Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1949, Qupperneq 10
502
LESBÓK MOBGUNBLAÐSINS
Bráðræðis. Þau voru kend við Pál
son Magnúsar hreppstjóra á Lamba
stöðum og síðar á Seli).
100. Grímsstaðir voru fyrst bygð-
ir um 1838—40. En í Görðurum,
sem kallaðir eru að sunnanverðu
og í Kaplaskjóli var engin bvgg-
ing. (Samkvæmt öðrum heimild-
um voru Grímsstaðir ekki reistir
fyr en 1842. Hjet sá Grímur Egils-
son, ættaður af Seltjarnarnesi, sem
þar settist að. Við hann var bærinn
kendur og Grímstaðaholt við bæ-
inn).
Þá telur Jón prentari enn frem-
ur:
101. Fúlastjörn.
102. Rauðará var þar sem him er
og
103. Goshóll rjett fyrir norðan
og austan hana, en er fvrir löngu
rifinn.
Jeg gat þess hjer áður að ein-
hv^rjir bæir mundu hafa fallið úr
hjá Jóni og er þá helst að nefna
þe.:sa:
104. Þingvöllur. Þegar Hoppe
stiptamtmaður ákvað að rífa Arn-
arhólsbæinn 1828, var þar ábúandi
Sveinn nokkur Ólafsson. . Hann
bygði sjer þá lítinn torfbæ rjett
fyrir ofan Bernhöfts bökunarhús
og gaf honum þetta stóra nafn. En
kotið stóð ekki nema fá ár. Þar
bjuggu þó eftir hann Sigurður
Benediktsson og Kristín Ansdótt-
ir, foreldrar Vilhelmínu konu Jóns
Magnússonar Norðfjörðs frá Sjó-
búð. — Þarna er nú verslun Hans
Petersen.
105. Zuggersbær stóð þar sem
smiðja innrjettinganna hafði áður
staðið. Bæ þenna bygði Jóhaunes
Zoega tugtmeistari (altaf kallað-
ur Zugger og þar af nafn bæjar-
ins) og seinna bjó þar Jóhannes
glerskeri sonur hans faðir Geirs
kaupmanns, og í þessum bæ var
Geir fæddur. Um 1845 ætlaði Jó-
hannes að endurbvggja bæinr en
fekk ekki leyfi til þess. Vildi bvgg-
inganefnd ekki hafa torfbæ þarna
Þá reif Jóhannes bæinn 1847 og
ljet reisa þar timburhús. Þarna
stóð seinast veitingahúsið Tjarnar-
lundur, sem brann.
Brúnsbær var upphaflega
beykisíbúð og vinnustofa innrjett-
inganna. En 1791 keypti mad.
Kristine Brun (ekkja Bruns
tugtmeistara) kofana og bjó þar
til æviloka. Var bærinn kendur við
hana. 1808—09 bjó þar Peter Malm
quist beykir, sem kunnur varð af
fylgi sínu við Jörund handadaga-
kóng, og hjá honum bjuggu þeit
Jörundur og Savignac fyrst er þeir
komu hjer, áður en þeir crerðu.
stjórnarbyltinguna. Bjarni Thorar-
ensen assessor bjó.þarna í tvö ár,
1813—1814. Talið er að bærinn hafi
verið rifinn um 1830, og má vera
að það hafi verið heldur fyr svo
að þess vegna telji Jón hann ekki
í skrá sinni. — Brunsbær stóð
rjett fyrir sunnan þar sem nú er
Herkastalinn.
106. Sjóbúð. Þetta hefir líklega
upphaflega verið sjóhús frá Grjóta,
en seint á 18. öld er búið þar. Ár-
ið 1798 byggir Árni nokkur Þor-
steinsson þar bæ. Þar bjó um skeið
Magnús Jónsson Norðfjörð, faðir
Jóns Norðfjörðs verslunarmanns.
Soinast bjó þar Kristján kaupmað-
ur Þorsteinsson frá Brunnhúsum.
Að honum látnutn ljet ekkja hans,
Guðrún Sveinsdóttir, rífa bæinn
1859 og byggja þar timburhús. Guð
rún giftist síðar Geir Zoega kaup-
manni og bjuggu þau í þessu húsi.
107. Litla Landakot var í Landa-
kotstúni og var stundum kallað
Landakotskot. Það var selt and-
an eigninni 1857. Árið 1862 eignað-
ist það Geir Zoega kaupmaðui og
hafði makaskifti á því og Göthús-
um.
Hjer eru þá talin rúmlega hundr
að torfbýli. Um 1840 hafa þau ver-
ið nokkru fleiri, en þá voru íbúð-
arhús úr timbri um 40 að tölu.
Mannfjöldi í Reykjavík var þá 900
og þar af áttu 300 heima í timbur-
húsum, en hálfu fleiri í „kotun-
um“. Fólkinu var altaf að fjölga
og þótti sumum nóg um og svo
kvað Jón gamli Hjaltalín í Tíða-
vísum, þar sem hann getur um
flutning landlæknis og lyfjabúðar
til Reykjavíkur:
Áður fjöldi ýta var
ærinn saman kominn þar,
brjál sýndist að bera því
bakkafullan lækinrj í.
EK KI var torfbæaöldin á enda um
þessar mundir, því að enn voru
reistir margir torfbæir. Tók
Skuggahverfið aðallega að byggj-
ast eftir 1840 og svo bættust við
nokkrir bæir í Þingholtunum og
Vesturbænum. Mun láta nærri að
milli 40 og 50 nýir torfbæir væri
reistir á tímabilinu frá 1840—1890.