Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1949, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1949, Blaðsíða 2
430 LESBOK MOBGUiMöLAiJSUNS um skuli ganga til vinnulauna, og þar koma ekki til greina neinar viðræður eða samningar milli rík- isstjórnarinnar og stjettarfjelag- anna. Stjettarfjelögin mega aðeins ræða við yfirvöldin á staðnum um það, hvernig launaflokkun skuli vera, og hjálpa þeim til að ákveða, hver skuli vera dagleg afköst. En það væri talin „Tækifærissinnuð upplausn“ og tilraun til að „hnekkja eins manns stjórn, og slettirekuskapur“ ef stjettarfjelög- in þættust eiga jafnan rjett við yf- irvöldin á staðnum, til þess að á- kveða laun manna. Það sem á bak við þetta liggur er auðvitað, að hagsmunir hinna vinnandi stjetta og ríkisins geta ekki farið saman“. í sambandi við þetta skal jeg svo taka hjer kafla úr bók John Fisch- er „So sind die Russen“, er út kom í Zurich 1948. Þar er staðfest flest af því, sem hjer er sagt. Hann segir: „Rússneski verkamaðurinn hefir enga möguleika á því. að bæta kjör sín með samtökum. Það er ekki satt, að verkföll sje bönnuð með lögum í Sovjetríkjunum. Það er alls ekki minst á þau í hegningar- lögunum. Verkföll hafa í rauninni komið fyrir síðan stríðinu lauk, en verka- menn hafa ekki neina von um að fá kjör sín bætt með því móti. Þeir geta ekki fengið hækkuð laun, því að upphæð allra launa í hverju fvr- irtæki, er f\rrirfram ákveðin. Og stjórnir fyrirtækjanna gætu ekki heldur hækkað laun, enda þótt þær vildu það. Auk þess hafa stjettarfjelögin engan rjett til þess að semja um laún. Þau éiga hvorki verkfallssjóði nje samninganefndir. Þau nrfáu vcrkföll, sem brjótast út, eru gerð í örvæntingu, og gegn vilja stjett- arfjelagaltna. Verkamaður, sem tekur þátt í verkfalli á það víst að verða sendur í fangabúðir — ekki vegna verkfallsins, heldur vegna þess að hann sje „skemdarvargur“ og „upphlaupsmaður“. Hlutverk stjettarfjelaganna í Rússlandi er nokkum veginn al- gjörlega andstætt hlutverki sams konar fjelaga á Vesturlöndum. Rússnesku stjettarfjelögin hafa ekki það hlutverk að bæta kjör meðlima sinna, heldur að hvetja fjelaga sína til meiri afkasta, reka þá til þess og sjá um að þeir verði við því. Helsta skylda stjettarfjelaganna er ekki sú, að semja fyrir hönd verkamanna við vinnuveitanda heldur að vera vinnuveitandanum. sem heitir „Politbureau“, innan handar að Jeysa öll vandamál. Þau eru ekki annað en ein af hinum mörgu griptöngum Kremls. Foringj ar þeirra eru að yfirveguðu ráði valdir af kommúnistaflokknum, og æðsta hlutverk þeirra er að fram- kvæma fyrirskipanir flokksins“. Til þess að skýra enn betur að- stöðu stjettarfjelaganna í Rúss- landi vitna jeg nú í greinaflokk sem birtist undir fyrirsögninni „Die russischen Gewerkschaften im Svst em der kommunistischen Politik“ í „Internationalen Freigewerkschaft- lichen Nachrichten" í febrúar og mars 1948. Höfundur þessa greinaflokks, dr. Salomon M. Schwarz var frá 1905 til 1922 starfandi í rússnesku stjettarfjelögunum. En þá rak Sovj etestjórnin hann úr landi af póli- tískum ástæðum. Hann hafði orðið nafnkunnur fyrir rit sín um vanda- mál verkamannahreyfingarinnar, og um fjelagsmálalöggjöf og hvern- ig hann barðist fyrir því að stjettar- fjelögin væri óháð kommúnista- flokknum. í þessum greinaflokki segir hann svo: „Samkvæmt grundvallaratriðum í verkamálapólitík kommúnista. sem í rauninni haía lagalegt gildi í Rússlandi, eru stjettarfjelögin ekki annað, en „verkfæri“, til þess ætlað að tengja saman verkalýð- inn og einræði kommúnistanna, svo að þetta einveldi taki á sig svip „alræðis öreiganna“. En til þess að stjettarfjelögin geti gengt þessu hlutverki sínu, verð- ur þeim að vera í einu og öllu stjórn að af kommúnistaflokknum. Á fyrstu árunum eftir októberbylting una, beitti kommúnistaflokkurinn þráfaldlega pólitískum þvingunum til þess að tryggja sjer yfirráð í stjettarfjelögunum. Árið 1922 hafði kommúnistaflokkurinn að fullu og öllu undirokað stjettarfjelögin. Síðan hafa yfirráðin verið trygð með „eðlilegum aðferðum“, sem eru í því fólgnar, að svo er látið líta út, sem menn hafi þar rjett til að kjósa sjer stjórn. Um mörg ár var þetta kosningafyrirkomulag mjög einfalt. Með ströngum reglum trygði flokkurinn sjer altaf yfir- ráðin. Lengi var það svo að kosn- ingarrjetturinn var bundinn við pólitíska skoðun. En um 1930 fór að bera á ein- hverjum hverfleika í helstu röð- um kommúnistaflokksins. Og 1935 leiddi þetta til hinnar óvæntu á- kvörðunar um að gera sovjet stjórnarfyrirkomulagið lýðræðis- legra, sjerstaklega með því að lög- leiða almennan, jafnan og beinan kosningarjett og leynilegar kosn- ingar. Síðan árið 1937 hafa farið fram leynilegar kosningar í stjettarfje- lögunum. En á kosningafundum þar sem frambjóðendur eru til- nefndir, hafa allir viðstaddir rjett til þess að-mótmæla einhverjum sjerstökum frambjóðanda, án þess að færa nein rök fyrir mótmælum sínum. Ef þannig fer, á að fara fram allsherjar atkvæðagreiðsla um það hvort þessi maður, sem mótmælt hefur verið, skuli íá að standa á frambjóðendalistanum. Og sam-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.