Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1949, Page 8
500
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
Mvnd úr bók Gaimards — líklcga Dúkskot.
Ilclgakot í höfuðið á Helga nokkr-
um Þorkelssyni, er það reisti.
Seinna bjó þar Vigfús halti Pjet-
ursson vefari og þá skifti bærinn
um nafn. Þar bjó seinast Þórður
útvegsbóndi Torfason faðir Þor-
gríms Iæknis í Keflavík. Vigfúsar-
kot brann með Glasgow).
65. Hóll eða Hólkot (var nyr^t í
Grjótaþorpi. Þar bjó Asmundur
faðir Jóns, sem lengi var afgreiðslu
maður hjá Sameinaða. Ásmundur
var afi Árna Eiríkssonar leikara
og kaupmanns. Seirina bjó þarna
Guðmundur Þórðarson, einn af
Borgarabæjarbræðrum og gerði
garðinn frægan. Hann var venju-
lega kallaður Guðmundur á Hóln-
um. Hann var mikils metinn borg-
ari og bæjarfulltrúi. Nyrst á Hóls-
lóðinni stendur nú Vesturgata 9,
Hóll var oft kallaður ^Kófið“).
65. Borgarabær (var fyrir norð-
an Brekkubæ. Hjet hann upphaf-
lega Marteinsbær, kendur við Mar-
tcin nokkurn Högnason, sem reisti
hann. Guðmundur borgari Bjarna-
son keypti bæinn af Marteini og
upp frá því var hann altaf kallað-
ur Borgarabær. Sonur Guðmund-
ar var Þórður hafnsögumaður en
synir hans hinir kunnu Borgara-
bæarbræður: Guðmundur á Hóln-
um, Jón í Hlíðarhúsum, Pjetur í
Oddgeirsbæ, Þorkell í Grjóta og
Sigurður í Steinhúsinu).
66. Höltcrsbær. (Hann hjet upp-
haflega Þorfinnsbær og var kend-
ur við Þorfinn Þorbjarnarson lög-
rjettu mann, d. 1802. Seinna kcypti
bæinn N. N. Melbye beykir og var
hann þá kallaður Melbysbær. Síðar
eignaðist hann Diðrik Hölter skó-
ari og þá breytti hann enn um nafn
og var kallaður Höltersbær).
Höltersbær og Borgarabær voru
rifnir samtímis og Glasgow bygð
þar. Eru þar enn kjallararústii
hennar.
67. Höll (Rjettu nafni hjet kot
þetta Helluland, en var í skopi
kallað Höll. Það stóð þar sem nú
er vesturendinn á húsum versl-
Geirs Zoega, andspænis Vestur-
götu 11).
68. Dúkskot (var bygt um alda-
mótin 1800 af Jóni Jónssyni frá
Dúk í Skagafirði. Var hann alment
nefndur Jón dúkur og þannig dró
bærinn nafn af honum. Dúkskot
var altaf talið með betri bæum.
Jón var hálfbróðir sjera Jónasar i
Reykholti föður Þórðar háyfirdóm-
ara).
69. Gróubær (var kendur við
Gróu Ingimundardóttur frá Brermu
og stóð rjett hjá Dúkskoti. Gróa
var móðir Margrjetar seinustu
konu Einars Þórðarsonar prentara.
Það er ekki ýkja langt síðan að
Dúkskot og Gróubær hurfu og end-
inn á Garðastræti var lagður yfir
rústir þeirra).
70. Jafetsbær. (Þennan bæ mun
hafa reist Einar Jafetsson íaktor
og var hann þá kallaður Norður-
bær. Seinna bjó Jafet Einarsson
gullsmiður þar, d. 1872, og skifti
bærinð þá um nafn. Hann stóð þar
sem nú er Vesturgata 15).
71. Merkisteinn rifinn og þar
komið steinhús. (Þessi bær stóð þar
sem nú er Vesturgata 12. Þar bjó
lengi Kristján Jónsson, er hafði
verið leiðsögumaður á dönsku eft-
irlitsskipi og þá tekið sjer nafnið
Hágensen. Eftir það vann hann
að snjómokstri á vetrum, en bikun
báta á sumrin. „En á helgum dög-
um klæddist Hágensen uniformi
með gyltum hnöppum, leifum frá
þeim tímum er hann var til or-
logs“.
72. —78. Hlíðarhiísabæirnir eru í
líku formi og 1830. (Þeir voru 7
alls og stóðu þar sem nú er Vest-
urgata 24—26 og austurendinn af
Nýlendugötu. Tún Hlíðarhúsa,
Götuhúsa og Landakots náðu sam-
an. Hlíðarhús voru sjálfstæð jörð.
eign Helgafellskirkju á Snæfells-
nesi. Bæirnir þarna hjetu: Vestur-
bær, Norðurbær, Sundið, Skálinn,
Miðbær, Jónsbær og Austuvbær.
Voru þeir taldir með bestu bæum
og þar hafa búið margir merkis-
menn).
79. Melur, áður kallað Þónskot.
(Stóð þar sem seinöa voru bvgð
húsin Ás og Hof, Sólvallagata 23
og 25).
80. Landakot (var ein af bestu
hjáleigum Reykjavíkur, en var lagt
til innrjettinganna ásamt Götu-
húsum. Skömmu eftir 1800 eign-
aðist Petræus kaupmaður það og
síðar L. M. Knudsen kaupmaður.