Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1950, Page 8
276
LESBÓK MORUUNBLAÐSINS
Búnaðarhættir 1 Reykhólasveit
íyrir einni öld
i.
Búuaðarhættir í Keykhólasveit
og nágrcnni.
Á FYRSTA og öðrum tug nítjándu
aldarinnar var hagur almennings
hinn bágbornasti. Nær tvö hundruð
ára einokun á allri verslun til lands
-ins, sem hafði hnept þjóðina í
þrældóm og lagt atvinnuvegina í
rústir, var þá fyrir nokkru afljett,
en með byrjun nítjándu aldarinnar
hófst langvarandi ófriður í álfunni.
sem tepti allar siglingar og þá litlu
svokölluðu frjálsu verslun, sem
einstöku menn voru að koma á fót
viðsvegar um landið.
Þessi ár voru því hin erfiðustu.
Eftir því sem leið á öldina varð
breyting á verslun og búnaðarhátt-
um jafnframt því, sem efnahagur
manna fór batnandi.
Jeg, sem nú í rúmlega 70 ár hefi
alið aldur minn í fæðingarsveit
minni, Reykhólasveit, vil mjer til
dægrastyttingar og þeim til fróö-
leiks, er seinna kunna að sjá þessar
línur, skýra lítið eitt frá búnaðar-
háttum og ýmsu markverðu í sveit
minni og nágrenninu á fyrra helm-
ingi aldarinnar.
Þá skal fyrst lítið citt minst á
vcrslunina.
í Flatey var ein verslun, og cig-
andi hennar var Guðniundur Schev
-ing kaupmaður (d. 18J7). Nokkur
fyrstu ár aldarinnar kom þangað
citt verslunarskip crlendis frá, lítil
skonnorta, er kom einu sinni á ári
á tímabilinu frá fardögum til Jóns-
messu, og áttí þessi vöruforði að
nægja öllum bændum á svæðir.u
frá Siglunesi og suður að Saurbæ.
Vcrðlag á innlendum varningi
var uokkuö svipað flesl árin, venju
-iega það. sem hjer segu. Hvít ull
ÚTDRÁTTUR
úr cftirlátnum handritum
Jochums Magnússonar í Skógum
(föður Matthíasar Jochumssonar)
skrifuðum 1875—78.
Eftir
MATTHÍAS ÞÓRDARSON.
16 sk. pundið, æðardúnn 2—3 rdl.,
tólg 14 sk., mislit ull 14 sk. Útlenda
varan: Korntunnan 12—16 rdl.,
járn 16 sk. og aðrar vörur eftir
þessu. Við að bera saman verð á
æðardún og korni sjer maður, að
það þurfti 5—6 pd. af æðardún til
greiðslu á einni tunnu af korni. Má
því nærri geta, að það var ærið
takmarkað, hvað allflestir bændur
gátu leyft sjer að taka af kornvöru
fyrir sig og heimili sín. Faðir minn,
sem mátti heita meðal hinna betur
efnuðu bænda í sveitinni, tók sjald-
an nema hálftunnu af korni og
stundum minna. Járn og færi voru
nauðsynjavörur, sem ekki mátti án
vera, og svo einnig 1—2 kútar af
salti. Dálítið af tóbaki tók faðir
minn og allir bændur, sem það not-
uðu, cn mjög var það gcrt með
sparnaði. Brcnnivín var líka keypt
cftir efnum og vilja bænda, — það
var ódýrt —. En lítið var það haft
um hönd í Skógum, aðeins ef heldri
gestir komu.
Einu sinni á ári — í júlímánuði
— var farið í kaupstaðinn, og urðu
mcnn að láta sjer það nægja, því
ekki var um lán að ræða hjá kaup-
nianninuiu. Flestir keyptu dahtið
af blásteini til fatalitunar, og hinir
efnameiri lítilsháttar af ljerefti og
smávegis til klæðnaðar. Ofurlitla
úrlausn fengu menn sjer af kaffi,
sem þá var fyrst farið að flytja um
1830, og var það látið nægja til
ársins. Útlend matvara var yfirleitt
lítið notuð í þá daga, allur fjöldinn
lifði á fiskafurðum, kjöti, slátri.
smjöri og lýsisbræðingi, mjólk
skyri o. s. frv. Fjallagrös voru tírd
og einnig skorinn upp arfi. Grösin
voru látin í súr og matreidd á benn-
an hátt.
Búnaði var þannig háttað í sveit-
inni, að þegar komið var fram í
einmánuð (síðara hluta marsmán-
aðar) fóru allir bændur að kalla úr
sókninni og vinnumenn þeirra
ásamt unglingum — oft fyrir innan
fermingu — til sjóróðra suður und-
ir Jökul (Dritvík) og viku síðar
vestur að Látrum, Kollsvík og
Beruvík, og svo norður að ísafjarð-
ardjúpi. Þeir, sem fóru suður undir
Jökul, komu heim’um krossmessu
og reru í Bjarneyum seinni hluta
vetrar, en vestanmenn komu ekki
heim fyr en í tólftu viku sumars ,
og þá með vcrtíðarhlut sinn á hest-
um, sem sendir voru að heiman.
Af þessari löngu útivist karl
manna í verbúðunum leiddi það, að
kvenfólkið og elstu börnin, sem
heima var á bæunum, urðu að taka
að sjer öll verk úti og inni frá þvi
seinni hluta vetrar og fram á mitt
sumar hvernig sem viðraði, og
hvort ástæður voru betri ei$a verri
Þetta olli oft ærnum vandræðum,
ef sjúkdóm bar að höndum, slys
vildi til, stormar eða snjóluáðar