Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1950, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1950, Blaðsíða 3
UCSbOK MORGUM bii AÐSJuN 3 271 Kappliðið „Racing Club de Paris“, sem Albert er í. Hann er annar maður frá hægri í fremri röð. fyrstu skilyrðin til þess að íþrótta- menn, sem hæfileikana hafa, geti skarað fram úr. Og Albert hefir farið eftir ströngustu reglum í þessu efni. — Hann er algjör reglu- maður á vín og brúkar ekki tóbak. Hann skiftir tíma sínum milli þjálfunar og heimilisins. Fyrir leikana verður hann að fara eftir ströngustu reglum um lifnaðar- háttu. Það kemur fyrir að kapp- liðið er einangrað í nokkra daga á undan stærstu kappleikunum. Liðið, sem Albert keppir með, leikur 60—70 leika árlega. Fyrst og fremst á hverjum einasta sunnudegi. Þar fyrir utan eru svo „vingjarnlegir“ leikar, þar sem ekki er talið aðalatriðið að sigra, heldur að leika vel. Atvinnumenn í knattspyrnu þjálfa sig' á hverjum einasta degi allan ársins hring. Fyrir hádegi eru líkamsæfingar margskonar. En eftir hádegi er þjálfað í meðferð knattar og leikni á vellinum. Auk þess heldur þjálfarinn fyrirlestra um leikni og gerir áætlanir um leika, sem síðar eru reyndar á æf- ingarvellinum. — Einu sinni í viku leika knattspyrnumennirnir golf. — Frídagar eru aðeins gefnir eftir stóra leika og stundum verða þeir tveir, ef liðið hefir sigrað. Káðleggur ekki ungum Islendingum að fara inn á atvinnubrautina. Er jeg spurði Albert, hvort hann ráðlegði ungum knattspyrnumönn- um á íslandi, að reyna að feta í fótspor sín, sagði hann að það væri síður en svo, að hann vildi ráðleggja nokkrum manni að ger- ast atvinnumaður í knattspyrnu og það því síður, sem hann kynnt- ist atvinnuknattspyrnunni betur í fyrsta lagi er samkeppnin í þessari íþróttagrein ákaflega hörð. Það þarf mikla sjálfsafneitun og þrek til að koma sjer áfram. At- vinnuknattspyrna er mjög hættu- leg íþrótt og meiðsli, jafnvel al- varleg meiðsli eru algeng. Ef at- vinnumaður meiðist svo hann get- ur ekki leikið framar er hann at- vinnulaus og frægð fatlaðra íþrótta manna gleymist íljótt. „Nei,“ segir Albert. „Þá er bctra að vera heima, hafa sína íöstu at- vinnu og leika knattspyrnu sjer til ánægju. Slasist maður er engin hætta á atvinnu- eða öryggisleysi. Hitt skil jeg vel, að það sje freistandi fyrir góð knattspyrnu- mannaefni að reyna sig. En þeir ættu að fara mjög varlega, einkum í fyrstu, og hugsa sig tvisvar um, áður en þeir leggja út á þessa braut“. Knattspyrnuferð til Suður- Ameríku og höfuðborga Norðurlanda. „Racing Club de Paris“, fjelagi Alberts, hefir verið boðið í knatt- spyrnuferð til Suður-Ameríku í sumar og til höfuðborga Norður- landa, annara en íslands. Enn er ekki vitað hvað úr Suður-Ameríku ferðinni verður, þar sem kappliðs- menn hafa neitað að fara flugleið- is, en ekki vitað enn, hvort hægt er að koma við að fara með skipi. En þessar ferðir verða ekki farn- ar fyrr en eftir 14. maí, en þá fer

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.