Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1949, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1949, Side 16
508 I^ESBÓK MORGUNBLAÐSINS Skógmál íslands. Sumarið 1902 ferðaðist C. V. Prytz prófessor í skógfræði hjer um land til að kynna sjer staðháttu og athuga hvort skógur mundi geta þrifist hjer. Hann flutti síðan tvo fyrirlestra í Reykjavík um skógmál, og sagði þá m. a.: Það er ógurlegt tjón sem ísland hefur biðið af uppblæstri, og jeg hef farið heilar dagleiðir um eyðimerkur, sem orðið hafa til af því að skógurinn hvarf. — Að minni skoðun liggur hjer fyrir verkefni, sem skógurinn á að leysa, hann á að halda í jörðina, hann á að veita skjól, svo að vatn og vind- ar geti ekki borið hið gróðurberandi jarðlag fram og aftur. Það er skógur- inn einn, sem þetta getur gert. Þess vegna verður að fá skóginn í lið með sjer hjer á landi. Hann er, eftir því sem mjer kemur fyrir sjónir, nauð- synlegt skilyrði fyrir sannri, varanlegri framför á verksviði hinna annara greina jarðyrkjunnar, og hann er góð- ur tekinn út af fyrir sig. Hann skapar verðmæti.... Markmiðið á að vera að hver fslenskur bóndi fái sinn skóg.. . . Eftir tæp 50 ár erum vjer nú fyrst að viðurkenna að þetta muni vera rjctt. Betra seint en aldrei. Festarfjall. Eitt örnefni lærði jeg að minsta kosti á leiðinni frá Grindavík til Krýsuvíkur. Það er Festarfjall, rjett innan við Grindavíkurbygðina. Mjer var sagt, að það drægi nafn af þvi, að einhvern tíma í fyrndinni hefði verið feikna- mikil fuglatekja í bjarginu framan í fjallinu, en þá var landið auðvitað ekki bygt öðrum en tröllum og landvættum. Frá þeim tima hengi festar miklar framan í fjallinu ofan bjargið og væri ein þeirra úr gulli. Þegar jeg nálgaðist Festarfjall sá jeg undir eins festarnar og það langt til. Svo stendur á þeim, að fjailið, sem er úr fornu móbergi, hefur sprungið sundur við jarðrask einhvern tíma fyrir langa löngu og þá hefur bráðin eldleðja að neðan ollið upp í sprungurnar og storknað þar. Af því að þessar sprungur hafa verið mjög þröngar, eru gangarnir mjóir. Nú er sjórinn að smásverfa framan af fjall- inu, og hefur verið að því síðan löngu MYND ÞESSI er tekin i flugturninum á Keykjavikurl'lugvelli. Maðurinn til hægri er að gefa ljósmerki fyrir flugvjel sem er að koma. Til vinstri sjest Björn Jónsson við taltækið og gefur upplýsingar. Það er vandasöm og á- byrgðarmikil staða, því að hann leiðbeinir eigi aðeins þeim flugvjelum, sem koma til Revkjavíkurflugvellar, heldur stjórnar hann allri umferð í lofti um norðanvert Atlantshaf. (Ljósm. Ól. K. Magnússon). fyrir landnámstið. En af þvi að berg- tegundin í sprungunum er harðari en hin, sem er í sjálfu fjallinu, slitnar hún seinna og liggja því upphleyptar berg- raðir upp og ofan fjallið. Það eru fest- arnar. (Jón Trausti). Bjarni Þorsteinssen amtmaður lýsir svo lífinu í Re-/kja- víkurskóla fyrsta veturinn sem hann var þar 1795—96: Fyrsta veturinn las jeg að kalla mátti alls ekkert í skólan- um. Því honum var þá í mesta máta niður hrakað. Ef mig ekki rangminnir, þá kendi rektorinn og konrektorinn við skólann ekki nema nokkrum sinnum allan veturinn. Rektor var drykkfeldur mjög og konrektor sömuleiðis, og pilt- arnir nálega allir, nema hinir hraust- ustu, urðu sjúkir af kláða og öðrum kvillum, sem stafaði af kulda og illu mataræði. í skólanum var um þær mundir jafnilla sjeð fyrir sál og lík- ama. (Sjálfsævisaga B. Þ.) Hrakningar. Sunnudaginn næstan fyrir jól (1629) fóru þeir bræður Gísli og Markús, synir Bjarna Sigurðssonar frá Stokks- eyri, frá Fitjum í Skorradal yfir fjall austur, og riðu. Þeir hleyptu hestum sínum ofan í Eiríksvatn. Var þá hið mesta frost, svo menn mundu ei slíkt, og vöknuðu þeir á höndum og fótum er þeir drógu upp hestinn. — Síðan drukku þeir brennivín, fengu færð illa og dösuðust, þar til þeir sofnuðu, og var það á Gagnheiði. En þeir vöknuðu við það, að fætur þeirra voru frosnir, og fengu þeir þó velt sjer og skriðið með harmkvælum að Svartagili, Þing- vallakoti einu, og síðan að Þingvöll- um. Þar bjó þá Engilbert prestur Nikulásson, og var hann læknir. Voru sagaðir af þeim fætur og lágu þeir þar lengi um veturinn, og gengu á trje- fótum alla ævi síðan. Voru flestallir fingur af Markúsi, og þó skrifaði hann. Hann var faðir Stokkseyrar-Dísu. — (Esph.) Ragnheiður Einarsdóttir í Kollafjarðarnesi, systir þeirra al- þingismannanna Ásgeirs og Torfa, var mesti kvenskörungur. Þórdís móðir hennar var seinustu ár sín hjá Ásgeiri syni sínum á Þingeyrum, og dó þar Kafði hún lagt svo fyrir að sig skyldi grafa að Felli í Kollafirði við hlið manns sins. Þegar Ragnheiður frjetti lát hennar mannaði hún skip, var sjálf formaður á, sigldi norður á Þingeyra- sand og sótti lík móður sinnar. Þótti það rösklega af sjer vikið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.