Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1948, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1948, Blaðsíða 6
282 LESBOK morgunblaðsins Sem betur fer hefi jeg einnig kynnst honum á gleðidögum bæði fyrir land hans og mitt. Jeg minnist hófsemi hans og innilegs fagnaðar daginn sem París var frelsuð. Jeg minnist einnig hinna hjartanlegu hamingjuóska hans á okkar mikla frelsisdegi, 17. júní 1944. Þetta eru stóratburðir, sem við munum aldrei gleyma. En við höfum einnig lært að meta hversu vel M. Voillery hefur unnið að hversdags- legum störfum. Aldrei fyr hafa verið svo mörg bönd, sem hnýta saman hina litlu íslensku þjóð og hinn mikla blysbera menningarinnar meðal þjóð- anna, frönsku þjóðina. Enginn hefur verið iðnari eða áhugasamari í að hnýta þessi bönd en M. Voillery, allt í senn að þvi, er varðar menningu, fjármál og stjórnmál. Jeg er enginn spámaður, en samt þori jeg þó að segja, að þetta sje aðeins byrjunin og við munum vinna betur og betur sam- an á komandi árum, báðum þjóðun- um til gagnkvæms framdráttar. M. Voillery segir sjálfsagt, að ein af ástæðunum fyrir þessu sje sú, hversu þessar tvær þjóðir, sú franska og íslenska, sjeu líkar. í kvöld get jeg ekki rakið það mál frekar, en þó verð jeg að segja, að það er langt síðan jeg tók eftir, hversu íslensk stjórnmál eru að ýmsu leyti lík frönskum. En það er eitt ákveðið dæmi um mikla líkingu, sem jeg vil nefna. Það er hið yfirlætislausa lif M. Voillery’s sjálfs og íjöldskyldu hans. Við höfum heyrt svo mikið um ljettúð og yfirlæti sumra Frakka. En jeg spyr ykkur, sem þekkið, hvemig M. Voillery lifir og starfar, hafið þið ekkl tekið eftir, hversu líkur hann er góðum íslenskum bónda eða embætt- ismanni, sem vita að allir verða að vinna og telja sjálfa sig ekki of góða til að gera hvert það verk, sem nauð- synlegt er? Auðvitað gerir mismur.urir.n a tw-eVU4.u.n oiaAir erAðara , og hefur þó dóttir M. Voillery’s sigrað þann erfiðleika með því að læra ís- lensku fullkomlega, en þrátt fyrir þá örðugleika höfum við öll fundið, þeg- ar við erum með M. Voillery og fjöl- skyldu hans, að við erum með fólki, sem okkur líkar við svo sem best má verða og við erum vissulega ánægð, þegar þau segja, eftir 10 ára dvöl hjer á landi, að við sjeum lík sjer. Ræða dr. Alexanders Jóhannessonar Á DÖGUM Sæmundar fróða, er stundaði nám í París, var Frakkland í augum íslendinga umvafið æfintýra- ljóma. Vjer þekkjum nú hið mikla hlutverk Frakka í veraldarsögunni. Vjer vitum, að Frakkar hafa ætíð verið forystuþjóð í Evrópu á sviði vísinda, lista og bókmennta. Vjer vit- um, að hugsjónir frelsis, jafnrjettis og bræðralags, er síðan á 18. öld hafa rutt sjer til rúms um víða veröld, voru bornar í hinu mikla landi, er nefnt hefur verið hið blíða eða fagra Frakkland. Vjer vitum ennfremur, að barátta íslendinga fyrir frelsi og sjálfstæði hefði varla , verið háð og leidd til lykta án atburða þeirra, er orðið hafa í sögu Frakka. En hvað er það þá, sem vjer dáum einkum í fari Frakka? Vjer íslendingar erum að eðlisfari kaldlyndir og daufgerðir og vjer dáum fjörið, hvatleikann og eld- inn í æðum Frakká. Vjer lifum undir norrænum himni, þar sem stormar og regn skiptast á með svipuðum hætti og þá er tveir menn rifast um að verða fyrri til að taka til máls. Vjer þráum hið hlýja loftslag Frakklands, bláan himin og mildan ar.dvara. Vjer ís- lendingar erum þunglamalegir og lítt kátir og þorum varia að láta hugsanir vorar í ljós nema í skorðum vana og erfða allt frá fyrstu tímum sögu vorr- ar. Vjer dáum glæsileik hins franska stíls, fegurð formsins, rp.ýkt orðanna mer_air.g höfúr skipið. £h'.ór Ec.-.e- diktsson segir í kvæði sínu ..Signu- bakkar“: og hvar hefur blikað beittara stál, hvar betur flutt verið eldheitt mál en hjer, þar sem lýðir með lífi og sál löndin til valds yfir sjálíum sjer herskildi knúðu? Tvö orð eru áberandi í sögu Frakka: Frœgö og sigur, er bera bæði vott um írábæra hæfileika og hug- rekki franskrar sálar, því að án frá- bærra hæfileika er ekki unnt að öðl- ast frægð og án hugrekkis vinnst ei sigur. En vjer vitum einnig, að jörð Frakklands heíur ætíð í sögu þeirra verið völlur blóðugra styrjalda. — f báðum heimsstyrjöldunum höfðum vjer íslendingar af áhuga og samúð verið áhorfendur harðsnúinnar bar- áttu fyrir frelsi og sjálfstæði, er Frakkar hafa háð. Vjer höfum reynt að sýna í verki samúð vora í eymd þeirri og skorti, er ætíð feta í fótspor afstaðinna styrjalda. Mikil fjarlægð skilur oss frá Frökkum og erfiðleikum veldur oss að læra hina fögru tungu þeirra, er málfræðingur einn hefur sagt um, að nauðsyn bæri að mæla á franska tungu við konur (cum mulieribus loquendum est gallice). Vjer íslendingar eigum samt þann hæfileika að geta dáðst að afreksverk- um franskrar menningar. Meira en 100 franskir rithöfundar hafa verið kynntir íslendingum í þýðingum og nálega 150 orð hefur íslensk tunga sótt til Frakka og eru mörg þeirra enn í notkun í daglegu lífi. Undir orðinu kurteisi dylst mikil aðdáun ís- lendinga á fögrum frönskum siðurn og háttum og minnir oss á hið forna máltæki: qui dit frangois dit courtois (sá er mælir á franska tungu, er kurteis í tali). Höfuðborgin mikla, París, er umvafin ljóma í augum ís- lendinga, sem aðsetur háleitra hug- sjcr.a cg snilli. Jeg vitna enn í Einar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.