Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1950, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS W
279
ílutningur á því örðugur, og kostn-
aður við að vinna það mikill.
Bygging húsa fyrir búpening og
aðrar jafðabætur ljet síra Ólafur
heldur ekki sitja á hakanum. Húsm
hafði hann rúmgóð og björt og
gætti hinna mestu þrifnaðar- og
heilbrigðis ráðstafana. Túnið stækk
-aði hann og bygði um það grip
heldan garð. Einnig má þess geta,
að hann hóf ræktun á jarðarávöxt-
um og bygði varnargarða utan um
hið ræktaða svæði. Þetta voru ný-
ungar og nýbreytni í búnaði, sem
ekki var alment þekt, og sóknar-
menn hans tóku upp eftir honum
síðar.
Búskapurinn hjá Staðarprestin-
um virtist ekkert rýrna þrátt fyrir
mikinn kostnað við byggingar og
ræktun prestssetursins. Heldur
þvert á móti. Hann virtist vera sá
maður, sem gat sótt fram á öllum
sviðum og ekki vanrækja eitt verk,
þótt hann beitti öllum sínum kröft
um sjerstaklega að einhverju á-
kveðnu. Hann varð brátt f járríkasti
maður í sveitinni, sá hann og strax.
hvílíkur hagur það var fyrir bænd-
ur á góðum beitarjörðum að eiga
nægan fjenað, og mun hann að
vetrarlagi hafa haft um 300 fjár og
þar af 100 sauði. Slíka fjáreign
hafði enginn Staðarprestur haft í
manna minnum, nema síra Ólafur.
Kúabú hafði síra Ólafur mikið,
þótt ekki sje það nákvæmlega sund
-urliðað, „því það skifti fljótt um
nautgriparækt á Stað, hvað hún
var miklu meiri en hjá fyrirrenn-
ara hans“, sögðu menn alment í
sveitinni. Alifuglárækt hafði hann
einnig, sem ekki tíðkaðist annars
staðar.
Hjer að framan er aðeins lýst
einni hlið á þessum mikilhæfa
manni, prófastinum Ólafi E. John-
sen á Stað. En það er annað, sem
ekki má láta óumtalað, og það eru
áhrif hans út á við. Eins og geta
má nærri leið ekki á löngu, að
sóknarmenn síra Ólafs sáu, hve
framúrskarandi ötull og stórvirkur
framkvæmdamaður hann var, og
urðu afleiðingarnar þær eins og
vænta mátti, að bændur fóru að
taka hann sjer til fyrirmyndar hvað
snerti viðhald og ræktun ábúðar-
jarða sinna, svo og um alla bún-
aðartilhögun. Hann hafði með verk
-um sínum skapað hreyfingu til
framkvæmda og framfara, vakið
nýtt líf til dáða, sem að vísu var
til en ekki hafði látið á sjer bæra
meðal almennings fyrri.
Sagt í fám orðum, menn í sókn-
um hans fóru hver af öðrum að
endurbæta og byggja húsakynni
sín, rækta tún sín, hlaða vörslu-
garða og byggja heyhlöður og eftir
því sem ástæður leyfðu í einu og
sjerhverju að haga búnaðarháttum
sínum eftir fyrirmynd síra Ólafs.
Eins og áður er sagt var það eftir
gamalli landbúnaðarvenju, að flest-
ir bændur fóru til verstöðvanna á
vetrum og skildu eftir konur og
börn til að annast f jenaðinn og önn-
ur störf, þar til þeir komu heim að
afloknum vertíðum. Þessum bú-
skaparháttum vildi síra Ólafur
breyta.
Hann leiddi mönnum fyrir sjón-
ir, hve afar skaðlegt það væri fyrir
alla afkomu þeirra, að láta bú sín
og jarðir afskiftalausar og án allr-
ar aðhlynningar mikinn hluta árs-
ins. Af þessu leiddi, að búskapur-
inn lenti í handaskolum, og þeir
yrðu að leita á náðir eyamanna með
matarhjálp á vetrum og láta af
höndum sauðfje á haustin upp í
skuldirnar.
Þetta var þó ekki svo auðvelt að
lagfæra, þar sem bæði var um bú-
skaparlag og verslun að ræða, sem
átt hafði sjer stað frá ómunatíð. En
þetta tókst honum með festu og
dugnaði. „Prófastur síra Ólafur
leiddi bændum fyrir sjónir, hve
mjög þeir færu á mis við hagnaðinn
af búskap sínum með því að hlynna
ekki að jörðum sínum, og jafnframt
hvað mikið þeir töpuðu á verslun-
inni við eyamenn. Smátt og smátt
fellust fleiri og fleiri bændur á skoð
-un prófastsins, svo nú (1878) eru