Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1948, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1948, Blaðsíða 5
LESBÓK MORCUNBL AÐSINS 2SI SENDIHERRA FRAKKA HYLTUR Hinn 10. þ. m. var sendiherra Frákka hjer, M. Voillcry, haldið virðu- legt samsnti í tilefni af tíu ára starfi hans hjer á landi. — Bjarni Renediktsson, utanríkisráðherra, talaði þar fyrir minni sendiherr- ans, en dr. Alexander Jóhannesson fyrir minni Frakklands. Itreða Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra JEG verð að byrja þessi fáu orð með því að biðja afsökunar á, að jeg get ekki talað á frönsku. Þekking mín á því göfuga tungumáli nægir rjett til þess að jeg skil, þegar jeg les það og veit fyrirfram hjer um bil um hvað er að ræða. Ef jeg hefði beðið ein- hvem að þýða orð mín á frönsku, kynni jeg þess vegna sjálfur að hafa haft einhverja hugmynd um efni ræðu minnar. En jeg er viss um að vegna framburðarins mundi enginn annar hafa skilið orð af því, sem jeg sagði, eða reyndi að segja, og hefi jeg þess vegna valið þann hversdag- legri en öruggari hátt að tala á enska tungu. Forseti íslands hefur í dag sæmt heiðursgést okkar M. Voillery stór- krossi fákaorðunnar. Með því að M. Voillery er enn talinn útlendingur var utanríkisráðuneytið íslenska spurt ráða um þetta og jeg get fullviSsað ykkur um og veit að þið trúið því, þegar þið hafið í huga, að jeg til- heyri ekkj diplomatíinu heldur hinum sannleikselskandi stjórnmálamönnum, sem svo mikið er af, einkanlega í flokki mínum, að það er ekki neitt innihaldslaust diplomataorðatiltæki, þegar jeg segi ykkur, að jeg hefi aldrei mælt með slíkum heiðri með meiri ánægju en í þetta skipti. Ástæða þessa er ekki einungis sú, að íslensk yfirvöld óski að heiðra M. Voillery, sem fulltrúa hinnar miklu og göfugu frönsku þjóðar, heldur óskum við einnig að sýna, hve mjög við metum hann persónulega og starf það, sem hann hjer hefur leyst af hendi. M. Voillery hefur sjálfur sagt frá því í samtali við Morgunblaðið ný- lega, hvernig honum var innanbrjósts 17. júní 1940. Þá var jeg lagakennari við háskólann, og jeg mun sannar- lega aldrei gleyma hversu hrifinn jeg var af ró og virðuleika M. Voillery, þegar hann flutti háskóla okkar hamingjuóskir* sínar á þeim eftir- minnilega degi. Sumir kunna að segja, að slíkt sem þetta hafi ekki mikla þýðingu, en jeg skildi framkomu hans á þessum sorgardegi fvrir hið volduga ríki, er hafði sent hann til Islands, sem öruggl merki um ókúg- andi anda og mikla menningu, bæði’ mannsins sjálfs og þjóðarinnar, sem hann tilheyrði. Síðan hefi jeg lært að þekkja M. Voillery betur en jeg gerði þá og jeg verð að segja, að áhrifin, sem jeg fekk á þeim degi hafa styrkst þeim mun betur sem jeg lærði að þekkia hann. Sendiherrann þakkar. \

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.