Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1950, Qupperneq 13
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
281
Það er gott að fá að sjá Umuti
aftur.“
„Hvað er að heyra til þín, Raiere
vinur minn,“ sagði jeg. „Þú ert
kristinn maður og seinast í gær
neyttir þú sakramentisins. Það er
eténe að vaða eld — það er heið-
inn forynjuskapur.“
„Nei, þessa er getið í biblíunni,“
svaraði hann. „Guð bjargaði pilt-
unum þremur í Babýlon með því
að kenna þeim Umuti, kenna þeim
að vaða eld.“
„Hvar fer þessi Umuti fram?“
spurði jeg. „Jeg verð að vera þar
viðstaddur."
„Það verður í Aataroa dalnum á
laugardaginn kemur.“
Það voru þá fimm dagar til
stefnu, og mjer fanst þeir vera
lengi að líða. Mjer var mjög mikil
forvitni á að sjá þetta yfirnáttúr-
lega undur, þar sem eldurinn virð-
ist ekki vinna á hörundi manna. Jeg
hafði að vísu sjeð þetta á Hawaii
og víðar, en jeg hafði ekki fengið
neina viðunandi skýringu á því,
hvernig þetta undur mætti ske, er
brýtur svo algjörlega í bág við
náttúrulögmálin. Jeg vissi að þetta,
að vaða eld, var áður þáttur í til-
beiðslu eldguðsins, og hafði tíðkast
víða um heim.
Á fimtudaginn lögðum við þrír
á stað til þess að vera við eldgöng-
una. Leið okkar lá eftir þröngum
stíg um þjettan skóg. Svo komum
við þar sem var sljett grund und-
ir fjórum gríðarmiklum kastaníu-
trjám. Þar voru átta eða tíu menn
að útbúa eldkistuna. Það var gert
þannig, að þeir grófu gröf, 25 fet
á lengd og 18 fet á breidd og 5 fet
á dýpt, með sljettum veggjum. —
Töframaðurinn hafði sagt nákvæm
-lega fyrir um það hvernig gröfin
ætti að vera. Moldinni hafði verið
kastað upp á barmana, en þar sljett
-að úr henni, svo að byngurinn var
ekki nema um fet á þykt. Á gólfið
í eldkistunni hafði verið raðað
þykku lagi af trjálimi, en ofan á
það stórum stofnum af kastaníu-
trjám. Ofan á þessa stofna var svo
raðað hnullungagrjóti og var hver
steinn á stærð við mannshöfuð. Alt
var tilbúið að bálið yrði kveikt.
Vestur úr miðri grófinni hafii
verið gerður skurður og þar átti
að kveikja í eldsneytinu. Jeg sá
ekki þegar kveikt var í, en það
var gert á föstudagsmorgun, eða
36 stundum áður en eldgangan
færi fram, en það var klukkan 8
á laugardagskvöld.
Það var ofurlítið kul á laugar-
dagskvöldið, óvanalegt á þeim slóð-
um, svo að jeg fór í þunn silkiföt
og setti morgunskó á fætur og
lagði svo á stað með ljósker í hönd.
Margt fólk var á ferð, allir þorps-
búar streymdu til staðarins. Jeg
hitti tvær kunningjakonur mínar,
Mahine og Maraa. Þær voru báðar
ógiftar og mjög fjörugar stúlkur.
Þær skreyttu mig allan með blóm-
um. Mahine var með munnhörpu
og ljek á hana og við sungum og
dönsuðum eftir veginum, svo að
ljósin af kyndlunum fóru í skolla-
leik við skuggana í skóginum.
Þegar við nálguðumst eldkist-
una fann jeg hitann leggja af henni
um fimmtíu fet á móti mjer. Nú
var gryfjubotninn ekki annað en
glóandi steinar, og nokkrir menn
voru að reyna að hagræða þeim
með löngum spírum. í hvert skifti
sem steini var velt, var hann rauð-
ur og hvítglóandi. Og eldblossar
stóðu upp á milli steinanna, því að
enn logaði í viðnum undir þeim.
Áhorfendur röðuðu sjer um gryf j
-una í svo sem fjörutíu feta fjar-
lægð. Þar stóðu þeir nú alvarlegir,
hvísluðust á og biðu þess að töfra-
maðurinn kæmi. Hann hjet Tufetu-
fetu og hann sat enn einn inni í
litlum kofa og bjó sig undir með
bænahaldi. — Meðhjálparinn við
kirkjuna fór nú til hans og tilkynti
honum að alt væri tilbúið. Kom
Tufetufetu þá og gekk hægt. Hann
var í hvítum fötum, sem náðu nið-
ur fyrir hnje. Á höfðinu hafði hann
blómkrans og blómvönd í hendi.
Hann staðnæmdist þrjú skref frá
eldkistunni og hóf upp söng á Ta-
hitimáli: m im:-.. >.
... ..
Ó, andar, sem ráðið yfir eldinum, drag-
ið úr mætti hans.
Ó, ormur hinnar dökku jarðár,
ormur hinrar ljósu jarðár, ferska
vatnsi. s, sjóvatnsins, hitans i kist-
unni, glóðarinnar í kistunni, stjórna
þú fótum göngumannsins og band-
aðu eldinum frá.
Ó, kulda andi, látum oss ganga eftir
endilangri eldkistunni.
Ó, mikla móðir, sem ræður yfir eldi
himnanna, haltu kyrru laufinu, sem
espar eldinn.
Leyfðu börnum þínum að ganga um
stund á eldinum.
Móðir fyrsta fótmáls.
Móðir annars fótmáls.
Móðir þriðja fótmáls.
Móðir fjórða fótmáls.
Móðir fimta fótmáls.
Móðir sjötta fótmáls.
Móðir sjöunda fótmáls.
Móðir áttunda fótmáls. . _ ,
Móðir níunda fótmáls.
Móðir tíunda fótmáls. »
Ó, mikla móðir, sem ræður eldi himn-
anna, alt er hulið..
Hann leit til himna og gekk tein-
rjettur og hiklaust út á .glóandi
steinana, án þess að hugsa nokkuð
um hvar hann stigi niður. Hann
var nakinn að öðru en því að hann
hafði yfir sjer skykkju, sem náði
niður fyrir knje. Hitastrauma lagði
upp úr eldkistunni og jeg sá þá eins
og iðandi tíbrá yfir henni.
Tufetufetu gekk hægt og rólega
eftir endlangri grófinni, — Svipur
hans var rólegur og það var ekki
að sjá að hann yrði var við neinn
sársauka. Þegar hann var kominn
alla leið sneri hann við og gel^k
sömu leið til baka. .. ... .
Áhorfendur höfðu staðið á önd-
inni á meðan þessu fór frarn, en nú
andvörpuðu allir samtímis eins og
þungu fargi væri af þeim ljett.—