Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1950, Blaðsíða 6
* 274 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 1947 undraðist jeg hvað nýar lista- stefnur, t. d. „abstrakt" list, áttu mikil ítök í íslendingum. í for- mála sýningarskrárinnar segja ís- lendingar líka sjálfir, að nýum listastefnum frá meginlandinu hafi ætið verið tekið opnum örmum á íslandi. Það er ósköp eðlilegt að almenn- ingur hjer varð fyrst og fremst hrifinn af þeim málurum, er sýndu íslenskar landslagsmyndir, eins og Guðmundi Einarssyni, Kjarval, Magnúsi Árnasyni og jafnvel Finni Jónssyni. Nýu stefnurnar voru aftur túlkaðar í hinum abströktu og skrautlegu formum Snorra Ar- inbjarnar, „barnaherbergismál- verkum“ Kristjáns Davíðssonar, hinum dökku útlínum Valtýs Pjet- urssonar og hinum litauðgu og „geometrisku" verkum þeirra Þov- valdar Skúlasonar og Nínu Trvggvadóttur. Sverrir Háralds- son hefir lært mikið af spánska málaranum da Silva. En Gunn- laugur Scheving nálgast hina ströngu raunsæisstefnu. Á meðal höggmyndanna veitir maður einkum athygli nokkrum vel gerðum mannamyndum eftir Guðmund Ejnarsson, Gunnfríði Jónsdóttur og Sigurjón Ólafsson. Mynd Ásmundar Sveinssonar „Eik in“ er sennilega í ætt við verk Englendingsins Moore’s. Skínandi fagurt verður hið rauðleita og sjálflýsandi líparít í myndinni Maður og kona eftir Tove Óiafs- son. í hinni gráu konumynd henn- ar eru einnig sterkar og mjúkar línur. íslenska sýningin minnti mann á freskómyndir. Hinir sterku litir blossa blátt áfram á veggjunum. Listamennirnir hafa tileinkað sjer hinar nýu stefnur með áfergju og áhrifa frá Bracque gætir mjög. Það er máske þessi áfergi í nýj- ungar, sem spáir vakningu nýrrar og þróttmikillar listar, því innan um má greina ósvikið íslenskt skaplyndi. Hin ágæta íslenska svartlist hefði mátt koma betur fram á sýn- ingunni. Myndir Barböru Árnason eru að vísu mjög laglegar. En þær eru of enskar. Leifturmyndir þeirra Þorvaldar Skúlasonar og Gunnlaugs Schevings úr Njáls- sögu og hinar meistaralegu teikn- ingar Kjarvals mundu hafa sýnt þessa íslensku listgrein í rjettu ljósi. Ennfremur saknaði jeg land- lagsmynda Gunnlaugs Blöndals. „Ætti að vera einlægari gagn- vart sjálfri sjer“. Áka Laurén sagði: Að mínu áliti hefir íslenska nefndin, sem valdi listaverk á sýn- inguna, gert sig seka um hin sömu afglöp og samskonar nefndir í hin- um norrænu löndunum, sem sje að velja aðeins „sýningarmyndir“, sem ekki gefa rjetta hugmynd um það, á hvaða stigi listin stendur í hverju landi. Þau áhrif, sem jeg varð fyrir af þeirri deild sýning- arinnar, sem átti að sýna unga ís- lenska list, eru sitt á hvað. Jeg hafði búist við því að sjá þar ein- hvern skyldleika með hinni sjálf- stæðu list Norðmanna, t. d. í ætt við hina merku list Henrik Sören- sens. En í þess stað virðast hinir ungu íslensku listamenn vera óð- fúsir að elta hinar öfgafylstu tísku- stefnur meginlandsins, en það á ekki við þá að mínum dómi. ís- lenska listin, sem enn er á bernsku- skeiði, ætti að vera einlægari gagn- vart sjálfri sjer. „Hefir þrætt erlenda vegi“. Tove Riska sagði: Það hefir sannarlega verið gam- an að kynnast hinni norrænu list, eins og hún er í dag, og vekja at- hygli almennings á henni. Vjer höfum verið hræðilega einangrað- ir um langt skeið, og það er margt og mikið í útlendri list, sem er nýtt og athyglisvert fyrir oss. Ein- hvern vott af skyldleika hafa sýn- ingargestir þótst finna hjá hinum íslensku listamönnum. Jeg á þar við almenningsálitið, sem finnur að íslendingar hafa náð lengst í höggmyndalistinni eins og Finn- ar. En jeg leyfi mjer að segja að íslensk málaralist er oss yfirleitt framandi. Hún hefir þrætt erlenda vegu, sem vjer höfum ekki lagt út á, og virðist ekki hafa náð tak- marki enn. Auðskildastar verða hinar innilegu og fínu myndir Sig- urðar Sigurðssonar, sem eru eins og þær væri danskar, en einnig rómantík Guðmundar Einarssonar og hinar einföldu en þó um leið stórbrotnu myndir Schevings, sem hafa hrifið menn. En höggmyndirnar? Það dylst ekki að ísland hefir orðið fyrir á- hrifum frá Englandi, sem vjer höf- um ekki orðið fyrir. Þess vegna á almenningur bágt með að átta sig á hátískunni, eins og hún kem- ur til dæmis fram í „Fæðing“ eftir Ásmund Sveinsson. En hinn fagri steinstíll Tove Ólafsson er í ætt við oss. Drengurinn hennar Gunn- fríðar Jónsdóttur virðist oss falleg- ur og góður. „Móðir jörð“ Ásmund- ar er stílhrein og „Eikin“ er líka fögur. Og svo eru myndir Sigur- jóns Ólafssonar, sem túlka hin ó- líkustu náttúru viðhorf. Máske dettur oss í hug vor eigin mynd- höggvari, Váinö Aaltonen, sem komst að raun um það, eftir ítrek- aðar tilraunir, að kubikisminn gat aðeins orðið til skreytingar í hönd- um hans. Yfirleitt var höggmynda safnið ágætt. Almenningi hraus 1 fyrstu hugur við nýabruminu á henni. En það er þó hægt að fá hann til að skilja, ef maður legg- ur sig fram. Ótvíræður skyldleiki er með Finnum og íslendingum, hvort sem það stafar nú af því, að þjóð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.