Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1949, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1949, Blaðsíða 2
366 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS koma ýtunni upp á bílinn. Jeg ók nú á undan til að athuga veginn. Þá var stórrigning, himin- inn dimrnur, vegurinn rennandi blautur, gróður hnípinn, en skinn- blautar skepni r húktu í skjóli. Segir svo ek' i af ferðinni fyr en kom austur á Llatholt á Núpsháls- um, en þar opnast útsýn til austurs. Það er þegar auðsjeð, að Þiórsá hefur ekki vaxið mikið, og bendir það til þess, að þessi stórrigning hafi ekki náð yfir stóran hluta af vatnasvæði hennar. En það er ann- að óvenjulegt við hana. Hún var dökkmórauð eins og mold á litinn við vesturlandið, sjerstaklega fyrir ofan Þverá. Jeg gat ekki áttað mig á þvi þegar í stað hvernig á þessu stóð. En þegar jeg kom upp að Stekktúnslæknum í Haga, sá jeg fyrst og fór að átta mig á hvað gerst hafði, þótt mjer dytti ekki í hug að náttúruhamfarirnar hefðu verið jafn stórkostlegar og síðar kom í ljós. Hjer ætla jeg að skjóta inn frá- sögn Haraldar bónda í Haga eins og hann lýsti þessum ósköpum fvr- ir mjer: Frásögn hóndans í Haga „Jeg var að losa vothey af bíl í súrheysgryfju, sem er í hlöðuhorni við bæinn. Þar rjett hjá er bílskúr. Við ílýðum inn í skúrinn þegar fyrri holskeflan reið yfir og var það milli kl. 15 og 16. Stóð sú hrvðja í hálfa stund og var svo svæsin, að við treystum okkur ekki að fara úr skúrnum og hlaupa inn í bæinn. Þegar þessum ósköpum ljetti var þó enn ofsaregn, eins og það getur mest orðið venjulega á þessum slóð um. Við fórum þá inn í bæinn og heldum að nú væri hið versta af- staðið. En svo var ekki, því að milli kl. 16 og 17 kom annað skýfall, öllu meira en hitt, og þá urðu jarð- skemdirnar. Bæjarlækurinn, sem er örlítil fjallalind venjulega, komst nú í trylling með vatns- flaum, aurburði og grjótflugi og bar bæði urð og aur yfir nokkurt svæði af nýræktarílöt. Jeg sagði þegar, að ef slíkt úríelli væri vest- ur að Þjórsá, þá mundi vatnið hafa sópað burtu öllum vegaruppfyll- ingum í giljunum þar, enda þótt þær sje sumar alt að 4 metra háar með rjettum fláa og grasi grónar.“ Landspjöll og vegarspjöll í giljunum hjá Þverá sá hvergi missmíð á vegi eftir úrfallið En Stekktúnslækurinn, sem er venju lega aðeins smáspræna, hafði nú brotist fram með malarburði og grjótílugi yfir ræsið og um 20 metra vegarkafla. Þarna hefur komið morið í Þjórs- á, hugsaði jeg með mjer. Nei, ekki alt, því að áin er jafn mórauð þar fyrir ofan. Það kemur lengra að. Jeg mæti áætlunarbíl frá Sel- fossi. Hafði hann verið sendur til að sækja fólkið, er tept var fyrir innan. Sagði bílstjórinn mjer að ógangandi væri eftir veginum norð- an á Gaukshöfða fyrir urð og aur. Fór jeg þá að verða efablandinn um það, að lítil ýta mundi geta opnað leiðina inn í Þjórsárdal á 6—8 stund um, eins og jeg hafði fyrst giskað á. Einu sinni síðastliðin 18 ár fellu 14 skriður á Bringuveginn á þess- um tíma árs, og höfðu það orðið nokkur dagsverk með handverk- færum að gera veginn færan aftur. Það hafði jeg haft í huga er jeg giskaði á hve mikið verk væri að gera við skemdirnar nú. Mjer varð litið upp í Hrafna- bjargabrekkur fyrir ofan bæinn í Haga. Þar tel jeg 20 jarðrispur eftir vatn, sem hafði flutt með sjer grjót og aur í bæarlækinn og svo niður á tún og niður fyrir þjóðveg. Það verður að aka hægt inn eftir því að vegurinn er skemdur á köfl- um og þungfær eftir hið ofsalega úrfelli, sem nú hefur að vísu mink- að. Jeg held áfram inn á Gauks- höfða. Þar er jeppabíll Jóhanns á Skriðufelli. Hann mun fyrstui ma'nna hafa farið um þennan veg- arkafla eftir skýfallið, en komst ekki lengra þótt á jeppa væri. Og lengra kemst jeg þá ekki heldur á bíl. Helt jeg svo áfram fótgangandi en brátt varð fyrir mjer 40 metra breið aurskriða. Náði hún alla leið frá efstu brún fjallsins og niður i Þjórsá, og mátti heita áfær. Áfram helt jeg þó inn að Skorragili. Þar er nú urð, sem ágætur vegur var áður. Jeg varð undrandi og hugsa: Þessu trúir enginn maður, sem ekki sjer, hversu rjett sem reynt verður að segja frá. Áfram er haldið inn með Stein- kerjum og inn að nautagirðingu, sem þar er. Þar er fólk frá Ásólfs- stöðum og Skriðufelli að gera við girðinguna. Nautið, sem áður var meinlaust, er orðið trylt af hræðslu og bræði. Það hefur ærst af ham- förum náttúrunnar. Piltar sögðu mjer að það væri álitamál, hvort það hefði borgað sig að grafa bola upp með handverkfærum, ef hann hefði legið í einni dýpstu lautinni. sem nú var hálf full af aur og grjóti. 136 skriður Á leiðinni inn eftir hafði jeg rejhit að kasta tölu á skriður þær, sem sáust af þjóðveginum og lætur nærri að tala þeirra hafi verið þessi: Frá Haga að Líknarlæk 16, frá Líknarlæk að Bringu um 100, eða alls í Hagalandi 136, þegar tald- ar eru með skriðurnar í Hrafna- b j argabrekkum. Vatnið kom í fossi fram af Líknarbjörgum Haft er eftir Jóhanni á Skriðu- felli, að þegar hann ók inn Haga- flatir hafi sjer sýnst fossa alls

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.