Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1949, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS
505
SIGARETTUREYKINGAR
ERU HEILSUSPILLANDI
Nú eru bændur farnir að nota
margskonar vjelar, sem knúðar eru
af hráolíu eða bensínorku. Það eru
traktorar, bílar, þreskivjelar o. s.
frv. Þessi aukna vjelanotkun hefur
leitt til þess, að uppskera í Banda-
ríkjunum hefur 2000 faldast á 40
árum — 683.927 bushels árið 1909,
en er áætluð 1.336.997.000 bushels
í ár. En með notkun þessara vjela
hefur eldhætta aukist stórkostlega.
Fjöldi bænda geymir traktora sína
og bíla í hlöðunum. Þegar hreyfl-
arnir eru settir í gang, fljúga
neistar aftur úr blástursrörinu —
og ef þeir lenda í heyi, þá er voð-
inn vís.
Þá eru það ekki fáir eldsvoðar,
sem stafa frá sjálfsíkveikju í olíu-
vættum- tuskum. — Húsmæður
fleygja þeim inn í skápa, og bænd-
ur fleygja þeim út í horn í hlöðum
sínum. Og þarna liggja þessar tusk
ur þangað til í þeim kviknar af
sjálfu sjer. Það er nú talað um að
leggja viðurlög við þessum trassa-
skap og heimfæra það undir ófor-
svaranlega meðferð á eldfimum
efnum, svo sem olíu og bensíni.
Tjónið af eldsvoðum á bónda-
bæjum í Bandaríkjunum er talið
vera um ein biljón dollara á ári,
og í fyrra fórust 3500 menn í beim
eldsvoðum, en þúsundir skaðbrend-
ust. Þriðjungurinn af þéssum elds-
voðum stafaði af rafmagni og olíu
og bensínhreyflum.
Hinar nýju framfarir í landbún-
aði og hin auknu þægindi á heim-
ilunum, hafa aukið að miklum mun
ábyrgð sveitarfólksins. Það verður
að gera sjer þetta ljóst og læra að
fara með hin nýu tæki.
(Úr „Magazine Digest“)-
V
GÓÐ auglýsing er það, sem sannfærir
menn um að þá hafi alla ævi vantað
tilfinnanlega hlut, sem þeir hafa aldrei
heyrt getið fyr. (Coronet).
Sígarettureykingar hafa farið
ótrúlega í vöxt á seinustu árum.
Með skrumauglýsingum er fólki
talin trú um að það sje hress-
andi að reykja og flestum fkist
þetta alveg satt. En nú koma
vísindin og segja að þett.a sje
ekki annað en ímyndun. í?eyk-
ingar sje lamandi og heilsuspili-
andi.
ALLUR fjöldi reykingamanna —
og jafnvel sumir læknar — halda
að það sje vísindalega sannað að
sígarettureykingar hafi hressandi
áhrif. Því er haldið fram, að niko-
tínið í sigarettunum auki mjög r.yk-
urefni í blóðinu. Og vegna þess að
sykurefni sje altaf nauðsynlegt í
blóðinu og þurfi §ð aukast við á-
reynslu, þá sje það auðskilið hvers
vegna það sje hressandi að reykja
sigarettur.
En vísindin hafa aldrei sagt
þetta. Hitt er rjett, að nikotin eyk-
ur sykur í blóði reykingamanns-
ins. En það gerir líka jafn háska-
samlegt eitur og stryknin. Og sams-
konar „hressingu“ fá menn þegar
þeir veikjast af inflúensu, bei-kla-
veiki, krabbaveiki og margskonar
öðrum sjúkdómum.
Sannleikurinn er sá, að aukið
sykurmagn í blóðinu bendir til al-
varlegra veikinda. Það væri því
rjett að segja að sígarettur væri
jafn hressandi og lungnabólga og
inflúensa.
Þessum sannleika var algerlega
snúið við í auglýsingum um sígar-
ettur, þegar það varð fyrst kunn-
ugt um 1930, að nikotin jók að mun
sykurefni í blóðinu.
Fáum sekúndum eftir að menn
hafa sogað í sig nikotin, örfast
starf nýrnahettanna og safi þeirra
(adrenalin) streymir út í blóðið
og lifur cg vöðvar svara með því
að auka sykurefni blóðsins.
. Það er langt síðan að menn vissu
að hungur og þreyta linast ef syk-
urmagn blóðsins er aukið. Þess
vegna leit það ákaflega eðlilega og
sakleysislega út að segja að menn
hrestust við að reykja sígarettur,
vegna þess að þá ykist sykur í
blóðinu.
En þetta var hin háskalegasta
villukenning eins og sjá má á eftir-
farandi upplýsingum.
Vjer fáum venjulegast hæfilegt
sykurmagn í blóðið úr fæðunni.
Auk þess er altaf nokkur vara-
forði af sykurefni í vöðvunum.
Stundum hækkar sykurmagnið í
blóðinu langt fram yfir meðallag,
þegar menn reyna mikið á sig. en
við það örfast starf nýrnahettnnna.
Þetta skeður líka þegar manni ber
óvænt gleði að höndum, ef hann
reiðist eða verður hræddur. Við
slíkar geðshræringar fer varaforði
sykurefnisins inn í blóðið og örf-
ar mann.
En það er alt annað, þegar syk-
urmagnið í blóðinu eykst vegna
J)ess að menn eru veikir, eða hafa
neytt nikotins. Þá kemur varaforð
inn til sögunnar, ekki til þess að
hressa menn, heldur til þess að
veita sýklum og eitri viðnám. Brun
inn í líkamanum eykst til þess að
eyða hinum illu áhrifum.
Þetta gerist þegar þú sogar síg-
arettureyk ofan í þig. Nikotinið
í reyknum er banvænt eitur. Ef það