Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1949, Page 8
604
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
Helgi Sigurðsson
(síðar prestur á Melum og stofnanr*;
f'jóðminjasafnsins) og Þorsteinn mál-
ari voru þá i Höfn (þ. e. fyrir 100 ár-
um) og bjuggu saman í útbyggingu við
Kristjánsborgar-slot; voru þau her-
bergi ljót og leiðinleg og enginn gluggi
á svefnherberginu; jeg veit ekki hver
leigði þeim eða hvernig þeir fengu að
vera þar. Helgi hafði stundað læknis-
fraeði og samið verðlaunarit, sem raun-
ar ekki fckk sjálf verðlaunin, en Helga
hafði verið lofað styrk sem viðurkenn-
ingu; en um þann styrk var hann svik-
inn. svo mikil kergja kom í hann, en
hann var þrályndur og sjervitur. Siðan
lagði hann sig eftir málaralist, en var
orðinn of gamall og stirður, svo alt,
sem hann málaði, varð mjög stirt og
mönnum varla likt, eins og sjá ma
dæmi til af myndinni af Hannesi bisk-
upi, framan við 9. ár Fjelagsritanna
(jeg held hann hafi og málað undir
steinprentun myndina af Jóni Vidalín,
7. ár; hún er einnig mjög stirð). Seinna
tók Hclgi fyrir að daguerrotypcra
(Fotografia var ,þá ekki fundin) og
gerði það illa. Þá hafði hann aðsetur
í garði nokkrum í Stóru-Kóngsinsgötu;
þangað fóru einu sinni nokkrir íslend-
ingar í hóp og ljetu hann mynda sig,
þar á meðal var Konráð (Gíslason).
Hann lagði eplaskurn yfir annað augað
i sjer, en Helgi sá það ekki og sKildi
ckkert i því er myndin kom þannig af-
skræmd (Ben. Gröndal).
ÍMarglæti að steikja fisk.
Eggert Hanncsson lögmaður á Bæ á
Rauðasandi tók oft vetursetumenn, eins
og aðrir stórbændur. Eitthvcrt hausl
kom til hans útlendur maður, Jón
Nesten að nafni. Hafði hann verið
„fálkafangari" undanfarin suinur og
bað nú Eggcrt að taka við sjer sem
vetursetumanni. Varð það úr að Jón
íór til Eggerts. Latur þótti hann til
vinnu, en heimtaði þó óspart að vel
væri við sig gert og var matvandur
mjög. Eggert krafðist þess að hann
tæki sjer eitthvað fyrir hendur, og
skipaði honum að róa með vinnumönn-
um sínum um haustið. Jón fór í róður,
en nauðugur þó. Er þess ekki getið að
vinnumönnum hafi orðið mikill stuðn-
ALDREI hefur veist jafn erfitt að velja jólagjafirnar eins og núna fyrir jólin.
Það var sökum þess hvc fáskrúðugt var í búðunum. Helstu jólagjafirnar munu
hafa orðið bækur og íslenskir leirmunir. Af leirmunum var nú til meira og fjöl-
breyttara úrval en áður, enda munu þeir hafa selst vel. Þessi iðnaður er tiltölu-
lega nýr í landinu. Guðmundur frá Miðdal byrjaði á honum fyrstur manna. —
Myndin hjer að ofan er úr vinnustofu hans og sýnir nokkrar stúlkur, sem eru
að útbúa og skreyta leirmuni núna fyrir jólin. (Ljósm. Ól. K. Magnússon).
ingur að liðscmd hans. Þegar úr róðri
kom tók hann upp á því að steikja
fiskinn og krydda á ýmsan veg, en það
þótti hin mesta nýlunda, og gerðu
menn óspart gabb að. ekki síst Eggert.
Öðru sinni var það að Eggert mætti
Jóni með tvo fiska. Sagði hann þá í
háði; „Sjóddu annan og steiktu hinn!’1
(Frá ystu nesjum).
Þuríður formaður
kom mjög oft að Litla-Hrauni á hcim
ili Þórðar sýslumanns Guðmundsson-
ar. Henni þótti kaffi mjög gott og
mæltist stundum til þess að fá kaffi-
sopa. Gerði hún það jafnan með þcss-
um orðum: „Heitt, fljótt, sterkt, lítið"
(ísl. sagnaþættir).
Þilskip í Hafnarfirði
I cftirfarandi kvæði eru talin þau
þilskip, er gcngu úr Hafnarfirði iiið
1884;
Úr Hafnarfirði þilskip þá
þjóta um karfagrund ósljelta,
firðar oft skoða flotann netta;
yndi makalaust cr að sjá.
Á borðum freyðir bólgin alda,
byrstur Hræsvelgur þenur falda;
en samt ei hræðast höldar hót,
hugdjarfir Ægi stríða mót,
„Örninn" þá meður mannval best
mjallhvítar leysir sigluvoðir,
fleiri því dæmi fylgja gnoðir,
„Hafliði” brátt og „Hanne” sjest,
„Hebrides“, „Alpha”, „Eining",
„Geysir",
„Auður”, „Sveinn", „Lilja“, „Roker"
þeysir
og „Otto“ á bláum ýsumel.
Öll skipin fiska mætavel.
(Saga Hafnarfjarðar).
Ferming í Reykjavík 1810.
Sir G. W. Mackenzie, sem ferðaðist
hjer 1810, var við fermingu í dómkirkj-
unni og lýsir henni. Segir hann að
stólræðan hafi verið flutt með mikilli
óherslu og látbragði. Sönginn, eða rjett
ara sagt öskrið, hefði annast 10—12
menn, sem stóðu hjá altarinu. Allir
kirkjugestir hafi verið búnir í sitt besta
skart og hafi konur setið öðrum megin
í kirkjunni, cn karlmenn hinum megin.
Engir Danir hafi verið viðstaddir, því
að það sje ekki vani þeirra að vera
við íslcnskar guðsþjónustur. Biskupinn
(Geir Vídalín) hafi komið í kirkjuna
rjctt áður en athöfnin hófst, og sest
við altarið, en hann hafi ekki gert ann-
að en taka í ncfið og tyggja tóbak.
Skólavörðustigur.
Á almennum borgarafundi í Rcykja-
vík 23. sept. 1835 var Skólavörðustig-
urinn tekinn í vegatölu bæarins og um •
leið ákveðið, að hann skyldi vera til
skemtigöngu fyrir bæarbúa, og þess
vegna var bannað að fara með hesta
um hann. Óvíst er að því banni hafi
nokkru sinni verið af ljett formlega.