Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1949, Síða 5
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
497
Sölvahóll. (Teikn. Winstrups 1846).
asi Árnasyni rokkasmið og bjuggu
þau þarna. Synir þeirra voru þeir
vegavinnuverkstjórarnir Árni og
Erlendur í Kópavogi og Magnús
bókhaldari í Keflavík og Ingibjörg,
sem nú er nýlátin. Þar sem Berg
stóð er nú Grundarstígur 2)
23. Hinriksbær. Þar rjett fyrir
ofan, bygður um 1838, en nú rif-
inn. (Þessi bær er kendur við Hin-
rik Árnason frá Laugarnesi en hjet
að rjettu lagi Efstibær. Þar er nú
Spítalastígur 4).
24. Loftsbær. í neðri Þingholts-
röðinni var norðastur bær, sem
átti gamli Loftur, en er nú rifinn
og þar komið tvíloftað hús; 1830
átti þann bæ Einar nokkur kallað-
ur spámaður; sá bær var álitinn
elstur í þeirri röð. (Þetta mun
vera sama býlið og fyrst var kallað
Þingholt. Þar risu seinna upp fjög-
ur kot önnur. Bærinn var kendur
við Loft gamla Þorkelsson frá
Kleppi er þar bjó lengi, en þar áð-
ur hafði hann verið kallaður Val-
gerðarbær. Þar er nú Þingholts-
stræti 3. Hinir fjórir bæirnir voru:
25. Magnúsarbær kendur við
Magnús Arason, en oftast þó kall-
aður Eirnýarbær í höfuðið á konu
hans, Eirnýju Erlendsdóttur. Er-
lendur Magnússon gullsmiður,
tengdasonur Eirnýjar, reif bæinn
og bygði þar timburhús.
26. Sigvaldabær, kendur við Sig-
valda Nikulásson, afa sjera Ingvars
á Skeggjastöðum. Þennan bæ
keypti Erlendur gullsmiður líka er
hann bygði. Þar sem þessir tveir
bæir stóðu er nú ísafoldarprent-
smiðja.
27. Sigríðarbær, kendur við
ekkju, sem gætti þá kúa bæar-
manna.
28. Suðurbær. Þar bjó lengi He!gi
trjesmiður, faðir þeirra tónskáld-
anna Jónasar og Helga. Helgi reif
bæinn og bygði þar timburhús sem
enn stendur (Þingholtsstræti 9).
Það hús er bygt úr afgangi af
Mentaskólatimbrinu, þegar hann
var bygður. Þarna var oft gleð-
skapur mikill, dansleikar haldnir
í Suðurstofunni og kaffi drukkið í
Norðurstofunni. Þar hafa margir
mentamenn búið á námsárum sín-
um).
29. Grænaborg. Um 1830 eða Htið
seinna, bygðist Grænaborg og Mó-
hús litlu seinna. (Grænaborg stóð
fyrir sunnan Landspítalann, rjett
þar hjá sem nú er samnefnt barna-
heimili. Þann bæ bygði fyrst Gísli
nokkur Gíslason og ræktaði tún-
blett þar í kring. Seinna bjó þar
lengi Hinrik sonur hans og sein-
ast ekkja hans).
30. Móhús. (Það var syðst í Þing-
holtunum. Þar ljet G. Lambertsen
græða út mikið tún, alla leið nið-
ur að tjörn. Um 1890 keyptu þeir
Þórhallur Bjarnarson (síðar bisk-
up) og Geir Zoega Móhús með allri
lóð. Skömmu síðar varð Þórhallur
einkaeigandi eignarinnar. Ljet
hann þá rífa Móhús og byggja þar
timburhús, sem haiin nefndi Lauf-
ás, og enn stendur).
Þá voru líka Stöðlakots og Skál-
holtsþorpin í líku formi og nú er,
en byggingar þó mikið betri nú
orðið.
31.—33. Stöðlakot. (Þar bjuggu
einu sinni fimm fjölskyldur, en
býlin hafa þó naumast verið fleiri
en þrjú: Norðurbær, Miðbær og
Syðstibær. í Norðurbænum bjó
einu sinni Jón Árnason ríki, er
gaf bænum aleigu sína. (Jóns
Árnasonar legat). Jón 'dó 1874.
Þessi býli voru sunnan- við Bók-
hlöðustíginn, gegnt fimlefkahúsi
Mentaskólans).
34.—36. Skálholtsköt. (Þar voru
einu sinni fimm fjölskyldur tómt-
húsmanna en þrjú býífc-id) Þar
bjuggu þau Ari Magnússon og
Bergþóra Einarsdóttir „Dúks“ og
er mikill ættleggur frá þeim kom-
inn. Þessir bæir stóðu milli Lauf-
ásvegar 19 og Bethaníu).
MIÐBÆRINN
Þá voru nú ekki fleiai þæjr fyr-
ir austan læk. Fvrir vestan. læk
voru 1830:
37. Lækjarkot, setn enn standa
rústir af. (Þessi bær hjet áður
Kirkjuból. Þann bæ reisti Einar
Valdason frá Arnarhóli 1799 Síðar
eignaðist Runólfur Klemensson
bæinn og eftir dauða hans bjó þar
Þorkell sonur hans og Jón sonur
hans. Seinna eignaðist Ólafur Ólafs