Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1950, Blaðsíða 4
272
LESBÓK M0RGUNBLAÐSEN3
Aibert heima hjá sjer með konu sinni, frú Brynhildi og dóttur þeirra, Hel-
enu Þóru, sem heldur á brúðunni
fram stærsti leikur ársins, sem er
úrslitaleikur bikarkeppninnar
frörtsk-u. RCP er komið í úrslit,
eftir leikinn í Lyon, sem áður get-
ur. —
Á úrslitaleikum bikarkeppninn-
ar ér það siður, að Frakklandsfor-
seti sje víðstaddur, ráðherrar, hátt-
settir menn úr her, flota og frá
sencQsveitum erlendra ríkja í Par-
,Kötu“.
ís. Það er merkasti dagur ársins
fyrir þau knattspyrnulið, sem
komast í úrslit.
Annálaður fyrir heiðar-
legan leik.
Albert Guðmundsson þykir einn
af bestu knattspyrnumönnum á
meginlandi Etfrópu og er það án
efa. Blöðin segja frá aðferðum
Enda lýkur því jafnan svo, ef
ráðist er á Albert á leikvelli, þá
er það árásarmaðurinn, sem dóm-
arinn rekur út af vellinum fyrir
óheiðarlegan leik, en 'áhorfendur
hylla Albert fyrir prúðmenskuna.
Það kom fyrir í leik í Barcelona
á Spáni, að mótleikari Alberts
kastaði sjer á knöttinn um leið og
Albert sparkaði, svo höggið lenti
á mótherjanum. Meiddist hann og
varð að bera hann út af vellinum.
Albert gekk þá einnig út af vell-
inum um leið. Eftir 10. mínútur
eða svo, var spánski leikarinn bú-
inn að jafna sig. Þá hljóp Albert
með honum inn á völlinn og þeir
tókust í hendur, sem vinir í leik.
Mannfjöldinn ætlaði að tryllast
af fögnuði. — Slíka prúðmensku
hafði leikmaður aldrei sýnt fyr á
spönskum knattspyrnuvelli!
hans og leikni með margra dálka
fyrirsögnum. En það er þó fyrst
og fremst fyrir heiðarlegan leik,
sem Albert er kunnur og dáður
meðal knattspyrnuunnenda.
Þegar Albert ber á góma meðal
knattspyrnuunnenda, eru jafnan
sagðar margar sögur um heiðarleg-
an leik hans og framkomu á íþrótta
vellinum. Prúðmensku Alberts er
lýst með mörgum dæmum. Það
hefir komið fyrir, að mótleikarar
hans hafa ráðist að honum með
hnefahöggum. Þá stendur Albert
teinrjettur og hreyfingarlaus með
hendurnar í hvíldarstöðu. Jeg
spurði hann, hvort þetta væri ekki
erfitt á stundum. Albert brosti sínu
hægláta brosi og sagðist verða að
viðurkenna það.
„En ef jeg tæki á móti árásar-
manni á knattspyrnuvellinum, þá
myndi áhorfendum aldrei bera
saman um, hver hefði átt upptök-
in, en jeg er útlendingur. — Auk
þess er knattspyrna ekki hnefa-
leikakeppni og jeg er ekki hnefa-
leikari“