- leg einkenni í máli, crðavali og efnis- meðferð. Þá á hann yfir að ráða mik- illi fjölbreytni. Bljúg viðkvæmni, há- leit alvara, napurt káð, draugalegar óhugnanir, fagur virðuleiki, ljett kimni, — allt er þetta til í ljóðum Guttorms. Ilugmyndaflugið er óskap- legt. Það yrði erfitt að sviðsetja þær sýnir hugans, sem henn bregður upp í kvæði eins og t.d. Sólargaldri. Þaö er gaman að veita þvi athygli, að sum ir sjónleikar kvæðanna fara beinlínis fram í sál hans sjálfs eða huga. Þar ægir mörgu saman. í kjallara sálar- innar er t.d. býflugnarækt. Skógar- birnir ráðast á kindurnar, sem ei u á beit í hans sálarlöndum. Og einhvers staðar synda svanir é sálarlindum. Sénnilega fer mörgum lesendum svo að þeir reka fyrst augun í þaö, sem stórkarlalegt er og mjer liggur við að segja hrjónalegt í ljóðum þessa skálds. En fáir eiga þó meira til af hinum einfalda yndisleik. — Kvæðið „Góða nótt“ er ein af dýrustu perlum íslenskra bókmenta. Eða takið eftir þessu einfalda erindi um „systur": „Og þegar hún höfði hallar til hvíldar að svanadún, þá er sem allt leggi aftur augun um leið og hún‘7 Eða þetta niðurlag á erfiljóðum: „Þú.ert'að sönnu liðinn, en þú lifir. — Loftin á bak við skýin eru heið. Hægra er dauðans flóð að fara yfir fyrir að þú oss vísað hefur leið. Vitum við nú er fegra fyrir handan íyrir þinn þátt í æskudýrðarsýn. Loftið er hreinna, hvar sem dreymdi andann, helgari jörðin fyrir sporin þín“ (í þessu ljóði styðst hann við eina setningu úr sögu eftir Svanhildi Þor- steinsdóttur). Það er ekki gerlegt að tína uup til- vitr.ardr úr Ijóðum Guttcrms, til a3 srýsi fram á fjöibreytniná. iánstaká ■ kvæði má búast við, að ekki verði skilið til fulls hjer á landi. A jeg þar ekki eingöngu við orðfærið eða við myndir úr kanadisku þjóðlífi, heldur hugsunarháttinn. Á krepputímunum svonefndu urðu ínikiar sveiflur í við- skiptalifi landsins. Einstaklingm’inn varð eins og leiksoppur sterkra strauma í óviðráðanlegri hringiðu. Guttormur er íulltrúi mikils fjölda kanadiskra bænda, sem sárnaði sú útreið, er þeir urðu fyrir í Hruna- dansi auðvaldsins. Þessa gætir víða í kvæðum hans, og þegar hann yrkir um þessi efni notar hann myndir úr Biblíunni og íslenskum þjóðsögum, sem uppistöðu. Annað, sem sýnir Vestur-Islendinginn í Guttormi, er hin mjúksára tilfinning gagnvart ís- landi, sem jeg þegar hefi minnst á. Hann getur vel hent gaman að ýmsu því, sem sýnir veikleika landans, en gagnvart íslandi sjálfu er ekkert til, nema takmarkalaus lotning. Bókin hans endar á þessari ferskeytlu, sem hann neínir orðsendir.gu til íslands: „Vinsemd þín, nú veit jeg það, var mjer besta gjöfin. Framar skilur okkur að ekkert nerna gröfin. Og þetta segir maður, sem er ævilangt aðskilinn frá íslandi. Þegar Guttormur fór aftur heim að heiman, árið 1938, gáfu Austfirðingar honum íagurt málverk af Snæfelli, eftir Finn Jónsson. Mjer er minnis- stæð gleði Guttorms, er hann sýndi nolckrum gestum sínum þessa mynd á heimili þeirra hjóna í Riverton. — „Stofan mín er of lítil fyrir þessa mynd“, sagði hann. „Við verðum að horfa á hana inn um gluggann". — Við fórum öll út og námum staðar út.i fyrir glugganum. Þögn og kyrrð færðist. yfir hópinn. Meðan lækkandi sól litaði sljettur og skóga í vesturátt, horfðum við á íslenska liti álengdar inn um glugga skáldsins. Þannig hefur hann meginhluta ævinnar verið að sýna löndum sínum inn um gluggann sinn. Þar hafa þeir hljóðir horft á íslands mynd álengdar og íundið til. i JGsfvOO 17ÓYISSOYI,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.