Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1949, Síða 11
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
503
Seinasti Hlíðarhúsabærinn (Vesturbær).
Upp úr því breyttist byggingarlag-
ið algjörlega og bar einkum tvent
til þess.
Árið 1874 flyst hingað fyrst þak-
járn, þykt og vandað, og varð Geir
Zoega kaupmaður fyrstur manna
til þess að láta setja það á hús
sitt. Þetta þak er enn við líði, hefir
dugað öll þessi ár og má af því
marka hvað það hefir verið vand-
aðra heldur en þakjárn það, sem
flust hefir á seinni árum. Þak-
járnið olli byltingu í byggingar-
málum Reykjavíkur. Eftir að það
kom var ekki sett torfþak á íbúð-
arhús og menn fóru að rífa torf-
þökin af bæunum og setja járnþök
á í staðinn. Má því segja að næst
torfbæaöldinni hefjist hjer báru-
járnsöldin. Menn ljetu sjer ekki
nar.gja að hafa járn á þaki á timb-
urhúsum, heldur klæddu þau öll
með járni og helst þetta þangað
til sementsöldin (eða steinhúsa-
öldin) tók við, eða um 30—40 ára
skeið.
Önnur höfuðorsök þess að torf-
bæaöldin leið undir lok, var sú, að
þegar Alþingishúsið var bygt,
lærðu margir steinsmíði, og upp
frá því var hætt við að hafa voggi
bæanna úr grjóti og torfi. Þá komu
hir.ir svonefndu „steinbæir“ sem
margir standa enn ( dag, með út-
veggjum úr höggnu og límdu
grjóti.
EINS og fyr er getið samdi Jón
prentari skýrslu sína 1886. Þá var
hðin torfbæaöldin, sem staðið
hafði um 90 ár. Það virðist því svo,
sem honum hefði átt að vera inn-
an handar að telja einnig alla þá
torfbæi er risu upp eftir 1840 og
gera þannig fullkomna skrá um
alla þá torfbæi, sem' reistir voru
í Reykjavík. En þótt hann hafi ekki
gert það, er samt mikill fengur að
skýrslu hans, því að hún sýnir
h\ ernig úthverfin voru bygð þegar
Reykjavík var fimtug. „Kotin“
voru hinn íslenski hluti höfuðstað-
arins, en Miðbærinn, aðal verslun-
arlóðin, bygð að mestu dönsku og
hálfdönsku fólki.
Það lætur að líkum, að mismun-
andi hafa „kotin“ verið bæði um
frágang á byggingu og umgengni
ytra og innra. Sum hafa verið Örg-
ustu greni og sennil. hefur þar oft
farið saman sóðaskapur og hirðu-
leysi íbúanna. Aðrir bæir hafa ver-
ið snotrir bæði að frágangi og um-
gengni, þótt ekki væri þeir há-
reistir og til sannindamerkis um
það höfum vjer ummæli Jóns
biskups Helgasonar. Hann sagði í
einu riti sínu, að sjer sje í barns
minni mörg heimili efnalítilla tómt
húsmanna, bæði fyrir austan bæ og
vestan, þar sem myndarskapur
blasti við manni þegar inn vav
komið, þótt fátt væri þeirra inn-
anstokksmuna, sem á vorum dög-
um teljast ómissandi á hverju
heimili. Og hann getur sjerstak-
lega um nokkur fyrirmyndarheim-
ili í torfbæunum. Þessi nefnir hann
í Austurbænum: Sölvahól, Steins-
staði, Stafn, Pálsbæ, Loftsbæ, Eir-
nvarbæ, Suðurbæ, Stöðlakotsbýl-
in og Skálholtskot. En þessi í Vest-
urbænum: Melkot, Skólabæ, Há-
konarbæ, Hákot, Arabæ, Vigfúsar-
kot, Hól, Nýabæ, Hlíðarhúsabæ-
ina, Miðsel, Garðhús, Mýrarholt
„Og svona mætti lengi telja á-
fram“, segir hann.
REYKJAVÍK var torfbæaborg,
þegar hún var fimtug. Á hundrað
og fimtu ára afmæli hennar voru
allir torfbæirnir horfnir. En þeir
eiga sinn kafla í sögu bæarins.
Það er hverju orði sannara að