Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1948, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1948, Side 4
432 - s •xm-rx, LESBÓK MORGUNBL'AÐSINS næst Eystrasalti og fórum því um Wismar og Sternberg. Síðan fórum við ýmsa krókavegu til suðvesturs fram hjú vötnunum Plauer, Kölpin og Miiritz. Eins og vant var var mikil umferð á vegunum og , Tief- flicger“ alls staðar á ferðinni. Þó versnaði enn er við komum á aðal- veginn milli Neustrelitz og Berlín. Flóttinn frá höfuðborginni var í al- gleymingi, og hermenn og borgar- ar ruddust fram á vegunum. Allir virtust öi'vílnaðir og skeyttu lítt um að hliðra til fyrir útlendum bílum, sem komu á móti straumnum. % Riissar á næstu grösum. Þegar til Ravensbruck kom feng- um við þá fregn að Rússar hefði lokað leiðinni til Berlín. Oranien- burg var fallin og eins Nassenheide, þar skamt fyrir norðan. Yfirmanni fangabúðanna leist ekki á blikuna. Ef Rússar sækti til norðurs frá Nassenheide gátu þeir komist til Ravensbrúck á tveimur stundum, því að á þeirri leið voru hvorki her- sveitir nje hindranir, er gæti tafið fyrir þeim að neinu ráði. Þó var sennilegra að framsóknar broddur- inn nyrðri mundi sveigja suðvestur á bóginn til þess að ná sambandi við herinn, sem kominn var til Potsdam og umkringja höfuðborg- ina þannig að fullu. Það gat því dregist um nokkra daga að Ravens- brúck felli Rússum í hendur. Yfirmaðurinn sagði að það væri best að við tækjum fangana þegar í stað og legðum á stað. Reynslan að undanförnu hafði sýnt okkur hve hættulegt var að aka í myrkri, Ljóslaust var ekki hægt að komast áfram á vegunum, sem voru fullir af fólki, en að nota bílaljós var sama sem að benda flugmönnuín bandamanna á sig. Yfirmaðurinn sagði að þetta væri ástæðulaus ótti, því að „Tiefflieger“ væri ekki hættulegir. Jeg spurði hann þá hvort hann hefði sjeð breska flug- vjel gera árás á stuttu færi, en þá kom í ljós að það voru aðeins rúss- neskir flugmenn, sem höfðu gert árásir þarna í grend. Og hann var ekki sjerlega smeikur við þáj „þess ar bækluðu endur“, eins og hann kallaði þá Við vissum ekki hvað hæft var í því, sem hann sagði Hitt vissum við að leið okkar hlaut brátt að liggja um vegi þar sem flugmenn Vesturveldanna gerðu á- rásir. Og við höfðum sjeð nægilaga mörg dæmi um hina ótrúlegu skot- hæfni bresku árásarflugvjelanna til þess að okkur langaði ekki til þess að hætta bílalestinni undir árásir þeirra. Um bjartan dag gátum við vænst þess að þeir hlífðu okkur vegna fána og merkja bifreiðanna Og um dag var líka hugsanlegt að láta fólkið flýja úr bílunum, en það var ekki hægt í náttmyrkri. Við harðneituðum því að fara fvr en með morgni og báðum yfirmanninn að sjá um næturgistingu fyrir okk- ur. Ilöfðingjadtkur. Það gekk eins og í sögu Hinir óbreyttu leiðangursmenn fengu inni í stórum skála, en yfirmönn- unum var fengið íbúðarhús til um- ráða. Einn af fulltrúum höfuðs- mannsins var okkur fenginn til að- stoðar. Jeg óskaði þess að hann út- vegaði hjúkrunarkonunum sjer- stakt herbergi. Hann fór og kom aftur með þau skilaboð að þær gæti fengið svefnhús SS-kvennanna. En jafnframt spurði hann hvort nokk- ur hæfa væri í því að ein hjúkrun- arkonan væri greifynja. Jeg vissi það að systir María var gjörsneidd allri mikilmensku, því að hún hafði ekki einu sinni viljað að við köll- uðum sig greifynju. En þegar jeg sá hvað Þjóðverjinn var „þienustu reiðubúinn“, gat jeg ekki neitað mjer um þá ánægju að skýra hon- um frá því, að ein af systrunum væri eigi aðeins greifynja heldur og bróðurdóttir Svíakonungs. Þetta þótti honum meira en lítil tíðindi. Og nú var ekki um það að tala að þær væri í herbergi SS-kvennanna. Hann flýtti sjer burt til að útvega þeim sæmilegri vistarveru. Og það var auðsjeð, að hann hafði rekið helstu kvenforingjana úr rúmi, því að nú stóð til boða skrautlegt her- bergi með silkirúmfötum, speglum og öllum nauðsynjum handa systur Maríu. Hinar tvær fengu líka ágætt herbergi fyrir sig. Fangabúðirnar. í dögun gátum við farið-að skoða fangabúðirnar. Þær voru í tveim- ur deildum, eins og venjulega Um- hverfis bækistöð yfirmanna voru ágæt íbúðarhús fyrir starfsmenn, umkringd blómabeðum og rósa- runnum. Þessi hluti fangabúðanna minti helst á snoturt sænskt þorp. En hinn hlutinn var eftir venju, langir skálar í röðum. Þarna voru engir rósarunnar. Þarna var alt til- breytingalaust, grátt og ömurlegt, Milli þessara skálaraða var fjöldi kvenfanga og voru þær allar í hin- um venjulegu svartröndóttu fanga- fötum. Að þessu sinni voru það aðal- lega franskar konur, sem við feng- um leystar úr haldi. Þær voru ekki sjerlega vel aldar, enda fór lítið fyrir þeim. Við gátum sett 800 í hina tuttugu bíla. Þrátt fyrir alt mótlætið höfðu þær þó haldið glað- værð sinni. Við höfðum aldrei haft jafn káta farþega síðan við skild- um við landa þeirra í Theresien- stadt. Folke skildi nú við okkur og fór á undan til Lúbeck, en Danziger og Ankercrona urðu eftir í fangabúð- unum. Þeir áttu að undirbúa flutn- ing annars hóps. Við skildum eftir vörubíl, svo að þeir gæti flúið, ef þörf gerðist.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.