Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1949, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1949, Blaðsíða 4
.368 * LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS Þór Gr. Víkingur: SUMARDVÖLí FÆREYUM ÞEGAR sumarfríin hefjast, hafa margir áhyggjur af því hvernig best verði varið tímanum. Flestir eru þó sammála um, að sjálfsagt sje að losna við rykið á götum Reykjavíkur og fara eitthvað út úr baejjum. Hugsunin ieitar í ýmsar áttir, því um marga fagra staði er að velja á íslandi. Þetta fullnægir þó ekki lengur útþrá fólksins — sjerstaklega þó æskunnar. Á þessu sumri hafa margir varið sumarfrí- inu til skemmtiferðalags til út- landa, aðallega Englands og Dan- merkur. Jeg ljet mjer þó nægja aí fara til Færeya. Orsökin til þess var sú, að jeg hafði töluvert kynst færeyskum fiskimönnum er stufiduðu fiskveiðar á sumarvertíð- inni frá Vattarnesi við Reyðarfjörð þegar jeg var bóndi þar. Þessir menn voru flestir frá Leirvík og átti jeg vissar góðar viðtökur hjá þeim, og þangað var för minni fyrst og fremst heitið. Jeg lagði af stað með m.s. Drotn- ingunni að kvöldi 15. júní s.l. og var kominn til Þórshafnar í Fær- eyum kl. 3 e. m. á laugardag eftir 40 klukkustunda siglingu í blíðskap arveðri. í Þórshöfn varð aðeins stundar bið, fór jeg þaðan með strandbát er siglir áætlunarferðir frá Þórshöfn að Strendur við Skála- fjörð. Þaðan fór jeg svo í bifreið til Leirvíkur og var kominn þang- að kl. 6 að kvöldi sama dag. Leirvík Leirvík er snoturt sjávarþorp Þar er þó lítið undirlendi, en grasi- grónar hlíðar upp á efstu brúnir. Eru þar slægjulönd góð en bratti svo mikill að víða eru grasigrónir hleðslugarðar hver upp af öðrum, sem gerðir hafa verið til þess að minka hallann. Útsýn til hafsins milli tveggja sæbrattra eya með hvössum tindum, er dásamleg, og hef jeg hvergi sjeð fegurra sólarlag en þarna í kvöldkyrðinni. Munu Leirvíkingar kunna vel að meta sinn fagra heimareit, og „una glað- ir við sitt“. í þorpinu eru nú um 500 manns og fólkinu lítið eða ekki fækkað á síðustu árum,enda aug- ljósar framfarir hvert sem litið er. Allmörg myndarleg steinhús eru nýlega bygð eða í smíðum. Einnig er að mestu lokið smíði ca. 140 m. langrar steinsteyptrar bryggju með skjólgarði er að hafi veit, og er því bryggjan jafnframt hin nauðsynlegasta hafnarbót. Á næstu árum er í ráði að byggja öfluga rafstöð í Straumey við svokallaða Fossá og leiða rafmagn þaðan til næstu kauptúna þar á meðal Leir- víkur. Þá er og verið að gera nýa vatnsleiðslu fullkomnari en áður var. Myndarleg kirkja og vel við haldið er á staðnum; mun hún rúma á þriðja hundrað manns í sæti. Er þetta útkirkja frá Fugla- firði og þar á presturinn heima. Aðal atvinnuvegur Leirvíkinga er sjósókn, eins og alls staðar í Ey- um. Skipa- og bátaeign þeirra þorps búa er nú: 1 skúta 100 tn., 1 mótor- bátur 80 tn., 5 bátar 40—50 tn. og 30 trillubátar. Hefur skútan og stærsti báturinn verið að veiðum við Grænland, en hinir stunda veiðar heima nema dekkbátarnir 5, sem fara venjulega eina veiðiferð til íslands í ágústmánuði. Trillurn- ar fiska heima. Fiskveiðar við Ey- arnar glæddust á stríðsárunum, en virðast nú vera þverrandi síðustu ár vegna ágengni erlendra togara. Jafnframt sjávarútveginum hafa Leirvíkingar drjúgar tekjur af land búnaði. Flestir hafa eina kú eða fleiri og samtals er kúaeignin um 60. Sumir hafa og nokkrar ær og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.