Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1949, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1949, Blaðsíða 11
LiiiiöBöK MOEGXíNBIiAÐSINS 407 VELLAUÐUGUR INDVERJI, SEM HUGSAR UM AÐ BÆTA HEIMINN SETH DALMIA fæddist 7. apríl 1893 í borginni Chriawa í Jaipur- ríki í Indlandi. Hann er af háum ættum kominn, en fæddur í fá- tækt. Langafi hans hafði verið einn af auðugustu mönnum Indlands, en gaf burt aleigu sína og helgaði líf sitt guði. Faðir Seth Dalmia var líka sanntrúaður maður og hann innrætti syni sínum guðsótta og góða siðu, en var svo fátækur, að hann hafði ekki efni á því að senda drenginn 1 skóla. Þekkingar sinnar hefur hann því aflað sjer sjálfur. Hann lærði að lesa sitt eigið mál Gujarati með því að stafa fyrst nöfnin á spjöldum og auglýsingum kaupmanna í borginni. Nú hefur hann aflað sjer mjög víðtækrar þekkingar í hagfræði, fjármálum. landafræði, samanburðar guðfræði, heimspeki, dulfræði og stjörnu- speki. Hann á þúsundir fræðibóka um þessi efni og hann les fjögur tungumál reiprennandi. Þegar hann var 12 ára gamall kom faðir hans honum fyrir í versl- un og kaupið var 10 rúpíur, eða um 20 krónur á mánuði. Einhverju sinni fór hann til stjörnuspámanns til þess að biðja hann að spá fyrir sjer. Og hinn vísi maður spáði því, að innan tveggja mánaða mundi hann hafa eignast 100.000 rúpíur. Seth hló að spádómnum, því að honum fanst þetta fjarstæða, en þó baðaði hann sig nú í hinni heilögu Ganges á hverjum degi og bað guð um að láta þetta rætast. Svo var það litlu síðar að honum var bent á að það væri gróðavegur að kaupa silfur. Þá fór hann til stjörnuspámannsins og fekk 100.000 rúpía lán hjá hon- um, til þess að kaupa silfur. Spá- maðurinn hafði þó enga trú á að þetta mundi blessast, en spádómur hans rættist betur en hugboð hans. Silfurverð hækkaði stórkostlega alt í einu og áður en spádómstímabilið var liðið hafði Seth grætt 150.000 rúpíur. Þetta varð til þess að hann fór út í gróðabrall. Hann keypti silfur, gimsteina, bómull, línolíu, sykur o. s. frv. Stundum græddi hann, stundum tapaði hann stórfje Þá komst hann að þeirri niðurstöðu að gróðabrall mundi fyrr eða síðar enda með skelfingu, og hætti því alveg. Fyrir 15 árum sneri hann sjer svo að framleiðslu og fleira og öll fyrir- tæki hans hafa blessast ótrúlega vel. Hann á sementsverksmiðjur, sykurverksmiðjur, banka, vátrygg- ingarstofnanir, bómullarverksmiðj- ur, efnaverksmiðjur, kexverksmiðj ur, flugvjelar, járnbraut, sápuverk- smiðju, kolanámur, pappírsverk- smiðjur, stálverksmiðjur, hveiti- myllur og verslunarfyrirtæki. Og svo á hann mörg blöð, og honum þykir lang vænst um þau. Þar á meðal er hið 110 ára gamla ,The Times of India“, en auk þess The Sunday News of India, The Even- ing News of India, The Illustrated Weekly of India, Output, The Indi- an News Chronicle, The Indian and Pakistan Yearbook and Who is Who, The Civil and Military Ga- zette og The National Call. Hann var spurður að því nýlega hvers vegna hann gæfi út svo mörg blöð. „Jeg geri það til þess að vinna að heimsfriði,“ sagði hann. Hann hefur einnig heitið tvennum verð- launum, sem eiga að greiðast í þrjú ár í röð, fyrst fyrir árið, sem nú er að líða. Önnur verðlaunin, um 15000 dollara, fær sá maður eða kona, sem best hefur unnið að heimsfriði á því ári. Hin verðlaun- in, 4000 dollara, fær sá, er ritar besta bók um alheimsríki og al- heimsstjórn. ■ Jafnhliða þessu er Seth að safna undirskrifíum að áskorun um að setja á fót alheimsstjórn, til þess að friður geti haldist. Hann hefur þeg- ar safnað hátt upp undir miljón nafna á þessa áskorun, en hann ætlar ekki að hætta fyrr en hann hefur fengið 5 miljónir undir- skrifta. Hann hefur 100.000 manna £ vinnu og kallar þá „fólkið sitt“, því að hann vill vera þeim sem faðir, og gerir engan greinarmun á því hver hörundslitur þeirra er, eða trúarbrögð. Hann á heilar borgic og þar hefur hann bygt spítala, skóla, hressingarhæli og bókasöfn fyrir „fólkið sitt“ og rekur þetta því að kostnaðarlausu. Hann er nú talinn auðugasti mað- ur Indlands, en hann er mjög ólík- ur auðkýfingum Vesturlanda. Hann gengur altaf í ódýrum fötum. Hann lifir á mjög fábreyttum mat. Hann stjórnar öllum fyrirtækjum sínum með því að gefa fulltrúum sínum bendingar um það hvernig þeir eigi að vinna. Hann er saiinfærður um, að það sje guðs vilji að hann er orðinn svo ríkur, og að hann eigi að nota auð'sinn til þess að ger“ gott. „Jeg byrjaði með tvær hend-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.