Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1948, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1948, Qupperneq 12
440 LJESBOK MORGUNBLAÐSINS sagt mjcr, að jeg skyldi ekki hika við að kalia i sig, ef jeg heldi, að hún gæti gert eitthvað fyrir mig. Afklæðst Eftir augnablik birtist önnur stúlka, sem sagði, að rakari biði eítir mjer. Hun sagði mjer að klæða mig úr jakkanum og taka af mjer hálsbindið, ei' jeg vildi. Þetta gerði jeg, og fór hún ekki fram á, að jeg tíndi af mjer fleiri spjarir, en fekk mjer málmnúmer, sem ávisun á íötin min. 1 þessu kom miðaldra rakari til mín og bauð mjer að fylgja sjer. Hann fór með mig inn í miðjan sal- imi hægramegin og bauð mjei sæti i þægilegasta rakarastólnum, sem jeg lief á ævi minni komist i. Eftir þetta tók rakarinn til ó- apilltra malanna að þekja mig all- an rneð hvítu ljerefti og vefja mjúku efni um hálsinn á mjer. — Síðan byrjaði hann að klippa. Sjálf klippingin var ósköp lik þvi sem gerist og gengur að þvi undan- skildu þó, að hann skifti hárinu alltaf rjett, en það lield jeg liafi ekki komið fyrir mig áður á rak- arastofu. Venjulegast er það svo, að rakarinn klippir, skiftir og greið ir, og strax og jeg er kominn út af rakarastofunni flýti jeg mjer ein- livers staðar inn, þar sem jeg get greitt mjer sjálfur. Nú var rjett skift. / Annað atriði, sem mjer þotti at- hyglisvert í sambandx við klipping- una, var að rakarinn notaði greiðu, sem hann tók úr skáp hjá sjer. Hún var í lokuðum pappírsumbúðum og \ arð hann að rífa utan af henni til að geta notað hana. Siðan þvoði hann greiðuna upp úr sjóðandi vatni, sem bullaði í þar til gerðri krukku fyrir frarnan okkur. Eftir að hann hafði klippt hárið þurt, bleytti hann það og setti í það feiti Að því loknu fleygði hann greið- unni 1 ruslakörfu og tók aðra út ur skápnum fína og íór eins með liana og þá fyrri, reif utan af henni, þvoði, notaði og fleygði henni síð- an. Raksturinn Og nú hóíst raksturinn! Fyrst var skift um hvítu dúkana, sem höfðu verið vafnir um mig. Siðan var rakarastólnum liallað ai t- ur á bak. svo jeg horfði beint upp í loftið. Þar næst smurði rakarinn sterkri mentholfeiti framan í mig, og að vörmu spori kom hann með allheitan klút, sem hann skelti framan i mig. Þannig var skinnið á mjer í mentholfeitibökun i eina eða tvær mínútur. Strax og heiti dúkurinn var tek- inn aí andlitinu byrjaði rakarinn að smyrja volgu, og ilmandi rak- kremi framan í mig. Hann nuddaði það all lengi inn í húðina og eftir að hafa skolað aí höndum sicr tók hann heitan rakhníf og byrjaði að skafa niður kjálkana. Það er dálitið skrítin tilfinning, sem gripur mann, þegar maður veit að verið er að raka sig, en manni finst hins vegar, að stöðugt sje ver- ið að klappa sjer í andlitinu. En svona var það. Mjer fanst rakarinn langtum frekar vera að klappa mjer með einhverju mjúku, volgu stvkki en að vera að skcra af mjer skegg- ið. Eftir að þannig var búið að „strjúka af mjer skeggið“, kom rak- arinn aftur með heita, þykka, blauta klútinn og iagði hann frain- an í mig. Þar la hann nú í a. m. k. þrjár mínútur. Síðan kom rakarinn aftur, tók af mjer heita klútinn og skelti á mig köldum klúti. . „Þetta er bara til þess að vekja yður, ef þjer hafið verið farinn að verða syfjaður“, sagði hann bros- andi. Eftir að kaldi klúturinn hafði legið í andliti mjer um stund þerr- aði rakarinn mig með mjuku klæði og' burstaði mig í framan með ilm- andi talkúmi. í þessu kom ein snyrtistúlkan til olikar og sagði: „Á jeg ekld að sverfa og lakka neglurnar yðar?“ „Nei, takk,“ sagði jeg og fannst þessi spurning móðgun við karl- menn yfirleitt.... En þegar jeg leit i kringum mig i'anst mjer, að jeg gæti ekki álasað stúlkunni, því fimm eða sex menn í rakarastof- unni voru að láta fægja og lakka á sjer neglurnar. llvað kostar það? „Er það nokkuð fleira?“ spurði rakarinn. „Ekkert,“ svaraði jeg. Hann skrifaði þá eitthvað á nótu, fjekk mjer liana og sagði mjer að íramvísa henni til brosandi stúlk- unnar með svarta hárið, stóra munninn og brúnu augun, sem liafði tekið á móti mjer í dyrun- um. Iiún bað mig um málmnúmerin mín og kom aftur að vörmu spori með jakkann minn og bindið, linýtti bindið á mig með orðunum „Windsor, eða venjulegan?“ „Windsor“, sagði jeg, og svo batt hún á mig Windsorhnút. Síðan klæddi hún mig í jakkann og fylgdi mjer til annarrar stúlku, sem sat brosandi fyrir íraman peninga- kassa. „Eruð þjer nú vissir um, að það sje ekkert fleira, sem jeg get gert fyrir yður?“ spurði brosandi stúlk- an með stóra munninn. „Ekkert meira,“ svaraði jeg. „Blessaöir og sælir þá,“ sagði hún, „og verið velkomnir hingað aftur.“ Með það og nokkurt þjórfje fór hún að sinna öðrum viðskipta- viui. En nú var stóra stundin runnin upp. Hvað hafði vinur minn ekki sagt?.... „Ræningjastofnanir“.... Já, jeg stóð nú framrni fyrir bros-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.