Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1949, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1949, Síða 5
601 LESBOK MORGUNBLAÐSINS Á LEIÐ MEÐ ÆRNAR MÍNAR TII SLÁTRUNAR IIAUST/Ð 1949. Um Brimnesskóg þokuna í læðing leggur frá lognsljettum bláum sæ; haustfölva yfir mýri og móa hún myrkþrungin dregur æ. Þögnin hún ríkir, frá holtinu ei lengur hreimurinn berst eður kvak; síðasti farfugl floginn í suður, fjarlægt hans vængja blak. Hjer reikum við tveir, með hjörð yfir haga heimfúsa i suðurátt; til Hlíðarfjallanna, og biómskrýdda balans að baki, skynjað er þrátt. Hvert fótmál er færist nær sænum er fastara sporað svið; það er líkt og hjörðin mín dauðadæmda dóminn sinn kannist við. Eður skynjar hún eitthvað annað yst við þokunnar dökka fald; skrjáfar í laufi og lyngi sem línserk meyjar við bænahald. Reksturinn reikar af vegi ráðvilt, um haglendin víð, fyrir hálskornum dilkám í hópum á heimleið í Blönduhlíð. Nú er eg gamall á göngu til grafar eins og þið; best væri að kýll fylgdi karli kröpp yfir heljar svið. Við annan fjárstofn ei uni, þið urðuð hluti af mjer, vaxinn af vinar þeli, vitni um það margur ber. Hver sök fær af ófremdum öllum, skal ósvarað látið, þótt beðið sje grand, en dóm fær sá dapran og þungann, er dró hinar útlendu skjátur á land. Á helvegum herstjórnar ríkja höktir nú þjóðin með búskapinn sinn; og lærir að ljúga og svíkja í loddaradansi um gullkálfinn. í l.vngmóa hungraða hjörð mína hvíli minn hugur til framtíðar leit; hvort á eg hjer aftur að koma sem örvona maður úr bjargráða- sveit? Eg ráðþrota reika með sjónum og reikna ei út þau svör; haustsólin kyssir kjarrvið í mónum i Kolkuós er lokið för. BRIDGE „Háspil á háspil“ er spilaregla margra, en ekki er það altaf til bóta, eins og sjest á þessu dæmi: S. D G 4 H. 4 3 2 T. G 6 L. K 9 6 5 3 S. K 10 5 • H. D G 10 T. 9 5 3 2 L. D G 10 S. Á 3 2 H. Á K 9 8 7 6 T. K 4 L. Á 4 S spilar 4 hjörtu og V slær út S 9. N drepur með gosa. Ef Austur drepur með kónginum, þá fer spilið þannig: S spilar fyrst trompás og kóng, síðan L ás og kóng og slær svo út þriðja laufinu og drepur með trompi. Nú eru laufin í borði frí og hægt að koma blindum inn á S D þegar H D er farin. A og V geta aðeins fengið tvo slagi á tigul. En ef A gefur S G í upphafi þá hefur S tapað spilinu. Eina fangaráð hans er að slá út tigli í þeirri von að A hafi ásinn. En það fer svo, að hann missir 2 slagi í tigli, 1 í spaða og 1 í trompi. ^ ^ ^ ^ RÁÐNINGAR á þrautum í Jóla-Lesbók S. 9 8 7 6 H. 5 T. Á D 10 8 7 L. 8 7 2 Hvort angar hjer ilmur úr grasi, annarlegur við mína kend; er loftmjöð hjer lævi blandin á lyngskógaheiði í Kolkuós grend. Eða eru það blóðfórnir bænda í bikar himinsins fallnar inn: er eitra hjer andrúmsloftið og angra huga minn. Með hjörð minni hnípinn eg reika, og horfi með votri brá munaðarleysingja mína mæðast veginum á. Hvert andlit er mjer í minni að árum lambsvetri frá; eg nefndi ykkur allar nöfnum og naut ykkar þroska að sjá. Hver skiiur mögn, hins dulda heita dreyra, þá dvinar lif, og þrýtur krafturinn. Og ábyrgð, sem að þyngist meir og meira, mannanna glöp, við lánardrottinn sinn. Viljugur ei eg fór á fjörur þínar, fallvalta líf, að hirða skerfinn minn; set þú að lokum sök á hendur mínar, svo skal eg jafna við þig reikninginn. MAGNÚS Á VÖGLUM. tji’ 01! riii ■ i.y -' t i t. a Fjörkum breytt í þrista. Þetta er galdurinn við að breyta fjörkunum í þrista. Spilaþraut. Leggja skal spilin þannig: SÁ — HK — TD — LG LG — TD — HÁ — SK HG — SD — LK — TÁ TK — LÁ — SG — HD

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.