Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1949, Side 2
598
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
inu og helt að hryggurinn hefði
brákast eitthvað. En það var ekki
fyr en nokkrum dögum seinna að
jeg leitaði læknis. Hann ráðlagði
mjer ljós og nudd. En það bætti
ekkert, heldur fóru kvalirnar í bak-
inu vaxandi.
Hinn 1. apríl var jeg svo slæm-
ur, að jeg gat ekki verið á fót-
um. Þa fannst mjer tími kominn
til þess að láta taka Röntgen-mynd
af mjer Læknirinn leit á myndina
og honum brá:
— Tólfti hryggjarliðurinn hefir
brotnað í mola, sagði hann. Hrygg-
urinn er í sundur.
Nú voru settar á mig stálspelk-
ur og bundið rækilega um, en það
dugði ekkert. Þá var jeg settur í
enn öflugri umbúðir, en það fór
á sömu leið. Jeg varð að fá ópíum
þriðju hverja klukkustund til þess
að hna kvalirnar. Á einum mánuði
ljettist jeg um 12 kíló.
Ungur læknir þar í nágrenninu
ljet sjer mjög umhugað um mig og
kom oft til mín. Hann var greind-
ur maður og fylgdist vel með öllu,
sem gerðist. Einhverju sinni spurði
hann konu mína:
— Er ekki maðurinn yðar upp-
gjafa hermaður?
Hún svaraði því játandi.
— Það er gott, sagði hann. Jeg
hefi heyrt að þeir hafi gert krafta-
verk með atomgeislum á hermanna
sjúkrahúsinu í Bronx. Og jeg held
að það sje seinasta úrræðið fvrir
mann yðar að reyna að komast
þangað. Eigum við ekki að spyrj-
ast fyrir um hvort hann geti ekki
fengið þar inni?
SJÁLFUR VAR jeg nú orðinn svo,
að mjer var sama um alt, en
Dorothy vildi erdilega reyna betta.
Þremur vikum seinna var okkur
tilkynnt að nú gæti jeg komist í
sjúkrahúsið. Og hinn 28. júlí, rjettu
ári áður en jeg skrifa þessa grein,
var jeg íluttur í Kingbridge sjúkra-
húsið
Fjöldi lækna kom til að líta á
mig. Þeir voru ákaflega vingjarn-
legir, en þeir spurðu mig ótal spurn
inga, sem mjer fanst ekkert koma
við veika hryggnum. Þeir rannsök-
uðu mig frá hvirfh til ilja, ekki einu
sinni, heldur mörgum sinnum. Þeir
rannsökuðu blóðið, nýrun, efna-
skiftingu, og síðan tóku þeir aftur
Röntgen-myndir af mjer. Einu
sinni fóru þeir með mig inn í skurð
lækmngastofu, svæfðu mig og
skáru í hálsinn, einmitt þar sem
áður hafði verið tekinn úr mjer
kirtill.
Þegar hjer var komið var jeg
sem lifandi lík, og varð veiklaðri
og magrari með hverjum degmum
sem leið. Hinn 16. ágúst, eða 19
dögum eftir að jeg kom í sjúkra-
húsið, var mjer ekið þangað er
geislalækningarnar fóru fram. Þeg-
ar jeg komy þangað rjetti ung og
broshýr stúlka mjer pappabikar.
Hún hafði gúmmíhanska á hönd-
um og hjelt bikarnum langt frá
sjer.
— Þetta eigið þjer að drekka,
sagði hún.
— Hvað er það? spurði jeg undr-
andi.
— Það er „Hiroshima-cocktail“ —
atomioð, sagði hún.
Jeg drakk það. Að útliti og bragði
var það eins og vatn.
— Og nú skuluð þjer skola
munninn, sagði hún.
Á þennan hátt komst jeg í kynni
við kjarnorkuna.
Jeg komst seinna að því að stúlk-
an var doktor í heimspeki og við-
urkendur eðlisfræðingur. Hún
sagði mjer, að þetta væri aðeins
reynsludrykkur, til þess að sjá hve
miklu geislamagni líkami minn
gæti tekið við. Næstu þrjá sólar-
hringa tóku læknarnir mjer blóð
þriðju hverju klukkustund, til þess
að sjá hve geislavirkt það væri.
Áður en sólarhringur var liðinn
frá því að jeg fekk fyrsta drykk-
inn, skeði það ótrúlega, að kval-
irnar fóru að minka í bakinu á
mjer. Og þá var eins og því væri
hvíslað að mjer að mjer mundi
batna. Þremur dögum síðar var far
ið með mig aftur í geislalækninga-
stofuna og þar var jeg allur mæld-
ur með Geigermæli, en það er á-
hald til að mæla ósýnigeisla. Jafn-
hliða máluðu þeir með rauðleitu
„merkurchrome“ allskonar hringa,
ferhyrninga og tigla á kroppinn á
mjer, svo að jeg var eins og villi-
maður sem býst til bardaga. Allir
þessir merktu reitir voru tölusett-
ir. Sums staðar varð ekki vart við
neina geisla-útstöfun. Annars stað-
ar tók Geiger-mælirinn viðbragð
og þegar hann var borinn að brota-
löminni á hryggnum, þá hoppaði
hann og skoppaði.
Jeg sá að stúlkan og læknarnir
litu ánægjulega hvert á annað. Það
var svo sem auðsjeð að hið geisla-
virka joð hafði einmitt leitað þang-
að, sem þess var mest þörf.
SNEMMA í september fekk jeg
atomjoð-blöndu af fullum styrk-
leika. En þótt í henni væri 80 sinn-
um meira af geislavirku joði held-
ur en í fyrsta drykknum, fanst
mjer þetta aðeins vera vatn. En
jeg tók eftir því að læknirinn og
stúlkan sættu lagi að standa sem
fjarst mjer.
Næstu fimm daga var jeg í ein-
angrunarstofu og á hurðinni stóð
spjald með þessu á: „Ósýnigeislar
— aðgangur bannaður". Það voru
aðeins elstu hjúkrunarkonurnar,
sem hugsuðu um mig, og þær sett-
ust aldrei á rúmstokkinn hjá mjer.
Altaf dró úr verkjunum og iafn-
framt jókst mjer lífsþrek og á-
nægja. Jeg setti það ekkert fyrir
mig þótt jeg væri með brotinn
hrygg. Og þegar einangruninni var