Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1948, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1948, Side 6
434 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS arnir stóðu yfirgefnir á vegbrún- unum. Stundum reyndi þýskur bíll að smeygja sjer inn á milli okkar, en annaðhvort jukum við þá hrað- ann og ókum hann af okkur, eða við heldum kyrru fvrir og ljetum hann aka á undan. Múgflótti. Undir kvöld nálguðumst við veg- inn til Berlín, og þá hurfu flug- vjelarnar. Þjóðverjar dirfðust þá að fara á kreik og við lentum inni í ægilegum umferðarþrengslum. Þar voru hersveitir á undanhaldi og flóttamanna straumur frá Ber- lín. Höfuðborgin hafði nú verið um kringd og hermenn og borgarar, sem hafði tekist að flýja áður, leit- uðu nú æðisgengnir norður á bóg- inn. Þarna voru öll farartæki not- uð, jafnvel slökkviliðsbílar og hengu menn þar á stigum og slöng- um. Þeir, sem komust ekki á vagna, voru fótgangandi og margir með handkerrur. Við, sem vorum áhorf- endur að þessum æðisgengna f jölda flótta, með óvinaflugvjelar vofandi yfir sjer, gátum gert okkur'í hug- arlund hvernig umhorfs var á veg- unum í Belgíu og Frakklandi vorið 1940. Nú var sá tími kominn að Þjóðverjar uppskáru það, sem þeir sáðu þá. Okkur miðaði hægt. Þegar myrkr ið skall á áttum við enn nokkrar mílur ófarnar. Jeg fann skógargötu þar sem við gátum haft vagnana. Ætluðum við nú að reyna að fá dálitla hvíld, en þegar við vorum nýsofnuð, vorum við vakin af þýsk um liðsforingja, sem kvaðst þurfa að komast þarna eftir veginum með stóra flutningalest, og sjer lægi mik ið á. Jeg reyndi að sýna honum fram á að flutningalestir þyrfti ekki að fara vegu, þær færi venju- lega utan vega. En hann vildi ekki hlusta á mig, hann þyrfti að kom- ast áfram undir eins. Það v’ar því ekki um annað fyrir mig að gera en vekja dauðþreytt fólkið og rýma fyrir honum. Við fundum hliðar- veg þar nærri, en það var erfitt að flytja vagnana þangað í kolniða- myrkri. í dögun ókum við seinasta áfang- ann til fangabúðanna, og komum þangað um sjöleytið. Það var ekki hægt að hitta yfirmanninn fyr en seinna og við urðum því að bíða. Jeg átti tal við fulltrúa hans. en hann hljóp frá mjer og skiidi mig einan eftir í skrifstöfu sinni Út um gluggann mátti sjá niður vfir fanga búðirnar. Skálarnir voru óteljandi. Litlu seinna kom yfirmaðurinn. Hann var áhyggjusamlegur og helt að nú mundu Rússar koma, úr því að þeir hefði umkringt Berlín. Það mátti eiga von á þeim á hverri stundu. Hann vildi því koma eins mörgum burt úr fangabúðunum og unt væri. Jeg var ákveðinn í því að fara með eins marga og mjer væri unt. En svo skvldi yfirmaðurinn senda eins marga og hægt væri með járn- brautarlest til Lúbeck. Hann bjóst við að geta sent þannig nokkrar þúsundir Janga seinna um daginn. En það var alveg óvíst hvort þá væri hægt að komast frá fanga- búðunum. Til vonar og vara ætl- aði hann að senda burt alla þá, sem færir voru um að fara fótgangandi. Þennan morgun var ólga í Rav- ensbrúck. Það mátti glögt sjá á öll- um umsjónarmönnunum, að þeim var ekki orðið um sel, og hin prúss- neska regla og agi var við það að bresta. Föngum smalað. Samkvæmt fyrirmælum áttum við fyrst og fremst að taka konur frá Vestur-Evrópu. Frönsku kon- urnar, sem seinast voru með okk- ur, höfðu skýrt frá því, að margar fársjúkar franskar og belgiskar konur væri enn í fangabúðunum. Þeim þurftum við að bjarga, en það var enginn hægðarleikur. Yfirvöid- in vildu ekki sleppa þeim, sem verst voru á sig komnar. En við liöfðum lista með nöfnum nokk- urra þeirra, og heldum fast við kröfu okkar um að fá þær leystar. Stenström læknir elti herbúðalækn irinn fram og aftur og kom með hvern sjúklinginn á eftir öðrum, og að lokum höfðum við fengið nær sjötíu rúmliggjandi fanga. Jafn- hliða fengum við hóp af hraustum hollenskum konum. Þær sögðu okk ur að um tuttugu aðrar hollenskar konur væru í vinnu nokkra kíló- metra austan við fangabúðirnar, og báðu okkur innilega um að skilja þær ekki eftir. Auðvitað kom okkur ekki til hugar að skilja þær eftir Og vegna þess að jeg gat ekki náð í höfuðsmanninn þá þegar, sendi jeg bíl þangað og sagði bílstjóran- um að segja að hann væri kominn samkvæmt skipun höfuðsmannsins til að sækja konurnar. Einhvern veginn komumst við að því, að enskar konur væri þarna í herbúðunum. — Höfuðsmaðurinn vildi ekki kannast við það í fyrstu. En hollensk hjúkrunarkona skvrði okkur frá númeri og nafni enskrar konu. Danziger var sendur á stað og honum tókst að finna konuna. Og með aðstoð hennar fundum við þarna 22 enskar og amerískar kon- ur. Mestur hluti farþega okkar var annars pólskar konur. Ótrúlega margar, eða ekki færri en fimtíu, voru með ungbörn, fædd í fanga- búðunum. Og svo voru þær ekki svo fáar, sem áttu von á að fjölgaði hjá sjer bráðlega. Þetta var und- arlega mikil viðkoma í fangabúð- um, þar sem eingöngu voru konur. Jeg spurði SS-mann hvernig á þessu stæði, en hann fitjaði upp á trýnið og mintist á „heilagan anda“. Danziger helt að þessar konur væri nýlega komnar til fangabúðanna og hefði verið handteknar óljettar. En

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.