Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1949, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1949, Blaðsíða 6
402 L&SÍ30K MORGXJNBLAÐsiHd in voru þau einnig í valinu, er þau fengu Gísla Jónsson ritstjóra og fyrverandi prentsmiðjustjóra til þess að búa kvæðin undir prent- un, því að hann er bæði prýðis- gott ljóðskáld, smekkmaður í þeim efnum og þaulkunnugur öllu, sem að bókaútgáfu lýtur. Hann hefir einnig, svo sem vænta mátti, unnið þetta verk sitt af mikilli alúð. Fylgir hann kvæð- unum úr hlaði með hressilega rit- uðum inngangi, þar sem hann kemur all víða við, drepur á meg- indrætti í ljóðagerð Vestur-íslend- inga og nefnir ýms kunnustu skáld þeirra, og rekur síðan nevi- feril höfundar kvæðanna og lýsir honum. Var Bjarni Þorsteirisson Aust- firðingur, fæddur í Höfn í Borgar- firði eystra 16. des. 1868, listrænn maður á marga lund; lærði ljós- myndagerð í Kaupmannahöfn og stundaði hana lengstum eftir að hann fluttist vestur um haf 1903 fyrst í Winnipeg og síðan árum saman í Selkirk fram yfir sjötugs- aldur. Hann ljest í Winnipeg 21. maí 1943. Frumsamin og þýdd kvæði hans höfðu árum saman öðru hvoru komið í vestur-íslensku vikublöð- unum, og vakið athygli ljóðelskra lesenda. Var það gott verk að safna þeim í eina heild, því að þar njóta þau sín betur og sýna sann-' ari mynd af höfundinum, hæfileik- um hans í ljóðagerðinni, hugðar- efnum hans og lífsskoðun. Öndvegi skipa þar „Árstíða og náttúrukvæði" og er það vel, því að ljóðræn skáldskapargáfa höf- undarins nýtur sín þar best, að öllu samanlögðu. Þessi kvæði hans eru löngum bæði falleg og lipur- lega kveðin, 't. d. kliðhendan „Haust“: Nú breiðir haustið bleika slæðu á foldu sem blómum ofna kirtlinum er rúin; með sumarhljóm er söngfugl burtu flúinn og svaiflast fölnuð lauf um raka moldu. En yfir jörðu hvílir deyfð og drungi; og dapurlegt er hvert sem augað lítur. í nöktum greinum nöpur kylja þýtur; og nóttu hrímvald eykst og skugga þungi. Að vorí gróa grös og lauf á meiði og glitrar rósin fríð í jurta-beði. En blóm sem hnigu í haust, ei lifna aftur. Að hvert eitt vor fram nýja kyn- slóð leiði það lögmál setja lífshöfundur rjeði; og lífögn smá í fræi er hans kraftur. Kvæðaflokkurinn „Úr ýmsum áttum“ ber því vitni, að skáldið hefir ekki „flotið sofandi að feigð- arósi“, en verið maður sannleiks- leitandi, sem gerir sjer far um að finna lausn á torráðnum gátum mannlífsins og tilverunnar. Þetta kemur mjög vel fram í kvæðinu „Vjer spyrjum". Samfelldara og svipmeira er þó kvæðið „í graf- reitnum“, sem rjettilega hefir talið verið eitt fegursta og best unna kvæðið í bókinni; í því er sá hugsanaþungi og sú undir- alda einlægrar og djúprar tilfinn- ingar, sem einkennir góðan skáld- skap. í því, og mörgum öðrum kvæðunum í þessum flokki, ber mikið á hinni ríku íhygli höfund- arins. Annarsstaðar er það hvöss ádeila á heimskuna og veilurnar í mannlegu fjelagi, sem efst er á baugi í þessum kvæðum almenns efnis. Á skylda strengi í ádeilu- kvæðunum er slegið í „Gaman- kvæðunum", og er þar einna best bragð að kvæðinu „Himnafregrur“, en þetta er lokaerindið: Einfaldir, að sögn, eru sælir; en svikarefur margur þá tælir. Ýmsir gerast leiknir að ljúga og lygi sinni að endingu trúa. í árstíða- og náttúruljóðum Bjarna eru ýms kvæði sprottin úr jarðvegi heimahaga hans á Aust- urlandi, t. d. „Borgarfjörður“, hlýtt og sonarlegt, og „Úti á töngum". Hann yrkir einnig drengileg ætt- jarðarkvæði og þjóðernisleg hvatn- ingarljóð og allmargt vinaminna. eins og gengur, áferðargóð og inni- leg, ekki síst fallega kvæðið til móður konu hans áttræðrar. Svipmeiri eru þó hin sögulegu kvæði hans („Úr sögum og sögn- um“) og fer hann þar sínar götur um sitthvað í efnistúlkun; brugðið er upp glöggri mynd í kvæðmu „Brók-Auður“, en „Höfuðlausnin‘ þó hreimmeira kvæði, enda brag- arhátturinn þannig vaxinn, en því lýkur með þessu erindi: Orðstír besta óvin mesta orti hann þá, sem heimur dáír. Gylfa reyfði lofi, leyfði lítils merku styrjarverkin. Eigið fjör, — í kreppu kjörum — kunni að skorða listaorðum. Launin best, sem gáfust gesti grams af rausn, var höfuðlausnin. Af hlýlegum og haglega orðuð- um erfiljóðum Bjarna hittir kvæð- ið „Við dánarfregn Baldvins Hall- dórssonar“ hins snjalla hagyrðings, best í mark, látlaust og hjartan- legt, og þetta seinasta erindi þess* Farðu vel, og þökk sje þjer, þröstur mjúkraddaður. Vona jeg síðar mætir mjer munarhýr og glaður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.