Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 16
476 LESBÓK MORGUNBL A.ÐSI NS Skjágluggar Þeir voru venjulega mjög litlir, stund um lítið stærri en mannslófi. Voru þeir þannig gerðir, að trjegjörð var beygð í hring og þar yfir var líknarbelgur þan- inn og út yfir hringinn á alla vegu. Stundum var og gerður rammi, aflang- ur eða ferhyrndur, og þar á var belg- urinn þá látinn og náði hann út yfir rammann öllum megin. Síðan var skján um smeygt í þekjugatið, sem hann var látinn vera mátulegur í. Skæða óvini átti skjárinn, þar sem stormurinn var, sem oft kipti líknarbelgnum út og inn, þangað til hann rifnaði, og þá eigi síður köttinn, sem endurgalt þá óvirðing, sem honum var oft sýnd, að loka hann úti jafnvel í hreggi og stormi, með því að klóra sig inn um skjáinn. En kvenfólkið var jafnan við þessu búið og fljótt til að græða meinið, með því að láta nýan belg á skjáinn. Þurfti hvert heimili að hafa nægar líknarbelgsbirgðir, en það var sjálfsögð skylda fjóskonunnar, að hirða og hreinsa belginn, þegar kýrin bar, ef hún vildi halda þeim einkarjett- indum að fá garnaostinn úr kálfinum. (Þork. Bjarnason). Fyrir 30 árum var dönsk skonnorta, sem „Ami“ hjet á leið frá Danmörku til íslands og átti að koma fyrst til Flateyar. Þar átti að skifta um skipshöfn og voru þeir, sem við skipinu áttu að taka, komnir til Flateyar, en ekki kom ,,Ami“. Hún hafði vegna strauma, vinda eða ljelegr- ar siglingakunnáttu — eða af öllu bessu samtímis — hrakist norður í höf og lenti í hafís úti fyrir landi, sem skips- menn heldu að væri Island, en var Grænland! Skipið brotnaði í ísnum, en skipverjar komust á land, rjett fyrir sunnan Sermilikfjörð í Angmagslik- hjeraði. Sjer til mikillar undrunar rák- ust þeir þar á Eskimóa — og þá 'yrst fór þá að gruna hvar þeir væru niður komnir. Eskimóar aumkuðust yfir þá og fluttu þá til Angmagsalik. Vildi þá svo til, að þar var norskt selveiðaskip og komust dönsku sjómennirnir heim með því. Úr gamalli hjónavígsluræðu Sá mikli og stóri ósiður tíðkast á voru landi, íslandi, að hver dóninn keppist SIGLUFJÖRÐUR. — Oftast er talað um Siglufjörð í sambandi við síld og síld- veiðar. En nú er aðallega talað um hann í sambandi við hið frækilega björg- unarafrek, er Siglfirðingar hrifu 18 menn á færeyska fiskiskipinu „Havfruen" úr dauðans kverkum, þar sem skipið var að brotna í brimgarði undir háum sjávarbökkum. Annað er líka merkilegt í sambandi við þessa björgun, að hún hefði sennilega ekki tekist. ef ekki hefði verið kominn bílvegur yfir Siglufjarð- arskarð. Það mannvirki hefur nú borgað sig. við að eiga barn, eins og börnin væri sá þarfasti hlutur, sem menn geta ekki án verið, svo sem góður hestur eða snemmbær kýr. Ó, þú Ásdís, sem fallið hefur með þeim argasta þræl og skelmi, sem uppi hefur fundist nú í nálægar aldir, og það ekki einu sinni heldur tvisvar, og þó ljestu ekki þar með búið, heldur felstu nú í þriðja sinn með þín- um tilvonandi eiginmanni, Indriða Hall grímssyni, sem er af góðu fólki kom- inn (og varla þó það). En þó nógur sje auðurinn og velmaktin í Kolmúla, þá er þó einn lösturinn sem spillir öllum kostunum, að þið eruð bæði heimsk og illa vanin. Sjera Þórður í Revkholti átti í brösum við sóknarfólk sitt. Sú er sögn, að eitt sinn er hann hafði verið kærður fyrir biskupi, þá hafi biskup komið að honum óvörum í kirkju, þar sem hann var að messa, og haft með sjer prófast og sýslumann. Er mælt að sjera Þórði hafi þá orðið þetta að orði: — Hver er sá dýrmætasti hlutur í heimi þessum? Jeg svara mjer sjálfur: Það er tólgin. En tvennslags tólg er til; aðra fleytum vjer af mör sauða vorra og það er sú betri; hina fleytir andskotinn af börnum vantrúarinnar og steypir úr henni tvö kerti, til að hafa þau til ásteyt ingar í heilagri kirkju. Heimreið að Grími amtmanni Fyrir 100 árum (1849) gerðu skag- firskir bændur heimreið að Grími amt- manni á Möðruvöllum, sem frægt er orðið. Um það segir svo í Brandsstaða- annál: — Ýmis fundahöld byrjuðust nú um alt land. Kom það út af alþingunum og væntanlegri stjórnarbót, með henni fylgjandi miklum, breytingum. Skag- firskir heldu 3 sjerstaka, þó allfjöl- menna, en meðfram heimulega fundi úti, á Kalláreyrum og við Vallnalaug og á Gljúfuráreyrum. Út af þeim kom sú nafnfræga norðurreið til Friðriks- gáfu, þess erindis að ráða amtmanni Grími (ekki af dögum) með alvörusvip og upplestri á litlu skjali til að segja af sjer embættinu án frekara umtals, því hann var orðinn Norðlingum leiður fyr- ir ýmsa úrskurði, háttsemi og ógeðfelld ar viðtökur manna, en litlu síðar dó hann. Meintu sumir af hugarangri eða drykkjuskap, af hverjum hann var bú- inn að skemma sál og líkama. Mann- fjöldinn var um 50 manna úr Skaga- firði, og nokkrir bættust við fyrir norð- an heiði. Skálholtskirkja Þegar kirkja í Skálholti var bygð á 16. öld var allur viður til hennar feng- inn í Noregi — í skógi, sem Skálholts- staður átti þar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.