Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1950, Blaðsíða 2
270 LESBOK MORLUInBLaÐSINS hvað í hinum unga manni bjó. — Mc Dougall kom því svo fyrir, að Albert fekk að leika prófleik hjá hinu kunna fjelagi „Glasgow Rangers". Það varð til þess, að Albert byrjaði að leika knatt- spyrnu fyrir alvöru. Hann stóð sig svo vel í þessum leik, að stjórn „Rangers“ bauð honum að leika með fjelaginu framvegis. Fyrsti leikur hans með „Rangers" varð allsögulegur. „Jeg kom hálftíma áður en leik- urinn átti að hefjast“, segir hann. „Það var venjan heima. Jeg var með skóna mína undir hendinni í pappírsumbúðum. En fjelagarnir höfðu sína skó í töskum, sem þeir fengu ekki einu sinni að bera sjálf- ir. — Jeg hafði engan aðgöngu- miða að vellinum og í fyrstu átti jeg ekki að fá að fara inn á völl- inn, nema að kaupa miða. Það rættist úr þessu er jeg gerði boð fyrir formann klúbbsins. — Hann sagðist hafa haldið að jeg væri hættur við allt saman og varamað- ur minn væri að búa sig til að hlaupa í skarðið. Fyrstu 20 mínúturnar á vellin- um var jeg hálf utan við mig. — Þekti ekki meðleikendur mína, nje leikvenjur þeirra. Áhorfendur skiftu þúsundum og grasið var svo mjúkt, að mig langaði helst til að leggjast í það og flatmaga þar. En svo kom jeg auga á knöttinn. Og þá gleymdi jeg öllu í kringum mig“. Þessi leikur var upphafið að frægðarbraut Alberts Guðmunds- sonar. Var alltaí á lciðinni heim. . Meðan Albert var hjá „Rang- ers“ stundaði hann verslunarnám sitt og datt aldrei annað í hug, en að fara heim að því loknu, fá vinnu og setjast að heima. Þegar ís- lensku knattspyrnumennirnir fóru til London 1946, var ákveðið að Albert ljeki með flokknum. Arthur Dickson, formaður „Rangers“, sagði honum þá, að Tom Wittak- er hefði hug á að fá hann í Arsenal- liðið. Albert vildi ekki binda það neinum fastmælum að svo stöddu, enda ákveðinn í að fara heim til íslands. Á járnbrautarstöðinni í Londön beið Wittaker komu Alberts og vildi fá hann til að skrifa undir samninga þá þcgar. En Albert sagði að betra væri að hann sæi sig leika, áður en nokkuð yrði á- kveðið um framtíðina. Lofaði þó, að semja ekki við neitt annað fje- lag, fyrr en hann hefði talað við Wittaker. Eftir fyrsta leik íslendingsins vildi Wittaker semja strax. Albert var tregur og kvað best að bíða þar til allir leikarnir væru búnir. Eftir annan leikinn gerðist for- maður Arsenal svo ákveðinn, að Albert skrifaði undir' eins árs samning, enda voru þá fleiri fjelög komin á stúfana, sem vildu ná í Albert svo að hann hafði hvergi frið, þar sem hann var. „En eftir þetta ár hjá „Arsenal" var jeg ákveðinn að fara heim. Jeg hafði þá gift mig og vildi setjast að heima“, segir Albert. „Einn af síðustu leikunum mínum með Arsenal var í París. Þá fekk jeg svo freistandi tilboð frá „Nancy“ franska fjelaginu, að jeg ákvað að fórna einu ári til, á altari knatt- spyrnunnar. En eftir það ár skyldi enginn fá mig til að dvelja er- lendis við knattspyrnuleik. Enn fór þó á annan veg, cr „Mil- «n“, ítalska fjelagið, bauð mjer helmingi hærra kaup en þekkst hafði áður“. Mciddist liættulcga og var talinn „frá“. Á Ílalíu meiddist Albert hættu- lega í leik, brákaðist um hnje. Átti hann í þeim meiðslum í 7% mán- uð. Töldu læknar að hann myndi aldrei framar leika knattspyrnu. í sjúkrahúsinu urðu þeir vinir, eixm af læknunum og Albert. Þessi læknir taldi mögulegt að gera mætti fótinn alheilan með upp- skurði. Hann kom dag nokkurn til Alberts og sagði honum, að nú hefði hann fengið leyfi fjelagsins til að skera upp hnjeð og gera þessa tilraun. Albert benti honum á að ekki væri það samþykki nóg, því hann þyrfti líka að fá sitt samþykki og það gæfi hann ekki, nema ítalska fjelagið lofaði að „selja“ hann aft- ur til Frakklands. Síðar reyndi ítalska fjelagið að ganga á þetta loforð, en Albert hafði búið svo um hnútana, að hann gat farið sínu fram. Nú er hann aftur kominn til Frakklands og leikur með „Rac- ing Club du Paris“, esm er eitt albesta knattspyrnufjelag Frakk- lands. Það er deild úr „Racing Club de France“, sem er eitt fjöl- mennasta íþróttafjelag í Frakk- landi. Albert er bundinn samning- um við þetta fjelag þar til í júlí 1951. Kann hann vel við sig í Frakklandi og við fjelaga sína. — Hann ætlar heim að samningstíma- bilinu loknu, eins og svo oft áður. En úr því verður framtíðm að skera hvort hann kemst heim. Frægðin kennir ekki fyrir haf narlaust. Þetta er í stuttu máli frægðar- saga Alberts Guðmundssonar í þau sex ár, sem hann hefir leikið knatt- spyrnu með bestu knattspyrnufje- lögum í Evrópu. Hún virðist vera ósköp blátt áfram. En á bak við sigra Alberts á knattspyrnuvellin- um liggur mikið og erfitt starf. Frægðin hefir ekki komið fyrir- hafnarlaust til hans, frekar en ann- ara. Stööug þjálfun og reglusemi eru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.