Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1949, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1949, Qupperneq 5
Lítum svo til Asíu, þar sem þjóð ir hafa lifað sínu eigin li'fi og ekki haft neitt samneyti við oss Þar munum vjer reka oss á sömu sög- una. Hin forna kínverska menn- ing smáhrörnaði og fór um koll þegar ríkið sundraðist um 200 ?r- um eftir Krist. Það mætti benda á tuttugu aðr- ar menningar, sem annað hvort eru liðnar undir lok, eða komnar að fótum fram. Þetta er síður en svo hughreyst- andi. Jeg fæ ekki betur sjeð en að sú eina menning sem nú verð- ur ekki sagt um að sje í hrörn- un, sje menning vor sjálfra, hin vestræna menning. En hvaða ályktanir má þá droga af þessari hrakfallasögu mannkyns ins fyrir vora eigin menningu? Er hún komin að hruni? Jeg held ekki, en til þess að fá ákveðið svar, verðum vjer að at- huga hvaða orsakir lágu til þess að eldri menningar hrundu til grunna, og hvort vjer getum sneitt hjá þeim, svo að þær verði ekki vorri menningu að fótakefli. Jeg held að styrjaldir hafi ætíð verið orsökin að hruni hverrar rpenningar. í hvert skifti, sem einhver menn ing hefir kollvarpast, hafa verið styrjaldir milþ þjóða. Og þótt einliverri menningu hafi tekist að lokum, áður en hún hrundi að losa sig við styrjöld, þá hafa eftir- köstin jafnvel orðið enn verri en styrjöldin. Það hefir verið venjan að úti- loka styrjaldir með því að afmá þau ríki, sem hafa borist á bana- spjót. Þetta heíir gerst bannig að eitthvert ríki hefir borið ægis- hjálm yfir hin, og afmáð þau í þeim tilgangi að koma á alheims- friði. Augljósasta dæmið um þetta er það hvernig rómverska keisara- ríkið barði gríska ríkið til friðar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS " TT' 5 En samskonar atburðir hafa gerst í Kína og víðar. Gallinn á hinum rómverska friði er sá, að hann kemur of seint og er of dýrkeyptur. Hann kemur ekki fyr en stríð hefir verið háð til úr- slita og þjóðirnar eru flakandi í sárum. Slíkur friður er því ekki til annars en draga það dálítið á langinn, að hrörnandi menning hrynji til grunna. Hann getur ekki bjargað menningunni. Nú er þetta spurningin um vora eigin menningu: Á að halda áfram uppteknum hætti að brjóta þjóðir á bak aftur til þess að vemda frið- inn? Eða getum vjer fundið eitt- hvert annað ráð gegn styrjöldum? Síðan fyrri heimsstyrjöldinni lauk höfum vjer leitast við að skapa einingu og frið með gagn- kvæmri undanlátssemi og sam- vinnu, í stað þess sem áður var, að brjóta þjóðir á bak aftur. Ef þetta gæti blessast, þá höfum vjer náð árangri, sem engri fyrri menn- ingu hefir heppnast að ná. og þá væri hafinn nýr þáttur í sögu mannnkynsins. Vjer skulum því haldi fast við þessa stefnu til þess að verjast yf- irvofandi falli. Eigi megum vjer loka augum fyrir hættunni og glúpnum eigi þótt hún berji að dyr- um. Vjer skulum snúast alt öðru vísi við henni heldur en áður hefir verið gert, það er eina vonin til að bjarga menningunni. Vjer erum ekki dauðadæmdir. Vjer erum vorrar eigin gæfu smið- ir. Það er hlutverkið, sem bíður vor. V ií V ^ i/ Vjer trúum í blindni á tölur, og því fer sem fer. Eða hafið þið ekki heyrt sorglegu ^ög- una um manninn, sem druknaði í læk, er var aðeins tvö fet að meðaltali á dýpt? - Molar - Fyrir rjetti. Verjandi sakbornings, sem er ákærður fyrir mnbrotsþjófnað, segir: — Herra dómari. Jeg mótmæli því að skjólstæðingur minn hafi brotist inn í húsið. Hann kom þar að opnum glugga og teygði hægri höndina inn um hann og náði þar í nokkra lítils- verða gripi. Nú er hægri hönd hans ekki hann sjálfur, og jeg fæ ekki sjeð hvernig þjer getið dæmt hann fyrir það sem hönd hans gerir. — Þetta er prýðilega mælt, sagði dómari. — Og samkvæmt því dæmi jeg hægri hönd mannsins til ársvist- ar í betrunarhúsi. Hann ræður því hvort hann vill vera þar hjá henni eða ekki. __ Þá hló sakborningur, tók af sjer hægri handlegginn (sem var gerfi- handleggur) lagði hann ó borðið fyr- ir framan dómarann og gekk út. ★ Maður nokkur í Bandaríkjunum og dóttir hans voru á skemtiferð í hest- vagni. Þá rjeðist stigamaður á þau. Maðurinn hvíslaði að dóttur sinni: „Feldu demantsarmbandið þitt uppi í þjer“. Hún gerði það. Stigamaðurinn tók alt fjemætt af þeim og ók svo burtu í vagninum, en þau stóðu þar eftir. Þá sagði faðirinn: „Það er ljóta ólánið að mamma þín skyldi ekki vera með, þá hefðum við bjargað hestinum og vagninum Hka“. ★ Pjetur- — Er það ekki sárgræliiegt að konur skuli aldrei geta gleymt gift- ingardeginum sínum? Sveinn: — En maðurinn gleymir honum altaf. Hvernig skyldi standa á því? Pjetur: — Það ættir þú að skilja sem sjómaður. Altaf manstu hvaða dag þú veiddir stærsta þorskinn. Sveinn — Já — en — — Pjetur: — En þorskurinn — held- urðu að hann muni eftir því? ★ Það er sumsstaðar venja að afhenda börnum fyrsta daginn í skólanum eyðu- blað með ýmsum spurningum viðvíkj- andi heimilum þeirra og eiga foreldrar að útfylla það. Einu sinni skilaði lítil stúlka þessu eyðublaðí með þessum upplýsingum frá móður sinni: — Við eigum 18 börn. Maðurinn minn smíðar líka borð og stóla.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.