Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1949, Síða 12
504
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Eldsvoðar í sveitum
Með vaxandi notkun rafmagns og allskonar vjela i sveitum landsins,
má búast við því að eldsvoðar verði þar tiðari en áður hefur verið
Hinni nýu tækni fylgja hættur, einkum ef skortir á nægilega gæslu
Það getur því verið fróðlegt að heyra hvernig farið hefur fyrir bænd-
um annars staðar. Af revnslu þeirra er hægt að varast vitin.
í BANDARÍKJUNUM fóru bænd-
ur fyrst fyrir alvöru að nota alls-
konar rafmagnsvjelar og hrevfla
við búskapinn að lokinni fyrri
heimsstyrjöld. En þetta jókst þó
stórkostlega í seinni heimsstyrj-
öldinni. Þá var lagt fast að bænd-
um að framleiða sem mest, og til
þess þurfti að nota vjelar. Áiang-
urinn varð sá, að framleiðsla land-
búnaðarafurða þrefaldaðist í stríð-
inu, þrátt fyrir minni vinnukraft
en áður var.
En þessum framförum hefur
fylgt það, að eldsvoðum hefur far-
ið ört fjölgandi. Stafar það mest af
kæruleysi og hugsunarleysi, því að
bændur kunna ekki enn að fara
með þessar vjelar.
í bændablaðinu „Agricultural
Engineering“ segir nýlega frá því,
toifbæirnir höfðu sína annm.arka.
En þótt nútíma menningin fordæmi
þá niður fyrir allar hellur, bá er
ekki víst að þeir hafi verið verri
mannabústaðir heldur en skúrarn-
ir, braggarnir og kjallararnir eru
nú á dögum. Það er að mmsta
kosti víst, að fólkið, sem bjó í
torfbæunum og ólst þar upp, var
engu óhraustara nje kvellisjúkara
en fólk er nú á dögum. Helsti
munurinn á torfbæakynslóðinni og
steinhúsakynslóðinni mun ven sá,
að unglingar eru bráðgjörri nú en
þá, en það stafar miklu fremur af
bættu viðurværi heldur en bætt-
um húsakynnum.
Á. Ó.
að eftirlitsmaður hefði farið um
bygðir bænda í Minnesota til þess
að athuga raflagnir á bæunum.
Hann hafði komið á 200 bæi áður
en hann fann raflögn, sem var ó-
aðfinnanleg. Á undanförnum árum
hafa eldsvoðar á sveitarbæjum,
sem stafað hafa frá raflögnum,
valdið 30 miljón dollara tjóni. Vá-
tryggingarfjelögin segja að 90% af
þessum eldsvoðum hafi verið sjálf-
skaparvíti ,stafað af trassaskap og
kæruleysi bænda í meðferð raf-
magns.
Algengt er það, þegar öryggi
bila, að bændur setja smápening
undir það. Þétta dugar í bili, en
leiðir altaf til eldsvoða, máske eft-
ir nokkra daga, máske ekki fyr en
eftir nokkra mánuði.
Margir bændur, sem hafa fengið
raflögn í íbúðarhús sín, vilja einn-
ig fá rafmagnsljós í hlöðurnar og
gripahúsin. Máske þykist bóndi
þurfa á auknu rafmagni að halda
þar vegna þess að hann hefur feng-
ið sjer mjaltavjel. Honum finst
þetta ákaflega auðvelt. Ekki er
annað en leggja streng frá íbúðar-
húsinu í útihúsin og hleypa raf-
straumnum á. En þessu fylgir fimm
föld hætta:
1. Hann gætir þess máske ekki
að hafa vírinn nógu hátt uppi, en
það er nauðsynlegt, svo að ekkert
geti rekist í hann.
2. Hann notar máske ekki vír af
hæfilegum gildleika til þess að
flytja strauminn.
3. Hann notar ekki einangraðan
vír.
4. Hann tengir ekki hina nýu
leiðslu rjett við gömlu leiðsluna.
5. Hann' gáir þess ekki að fult
álag hefur þegar verið á leiðsl-
unni, og með nýrri leiðslu verður
álagið of mikið.
Hættulegt er að fara með flytj-
anleg rafljós um heyhlöður. Það er
einnig stórhættulegt að hafa þar
einhverjar rafmagnsvjelar, sem
ekki eru jarðtengdar.
Stórkostlegur munur er nú orð-
inn á hve margskonar þægindi
sveitarfólk hefur fram yfir forfeð-
ur sína. Húsmæðurnar eru nú laus-
ar við mörg erfið störf, svo sem
þvotta og vatnsburð. Þær þurfa nú
ekki að fara á fætur fyrir allar
aldir til þess að taka upp eld. En
jafnhliða þessu hefur eldhættan
aukist að sama skapi.
Nýustu framfarir í landbúnaði
eru þær, að bændur þurfa nú ckki
að bera hey sitt inn í hlöður. Þeir
hafa fengið vjelar, sem saxa heyið
og blása því upp í hlöðurnar. En
ekki er þetta hættulaust. í heyinu
geta verið smásteinar. Um leið og
þeir koma við heysaxið getur hrokk
ið af þeim neisti, sem kveikir í
heyinu og svo er þessu blásið upp
í stálið. Af slíkum íkveikjum
hlaust 200.000 dollara tjón árið sem
leið.
Þá eru súgþurkunarvjelarnar
ekki öruggar, margar hverjar. —
Bændur hafa sjálfir verið að út-
búa handa sjer súgþurkunarvjelar
og margar þeirra eru þannig að
neistar geta fylgt súgnum. Vátrvgg
ingarfjelögin segja að ekki sje um
það að tala hvort þessar súgþurk-
anir geti kveikt í, heldur hvenær
þær muni gera það. Svo viss eru
þau um það að eldsvoði hljóti að
stafa af þeim. Þess vegna eru þau
nú hætt að vátryggja bóndabæi
nema því aðeins að rækileg úttekt
fari fram áður, og vottorð sje um
það að farsvaranlega sje frá öllum
vjelum gengið.