Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1949, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1949, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 379 stæða að kenna stjörnunni um þau spjöll, sem fallbyssukúlan olli En þó hefði þessi litli geisli, sem kvikn aði löngu áður, eiga jafn mikinn þátt í skotinu eins og tundrið. Eigi getum vjer heldur skelt skuldinni á verkamennina, sem framleiddu tundrið, eigi á efnafræð ingana, sem fundu það upp, eigi á þann, sem bygði verksmiðjuna eigi á þann, sem lagði fram fje til henn- ar, nje heldur á foreldra þeirra eða forfeður. En þó eru allir þessir aðiljar orsök þess, að skotinu var hleypt af, og ábyrgðin færist lengra og lengra aftur á bak alt að sköoun heimsins. Þannig komumst vjer að leiðar- enda. En þá er málið líka komið á annað svið. Vjer sjáum að þýðing- arlaust er að rekja þannig. Orsak- arinnar verður að leita í tilgangin- um með því að finna upp tundrið, smíða fallbyssuna og hleypa skot- inu af. Ef orsökin væri ekki þar, þá hefði aldrei verið til nein fall- byssa, ekkert tundur, engin kúla, engin kveikja. Þá hefði ekki verið unnið samhuga að því marki, að geta hleypt af fallbyssuskoti. Þannig er það, að hvert fvrir- bæri, breytni eða hugsun, sem óhjákvæmilega hlýtur að leiða annað fyrirbæri af sjer, má skoð- ast sem orsök þess. Að öðru leyti er þetta ekki annað en keðja fyr- irbæra í tímans rás. Og þá er orð- in vafasöm sú merking, sem vjer leggjum vanalega í orðið „orsök“. Þegar ekki er tekið tillit til nátt- úrufyrirbæra, heldur þeirra, sem maðurinn stendur að, þá verður að telja tilgang hans, vilja hans, sem orsök. En sú orsök er ekki annað en hlekkur í keðju annara orsaka, svo að orðið missir alveg merk- ingu sína. Þetta verður og enn augljósara ef vjer tökum náttúrufyrirbærý sem gerst hafa á óralöngum tíma, t. d. allt frá því að jörðin var að myndast. Þar getum vjer ekki fundið frumorsök í vilja, nema því aðeins að vjer flytjum oss af vís- indasviðinu inn á trúarsviðið. Það er þess vegna að efnishyggjumenn- irnir afneita frumorsök og kalla alt tilviljun. En þessi kenning er ekki fullnægjandi og leiðir til al- varlegra mótsagna, sem menn hafa yfirleitt gengið þegjandi fram hjá til þessa. Hjer hefir þá verið drepið á sumt af því er við kemur skilningi martnsins á heiminum. Vjer höf- um sjeð, að ef vjer leitum ástæð- unnar fyrir gerðum mannsins, þá er hún sálræns eðlis, að svo miklu leyti, sem vjer getum dæmt um það, sem ekki er efnislegt. Efnis- hyggjumaðurinn segir hiklaust að sálræn fyrirbrigði sjeu algjörlega efnisleg, því að þau eigi upptök sín í heilafrumunum. En vísindunum er ekki lengra komið en svo, að vjer getum ekki mælt á neina kraft vog þá hugsun eða hugarfar, sem orkar á viljann til dáða, og þaðan af síður að greina ástæðuna fyrir því hvers vegna menn velja milli tveggja ákvarðana — annarar, sem byggir upp, hinnar, sem rífur nið- ur, annarar góðrar, hinnar illrar. En frá mannlegu sjónarmiði skift- ir það mestu. Til eru þeir menn, sem altaf kjósa hið rjetta, og breyta rjett, þótt þeir bíði tjón við það og leggi heilsu sína og jafn- vel líf í sölurnar. Aðrir, sem hugsa aðeins um sinn stundarhagnað, eða fara eftir löngun sinni, breyta rangt. En ef vjer hugsum oss það, að einhvern tíma muni verða hægt að mæla hugsanastyrkleikann hjá hvorum fyrir sig, þá mundum vjer verða litlu nær, því að efasamt er hvort nokkurn styrkleikamun er að finna milli hins jákvæða og hins neikvæða. En þótt þetta tækist, þá er enn eftir að finna ástæðuna fyrir því hvora ákvörðunina menn tóku, og vísast þá til þess, sem sagt var í upphafi. Skilningur mannsins er háðUr því, hvað hann miðar við. Setjum svo að vjer höfum tvær tegundir af dufti, annað hvítt (hveiti) hitt kolsvart (sót eða kola- salla). Blöndum vjer þeim saman, kemur fram grátt duft, ljósara ef meira er af hveitinu, gn dekkra ef meira er af svarta duftinu. Sje þessu tvennu vel blandað saman, þá verður það altaf, frá voru sjón- armiði, grátt duft (ef vjer notum ekki smásjá). En setjum nú svo, að eitthvert skordýr á stærð við eitt hveitikornið, sje í hrúgunni, þá er þetta ekki grátt duft frá þess sjón- armiði, heldur svört og hvit flykki. Frá þess sjónarmiði er gráa duft- ið ekki tiL Líku máli gegnir um prentaða mynd. Ef hún er skoðuð í stækk- unargleri, þá er hún ekki annað en hvítir og svartir punktar. Undir smásjánni er ekki annáð en pappír með mismunandi punktum. Mynd- in, sem vjer sáum fyrst, er horfin Hún er ekki til, nema frá yoru venjulega sjónarmiði. Með öðrum orðum, alt er undir því komið, hvernig maðurmn skynjar hvað eina, í hvert skifti sem hann breytir um sjónarmið, kemur nýtt viðhorf til sögunnar. Eins og áður er sagt,. er eggin á rakvjelarblaði þráðbein frá mann- legu sjónarmiði. Frá sjónarmiði smásjárinnar er hún skörðótt, ei úr haldgóðu efni. Frá efnafræði- legu sjónarmiði er alt blaðið gert úr frumeindum járns og kolefnis. Frá eðlisfræðilegu sjónarmiði er það ekki annað en rafeindir, sem þeytast áfram með mörg þúsund mílna hraða á sekúndu. Alt þetta sem fyrir oss hefir borið byggist eingöngu á sveifluhraða , rafeind- anna. Munurinn er aðeins- sá, hvern ig á það er litið. Það var ágætur svissneskur eðl-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.