Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1949, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1949, Blaðsíða 2
LESBOK MORGUNBLAÐSiMS o9d mönnunum því síst komið til hug- ar að miklar þrautir biðu sín á þessu ferðalagi. Þegar að Hrævarskarði kom, reyndist þar svo mikið harðfenni, að ekki var gerlegt að komast þar upp, því allir voru hermennirnir broddalausir. En ekki var hætt við áætlunina — að komast til Eski- fjarðar. — Var haldið áfram lengra upp dalinn og tók þá við Tungu-, dalur. Þar var hægara um að kcm- ast upp á Eskifjarðarheiði (sem áður var fjölfarin leið milli Eski- fjarðar og Hjeraðs). En þetta lengdi gönguferðina um 2—3 klukku- stundir. — Um kl 6—7 að kvöldi mun hðið hafa verið komið á brún Eskifjarðarheiðar — Hjeraðsmeg- in — og úr því fer svo að halla undan fæti niður í Eskifjarðardal. — En nú var myrkrið skollið á og um leið fór hann að rigna og jókst rigningin og vindaði nú einnig. — Áfram var haldið — hægt og síg- andi — með þunga bagga á baki og byssu um öxl. Veðrið jókst nú fljótt — var snögglega komið af- spyrnurok með fádæma rigningu. Allir lækir urðu á svipstundu að beljandi vatnsföllum, sem hentust niður farvegina með ofsakrafti. Nú víkur sögunni að bænum „Veturhúsum“, sem er neðan við heiðina. Þetta'var lítið hjáleigukot (er nú í eyði). — Þar bjó ungur bóndi, Páll Pálsson með móður sinni og 2 systrum. Þetta umrædda kvöld er og staddur á bænum bióð- ir Páls, 16 ára piltur — Magnús að nafni. — Um klukkan 11 er veðrið í algleymingi, rok og rign- ing svo mikil sem mest getur orð- ið. Páli bónda finnst þá tryggara að hann búi sig út í veðrið til að aðgæta hvort hurðir á fjárhúsi og hlöðu, sem voru skamt frá bæn- um, sjeu nægilega vel læstar fyr- ir nóttina. Þegar Páll hafði lokið erindi sinu og er á heimleið finst honum alt í einu eins og einhver lifandi vera sje nálægt sjer. Ónota- hrollur fór um hann — en hann herðir upp hugann. Kemur hann þá auga á dökka púst, sem hann sjer að muni vera mannleg vera. Páll lýtur niíur og finnur þar hcr- mann hreyfingarlausan — líkt og dauður væri. Hann tekur undir axlir hans og færist þá fljótt líf í manninn. Kemur hann honum inn í bæinn. Var nú farið að hita kaffi og smyrja brauð handa hinum að- komna, óvænta gesti. Hrestist hann þá furðu fljótt eftir það. Ekki kunni Páll neitt í enskri tungu nje hermaðurinn í íslenskri, Þó fór svo, að hermaðurinn gat gert Páli það skiljanlegt, að marg- ir, margir hermenn væru þarna úti — einhversstaðar i myrkrinu. Þeg- ar Páli var þetta orðið ljóst, kveik- ir hann ljós í öllum herbergjum, svo lýsa mætti út í myrkrið. Dauft var þetta ratljós í þessu ægilega myrkri — en meira var ekki hægt að gera í því efni. Þar næst býr Páll bóndi sig til útgöngu ásamt bróður sínum. Hafa þeir þá með- ferðis olíulugt — reyndist erfitt að halda logandi á henni í þessum veðraham — en tókst þó og knm lugtin að góðu haldi um nóttina. —- Ekki höfðu þeir bræður farið mjög langt cr þeir rákust á 2 menn að- framkomna af þreytu. Þeir bræð- ur hjálpaðu þeim til bæjar og var nú kvenfólkið farið að undiibúa að haía mat til reiðu handa hinum væntanlega aðþrengdu mönnum. Alla nóttina, þar til birti af degi, eru þeir svo bræður á ferðinni að leita að mönnum, og alla nóttina voru konurnar 3 á bænum að hita

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.