Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1948, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1948, Blaðsíða 2
LESBOK MORCiUNBLAÐSINS 278 sem stætt er á fyrir grasið, þar er gróður. Og skógarilmurinn, t.d á Hallormsstað. Annar eins ilmur helt jeg, aö væri ekki ti1. á jaröriki— Þarna talaði náttúrubarnið, sem ekki lætur fyrir fram ákveðnar hugmvndir um það, hvernig skógur eigi að vera, trufla fyrir sjer nautn þeirra ilmandi skógarlunda, sem að smæðinni til geta ekki jafnast á við erlenda skóga með minni angan en íslenska ilmbjörkin gefur frá sjer. Þó væri synd að segja, að Guttormur kynni ekki að meta önnur trje en íslensku ilmbjörkina. Hann hefur ort kvæði, sem nefnist „Trje“. Þegar jeg las það kvæði, kannaðist jeg undir eins við tilefnið, af frásögn Guttorms sjálfs. í landar- eign hans var eitt trje, sem gnæfði yfir allan skóginn, og úr toppi þess var útsýni fagurt yfir sljettur og ása. Frá barnæsku hafði trje þetta verið ,,himnastigi“ Guttorms. Hann notaði einmitt þetta orð um það, bæði þegar hann sagði mjer frá trjenu og í kvæð- inu, er hann orti síðar. Mig grunar, að trjeð hafi oft verið hans skálda- stóll. Þegar hann kom heim til River- ton úr íslandsför sinni, var trjeð horfið. Viðarþjófar höfðu sagað það niður við rót. Guttormur fann svo sárt til undan þessu, að þvá var líkast sem bernskuvinur hans hefði verið myrtur. 'Satt að segja finnst mjer kvæðið ekki svara að fullu til þeirra geðshræringa, sem auðfundnar voru í munnlegri frásögn hans, en þar bland- aðist saman sársauki og reiði. Þegar hann yrkir kvæðið, virðist honum mikið til runnin reiðin, en eftit er hin dapra kvöl af minningunni um það, að hinn dásamlegi meiður muni hafa verið sagaður niður í borðvið og úr honum gerður flór í fjós „morðingj- ans“. Slík örlög voru beisk. Þegar jeg rifja þetta upp, kemur mjer í hug, að tilfinningar Guttorms gagnvart trjenu, sem stolið var, kunni að lýsa viðhorfi hans við mein- um mannlífsins betur en í fljótu bragði virðist. Nokkuð er til af kvæð- um eftir hann, sem lýsa beiskju í garð þeirra, er niðast á því, sem lifir. — Nægir að minna á sum ádeiluljóð hans, er fjalla um styrjaldir eða mis- skifting auðæfanna. Annað atvik sýndi mjer líka, þótt í smáu væri, tilfinningar Guttorms fyr- ir skáldlegri frásögn. — Við vorum mörg saman og bar margt á góma, sumt skoplegt, annað alvarlegt og jafn vel óhugnanlegt. Saga ein gekk meðal íslendinga um óhapp, sem einhvern- tíma hafði átt að vilja til við jarðar- för. Það er gömul \enja í Ameríku, að líkkistan sje opnuð við jarðarför og öllum viðstöddum gefið leyfi til að sjá ásjónu hins framliðna í síðasta sinn. Nú vildi svo til í útfararkapellu einni, að þegar prestur var búinn að tala, og kistan var opnuð, kom það í ljós, að það var ekki sá rjetti maður, sem í kistunni lá. Þessa •fcögu sagði Guttormur okkur með alvarlegum blæ, sem svaraði vel til innihaldsins. En hann lauk sögunni með þessum orðum: „Þegar lokinu var lyft, var negri í kistunni". — „Nei, var það nú negri?“ spurði einhver viðstaddur. Þá kom hik á sögumanninn. Svo brosti hann kankvíslega: „Við skulum hafa það si svona“. Einhverjum kann að virðast þetta ómerkilegt atvik. Það mætti meira að segja leggja það út á verra veg og segja, að skáldið hefði einmitt átt að gæta þess, að sagan væri sannleikan- um samkvæm í öllum atriðum. En gáum nú betur að. Hann veit vel, að það er ekki verið að meta söguna á sagnfræðilegan mælikvarða, heldur eftir því, hvort hún er skáldleg. Til- finning hans segir honum, að því sterkari sem andstæðurnar eru í lokin og því fremur sem eitthvað kemur áheyrendunum á óvart, því meira gildi hefur sagan, og hann hikar ekki við að skifta á óskáldlegum veruleika og skáldlegri hugmynd. Jeg man eftir öðru atriði, þar sem Guttormur fell fyrir sömu freistingu, og dró enga dul á, þótt hann væri að tala fyrir fullu húsi. 1 það skifti var hann að flytja fyrirlestur um íslands- för sína. Á Akureyri hafði hann orðið svo frægur að vera i veislu, sem hald- in var til heiðurs Friðriki krónprins. Ræddu þeir víst eitthvað saman og töluðu ensku. En svo segir Guttorm- ur eitthvað á þessa leið: „Af því að jeg er búinn að gleyma, um hvað við töluðum, hefi jeg búið til annað sam- tal, sem er alveg eins gott“. Síðan kom samtalið, svo skemtilega saman sett og framborið með svo tignarlegri al- vöru, að glaðværðin sauð niðri í á- heyrendum. Þetta á Guttormur til. Og þegar jeg hugsa um það nánar, hversu til- finning hans skilur milli hugmyndar og virkileika og metur hugmyndina meira, þá rifjast einnig upp viðhorf hans við leikritaskáldskap. En Gutt- ormur hefur, svo sem kunnugt er, skrifað all-mörg leikrit, og er þar að finna sumt það besta, sem frá honum hefur komið. En Guttormur skrifar ekki leikrit til sýninga, heldur til lestr ar. Hann sagðist einu sinni hafa sjeð eitt af leikritum si'num leikið, en honum fannst hann tkki kannast við neitt. Allt var svo gjörólíkt myndun- um í hans eigin huga. Af sömu ástæðu vill Guttormur yfirleitt miklu fremur lesa leikrit en horfa á leik. Mörgum mun finnast þetta fáránleg kenning, en Guttormur hefur mikið til síns máls. Það er engu síður dásamlegt að lesa góða leika en horfa á þá. Og sjálf- ur hefur hann sannað, að leikritsform- ið hæfir vel, þegar ritað er fyrir les- endur, sem sjálfir eiga dálitla mynd- auðgi (og aðrir eru yfirleitt ekki fær- ir um að lesa skáldskap). Að hinu leytinu er full-langt gengið að vilja síður sjá leikinn á öðru leiksviði en í sínum eigin huga. Eins og aliir vita, er Guttormur víð- frægur sem ljóðskáld, og vel gæti jeg trúað því, að hin nýja útgáfa af kvæða safni hans ætti eftir að verða til að endurnýja hróður hans hjer á landi. Um Guttorm verður hvorttveggja sagt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.