Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1948, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1948, Síða 2
43U LhJSBOK MOUCUNBLAf)SlNS og skíð og þyrptust að til að horfa á bálið, en Leifur stóð þar gnap- andi í „mugg og reyk“ og hlóðst á hann sót úr mökknum. Hann hefur orðið að þola ýmis- legt fleira en þetta. Fyrst í stað sótti að honum alls konar óaldar- lýður, sem ekki kann neina manna- siðu og kunni ekki að gera sjer grein fyrir því að þetta minnis- merki á að vera þjóðar helgidómur. Líkneskjan, eða þó öllu heldur fót- stallurinn, var ataður saur og kroti. Nátthrafnar leituðu sjer skjóls í skoti fótstallans og grenjuðu þar ófagra söngva. Gekk þessi ósómi svo langt, að yfirvöldin sáu þann kost vænstan, að setja vörð um minnismerkið. —o— Um mörg ár gekk jeg daglega yfir Skólavörðuholtið. Við lítinn, svártan og ljótan skúr, rjett hjá Leifsstvttunni, stóð þá jafnan mað- ur og heilsaði vingjarnlega Þétta var Gísli, vörður Leifsstvttunnar Jeg gekk yfir Skólavörðuholtið hjerna um daginn, og enn stóð Gísli þar hjá skúrnum og heilsaði. Við scttumst á bekk sunnan und- ir skúrnum og tókum tal með okk- ur. Gísli er nú kominn á áltræðis- aldur og hefur verið bæklaður mað ui' frá barnæsku. Hann er fæddur og upp alinn á Álítanesi. Þcgar hann var á áttunda árinu, var liann að leika sjer að þvi að stökkva ofan af kofforti. En þá vildi svo slysalega til, að liann laskaðist á vinstra fæti. Ekki var læknis vitjað, en fóturinn hafðist illa við, visnaði og bæklaðist. Seinna kom einn- ig lömun í vinstri höndina, afleið- ing af þessu áfalli. Seytjin ara gamall rieðist Gislí að verslunarstörfum lija Valgarði O. Breiðíjörð sem bf verslaði í hin iaj svo r.eínda „Fial^ketti" (Að- alstraeti 8) cg ■'-ar þar þangað til EreiðÞorð do 1304. Þa rjeðist Gi$L til Ditlev Thomsen og var verslun- armaður hjá honum þangað til sú verslun hætti á fyrri stríðsárunum. Þá fór Gísli til Jes Zimsen og var hjá honum lengi við afgreiðslu á olíu og innheimtu reikninga Og seinast var hann gerður að verði Leifsstyttunnar og hefur haldið þeirri stöðu í 14 éða 15 ár. Jeg spurði Gísla hvort ^íann hefði mikið að gera. — Onei, það er nú í rauninni af sem áður var, þegar menn gengu örna sinna undir fótstallinum og ljeku sjer að því að gera þar alt sem óþrifalegast. Nú eru fullorðnir menn hættir þessu, það eru helst strákar, sem koma hingað og vilja klifa upp á fótstallann, eða hafa einþver hrekkjapör í frammi. En áður en farið var að halda hjer vörð svifust menn þess ekki að skemma fótstallann. Og svo sýndi hann mjer hvar á tveimur stöðum höfðu verið brotin skörð í hinn fagía stein. Gísli var ekki frá því að það mundi nokkuð hafa hlíft minnis- merkinu, að Bretar höfðu miklar herbúðir í Skólavörðuholtinu á her námsárunum. Þann tíma voru þeir nokkurs konar verndarar minnis- merkisins, því að þá aflagðist það að mestu að nátthrafnar hefði þar bækistöð sína. Upphaflega átti svo sem ekki að iáta Leifsstyttuna standa á ber- svæði. Það var nú eitthvað annað Það átti að gera friðaðan reit um- hverfis hana og mikla tjörn fyrir framan hana. Sú tjörn átti að vera ímynd úthafsins, eins og fótstallinn er ímynd skipstefnis. Og svo gat ímyndunaraflið gert úr þessu skip, sem klýfur logntæran sjó, en í stafui stendur Leifur ug hvessir fcjomr til framtiðarlatidcins. Lr það kaldhqsðm Lkuld^, að > staáinn fyrír a5 ísl&admgar gef5u blátæra tjöfn fyrií framan Leifs- sty ttuaa. þa gerð: bre§ka setuLefeð heljar mikinn vatnsgeymi að baki hennar? Vatnsgeymir þessi stend- ur þarna enn í dag, hár og mikill um sig og ber meira á honum en minnismerkinu. Torfið, sem hlaðið var utan að steypunni er faiið að trosna, síga og troðast sundur, svo að stevpubrúnirnar koma út úr eins og beinbrot út úr holdi. Og allur er geymirinn hinn ófjelegasti á að líta. Útlendir sjóliðsforingjar voru komnir þarna til að skoða Leifs- styttuna um leið og jeg var þar. Þeir voru hreint orðlausir um smekkvísi íslendinga og ræktar- semi við þá kærkomnustu viður- kenningu, sem þeir fengu á Alþing- rshátíðinni, og veit jeg nú ekki á hvort þeim varð starsýnna, minn- ismerkið sjálft, eða vatnsgeymirinn og umhverfið. Þrátt fyrir alla vörslu er ekki sjón að sjá fótstallann. Hann er flekkóttur af kámi úr fötum drengja, sem hafa verið að klifra á honum. Leirklessur voru í áletr- uninni og skotið dökkt af ryki, svo að ekki sá litinn á steininum. Jeg er ekki að álasa Gísla fyrir slælega vörslu. í raun rjettri er hann &kki vörður Leifsstyttunnar. Vörður hennar er íslenska þjóð- in öll, og álit hennar er í veði út af því hvernig hún fer með þessa vinargjöf frá mesta stórveldi heims ins. Á. Ó. ^ ^ ^ Dótnari nokkur sagSi svo frá: —Hjerna um daginn var jcg aö yfirheyra innbrotsþjóf og fjelaga hans. Þeir höfðu stolið eldavjcl og falið hana uppi á lofti i bílskúr, cn ftað þurfti fjóra rnenn lil þess að ná henni mður aftur Jeg spurði hvernig þeir hefði faríð áð þvi tveir að kötna hetitti bángað, og þá sggði höfuðpaur ínn: „Það skal jeg segja yður dóm- ari. Maður er sterkari þegaf máour er stels“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.