Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1949, Blaðsíða 1
35. tbl.
Jltíurpittl>I&!>;i itt*
Sunnudagur 25. september 1949
XXIV. árgangur.
edJavíó /jóh
lanneóóon
FJÓRUM TUGUM MANNA
BJARGAD A EINNI NÓTTU
í SÍÐUSTU heimsstyrjöld var
fjölmennt setulið á Búðareyri við
Reyðarfjörð og í nágrenni kaup-
túnsins. Var giskað á, að þar hafi
oftast verið um og yfir 2000 manna
lið. — Búðareyrarkauptún (eða
Reyðarfjörður) telur aðeins um
350 íbúa. — Setuliðið kom þar upp
stórum samkomusal (sem enn er
notaður) fyrir kvikmyndasýning-
ar og dansskemtanir, spítalahvevfi,
sölubúðum, póstafgreiðslu o. fl- —
Setuliðsmenn komu sjer yfirleitt
mjög vel við íbúa kauptúnsins og
nágrannabæjanna. — Margt sögu-
legt átti sjer stað á þeim árum, en
hjer verður aðeins sagt frá einum
sorglegum atburði, sem á sínum
tíma vakti mikla athygli. —
Það var snemma að morgni dags
þ. 20. janúar 1942 að 69 manna lið
í „fullum stríðsskrúða" lagði upp
frá Búðareyri undir forustu ungs
liðsforingja, Bradbury að nafni.
Farið var upp svonefndan Svína-
dal, sem er langur dalur, er liggur
Eskifjarðarkauptún. Veturhús
leiðina yfir Eskifjarðarheiði.
til Hjeraðs. — Fagridalur, sem all-
ir kannast við, liggur einnig frá
Búðareyri til Hjeraðs — en er nokk
uð lengri. Ákveðið hafði verið að
fara upp úr Svínadalnum yfir svo-
kallað Hrævarskarð — og komast
voru þar sem X er, en örin benclir á
þannig á Eskifjarðarheiði og halda
svo þaðan niður heiðina til Eski-
fjarðarkauptúns, því þangað var
ferðinni heitið.
— Veður var mjög fagurt þenn-
an umrædda morgun og hefur her-