Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1949, Síða 9
501
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS gFPTT* '
Göthús (úr bók Gaimards).
En 1837 seldi ekkja hans Helga G.
Thordarsen dómkirkjupresti. Bvgði
hann þar timburhús austan við
bæinn, en ljet hann standa. Þai
bjó þá í nokkur ár frú Guðrún dótt-
ir Stefáns Þórarinssonar amt-
manns ásamt syni sínum Gísla
Brynjólfssyni skáldi, er varð há-
skólakennari í Kaupmannahöfn).
81. Fjárhús þar fyrir norðan, er
nú rifið. (Það var einnig nefnc
Fjárhúskot og stóð í Landakots-
túni).
82. Skakkakot. Á Hlíðarhúsatúni
var Skakkakot, er nú rifið. (Bcint
norður af Landakoti, cn á Hlíðar-
húsavelli, stóð upphaflega kot, sem
Jaðar hjet. En á uppdrætti Lie-
vogs af Reykjavík er það kallað
Skakk eða Skakkakot og festisf það
nafn við það. Það mun hafa verið
rifið um 1870. Þar bjó Teitur fað-
ir Helga hafnsögumanns).
83. Hali utast í túninu, stendur
enn. (Þetta var gamalt býli og stóð
á holti vestan við Landakct og
Hlíðarhúsatúnin. Þar bjó semast
Eyvindur Jó^sson, alkunnur ferða-
garpur og fylgdarmaður út'end-
inga. Sonur hans var Ólafur versl-
unarmaður. seinast umsjónarmað
ur í Landsbankanum).
84. Garðhús og tveir eða þrír
bæir í Ánanaustum (Garðshús
stóðu fvrir vestan mýrina sem var
á milli Bakkastígs og Brunnstígs
Þar bjó lengi Bjarni hafnsögumað-
ur Oddsson).
85. —87. Ánanaust. (Þar voru
þrir bæir og er ekki langt síðan
að sá seinasti fell í valinn. Ána-
naust var hjáleiga frá Hlíðarhús-
um. Þar bjóð eitt sinn Pjetur Gísla-
son faðir Gísla læknis á Húsavík
og Eyrarbakka. Þarna reisti Alli-
ance fiskverkunarstöð síðar).
88.—90. Götuhús. Á Götuhúsa-
túninu, sem kaupm. G. Zoega á,
stóðu 3 bæir, sem nú eru allir eyði-
lagðir. (Götuhús, altaf kölluð Göt-
hús, stóðu norður og vestur af þar
sem nú er hús Geirs Zoega vega-
málastjóra. Var það lengi hjáiciga
frá Reykjavík, en lögð til innrjett-
inganna. Á seinni hluta 18. sldar
bjó þarna einn af merkustu mönn-
um Reykjavíkur á seinni tíð, Sig-
urður Erlendsson, Brandssonar lög
sagnara Bjarnhjeðinssonar. Þarna
bjó síðar um hríð Einar Jónssor.
frá Dúki, faðir Bergþóru konu Ara
Magnússonar í Skálholtskoti.
Smám saman hnignaði Göthúsum,
eirtkum eftir að jörðin var lögð
til innrjettinganna. Eftir 1800 eign-
aðist Petræus þau og þá munu hafa
risið þar upp tvö tómthúsbýli í við-
bót. En 1862 eignaðist Geir Zoége
býlið. Þá bjuggu þar þrjár fátæk-
ar fjölskyldur. Geir ljet rífa alla
kofana og sljetta yfir rústirnar en
girða landareignina. Var hún upp
frá því kölluð Geirstún).
91.—93. Sauðagerði. Fyrir utan
garðana voru 1830 tvö eða þrjú
kot í Sauðagerði. (Sauðagerð’ var
upphaílega beitarhús frá Hlíðar-
húsum. En í byrjun 19. aldar risu
þar upp nokkur býli í þjettri hvyrf-
ing og hafa líklega öll verið köll-
uð í Sauðagerði. Þar bjó eitt sinn
Jón Þórarinsson, faðir Þórðar úr-
smiðs og þeirra bræðra).
94. Þorgrímsstaðir (voru beint
vestur af Landakoti, kendir við
Þorgrím Evlífsson, föður Torfa
prentara. Bærinn stóð um það bil
þar sem Túngata og Bræðraborg-
arstígur mætast).
95. Bráðræði (var uppliaflega
hjáleiga frá Seli og bygðist um
miðja 18. öld. Þótti það lítið kot
og ljelegt. Seinast bjó þar Magn-
ús Jónsson frá Ármóti, afi.Jóns Hj.
Sigurðssonar læknis. Hann reif kot
ið og bygði þar timburhús).
96. Sel (var áður kirkjujörð, en
seld undan kirkjunni um miðja
19. öld. Þar bjó á síðari hluta 18.
aldar Þorfinnur lögrjettumaður, er
síðar bygði Þorfinnsbæ. Þá tók við
sjera Brynjólfur Sigurðsson og bjó
þar einn Reykjavíkurpresta. Þar
bjó seinna Magnús Magnússon
hreppstjóri, fyr á Lambastöðum, en
mikil ætt er frá honum komin.
Sonardóttir hans var Þóra, er lengi
var ráðskona hjá prins Valdemar).
97. Stcinholt. (Þar bjó seinast
Jónas Jónasson lögregluþjónn).
98. Litla-Sel. Það stóð í Selstúni
og voru þar síðar þrjú býli: I.itla-
sel, Miðsel og ívarsel. Kent við
ívar nokkurn Jónatansson).
99. Pálshús (voru á milli Sels og